Miðar á Frost rjúka út eftir að forsala hófst í morgun Uppselt er á tólf af 27 sýningum á Frost en forsala hófst klukkan 10 í morgun. Uppselt er á báðar forsýningarnar, á aðalæfingu og á frumsýninguna. Lífið 4. október 2023 11:42
Nýjustu sigurvegarar Love Island í sitt hvora áttina Sigurvegarar úr nýjustu seríunni af bresku raunveruleikaþáttunum Love Island, þau Jess Harding og Sammy Root, eru hætt saman. Rúmir tveir mánuðir eru síðan þau fóru alla leið í þáttunum. Lífið 3. október 2023 16:09
Messa sem eykur sýnileika íslenskrar myndlistar TORG listamessa fer fram dagana 6. - 15. október á Korpúlfsstöðum. Er þetta í fimmta sinn Samband Íslenskra Myndlistarmanna stendur fyrir listamessunni. Menning 3. október 2023 16:00
Ný Dimmalimm gangi nærri sæmdarrétti og réttmætum viðskiptaháttum Myndstef - Myndhöfundarsjóður Íslands, telur nýja útgáfu Óðinsauga af barnabókinni Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, ganga nærri sæmdarrétti höfundarins og réttmætum viðskiptaháttum. Þá telja samtökin álitamál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins. Innlent 3. október 2023 11:43
Konur í krísu, siðblindir síkópatar og morðkvendi Isabelle Huppert, ein þekktasta leikkona Frakklands og stórstjarna í evrópskri kvikmyndagerð, er heiðursgestur á RIFF í ár. Í tilefni af komu Huppert til landsins hefur Vísir tekið saman nokkra magnaða leiksigra hennar. Bíó og sjónvarp 3. október 2023 09:00
Heiðrar minningu móður sinnar með sköpunargleði og húmor „Mamma er almennt mjög mikil fyrirmynd hjá mér. Hún var svo mikill karakter og ég finn það alveg strax að hún er alltaf innblásturinn hjá mér,“ segir leikstjórinn og kvikmyndagerðakonan Birna Ketilsdóttir Schram. Hún er leikstjóri Bleiku slaufunnar í ár og er málefnið er henni afar kært en Birna missti móður sína, Örnu Schram, úr krabbameini í fyrra. Lífið 3. október 2023 07:01
Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. Innlent 2. október 2023 23:14
Alvöru þungarokksveisla í Stykkishólmi næsta sumar Boðið verður upp á þriggja daga rokkveislu í Stykkishólmi í júní á næsta ári þegar þungarokkshátíðin Sátan fer fram. Margar af fremstu þungarokkshljómsveitum landsins koma fram ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum. Lífið samstarf 2. október 2023 12:00
Notaður í auglýsingu með gervigreind án leyfis Tom Hanks hefur varað aðdáendur sína við því að í umferð sé auglýsing á vegum tryggingafyrirtækis þar sem gervigreind er nýtt til að nota leikarann í auglýsingunni. Þetta er án hans aðkomu og samþykkis. Lífið 2. október 2023 11:29
María Rut verður framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar Stjórn Tónlistarmiðstöðvar Íslands hefur ráðið Maríu Rut Reynisdóttur, skrifstofustjóra menningarmála hjá Reykjavíkurborg sem framkvæmdastjóra nýrrar Tónlistarmiðstöðvar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónlistarmiðstöð. Viðskipti innlent 2. október 2023 10:51
Réttarmorð er ný og æsispennandi hljóðsería hjá Storytel Réttarmorð eftir Sigurstein Másson er ný og æsispennandi hljóðsería sem fer í loftið hjá Storytel í dag mánudag. Um er að ræða sex þætti sem koma vikulega á Storytel næstu fimm mánudaga. Lífið samstarf 2. október 2023 10:15
Feimin að eðlisfari en elskar að koma fram „Fyrstu tónleikarnir mínir voru á Músíktilraunum sem ég tók þátt í þegar ég var fimmtán. Þá var ég einmitt með stutt dansatriði, þannig að ég byrjaði mjög snemma að gera eitthvað út fyrir kassann á sviði,“ segir fjöllistakonan Gugusar. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 2. október 2023 07:00
Nýsleginn formaður situr fyrir svörum Gísli Snær Erlingsson, sem er nýtekinn við sem formaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, mun sitja fyrir svörum og ræða framtíðarsýn stofnunarinnar á opnum fundi með kvikmyndagerðarfólki á morgun, mánudag, klukkan 16 í Norræna húsinu. Menning 1. október 2023 17:01
Fór í fornfræði og guðfræði en gat ekki flúið örlögin Sigurður Ingvarsson stefndi á fræðimennsku eftir menntaskóla en gat ekki flúið þau örlög að verða leikari. Hann leikur í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Snertingu, og stígur á svið í rokksöngleiknum Eitraðri lítilli pillu eftir áramót. Í vor fór hann á sjó eftir mönun tengdaföður síns og segir það hafa verið ólýsanlega erfitt. Lífið 1. október 2023 08:00
Aðstandendur Muggs andvígir nýrri og breyttri útgáfu af Dimmalimm Útgáfufyrirtækið Óðinsauga tilkynnti fyrir skömmu að barnabókin Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, verði gefin út í nýrri útgáfu í október. Aðstandendur Muggs segja ósiðlegt að útgáfan verði undir hans nafni því verkið sé ekki eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Innlent 30. september 2023 22:37
Urmull af íslenskum myndum á hvíta tjaldinu um helgina Kvikmyndahátíðin RIFF stendur nú yfir og mun gera næstkomandi viku. Nú um helgina verða íslenskar kvikmyndir í hávegum hafðar og þónokkrar íslenskar myndir sem ekki hafa verið sýndar áður á Íslandi verða á hvíta tjaldinu um helgina. Lífið 30. september 2023 17:54
Suður-kóresk plötusnælda með eitt stærsta danslag ársins Plötusnældan og tónlistarkonan Peggy Gou hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum og troðið upp víðs vegar fyrir fjöldann allan af fólki. Tónlist 30. september 2023 17:01
Vill aðeins skoða kosti og galla útvistunar Ásdís Kristjánsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um útvistun á starfsemi Salarins, tónleikasal bæjarins. Starfshópur muni eingis skoða kosti þess og galla að útvista starfseminni. Innlent 30. september 2023 14:25
Þungar áhyggjur af útboði bæjarins á starfsemi Salarins Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum yfir áformum bæjarstjórnar Kópavogsbæjar um að bjóða út starfsemi Salarins í Kópavogi. Innlent 30. september 2023 08:38
Vala Kristín og Hildur Vala verða Anna og Elsa í söngleiknum Frosti Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir munu fara með hlutverk systranna og prinsessanna Önnu og Elsu í íslenskri útgáfu á söngleiknum Frozen sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu í mars næstkomandi. Lífið 29. september 2023 21:20
Svona var kveðjustund Guðbergs í Hörpu Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund var haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins komu fram á athöfninni sem reikna má með að sé söguleg. Innlent 29. september 2023 14:34
„Tónlistin mín er alltaf tilraunakennd“ Söngkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, eða Inki eins og hún kallar sig, gaf nýverið út lagið Svífa. Þetta er í fyrsta sinn sem hún semur á íslensku. Lífið 29. september 2023 14:01
Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. Menning 29. september 2023 12:02
„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“ Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs. Innlent 29. september 2023 12:00
Nýtt líf Öldu Lóu Alda Lóa Leifsdóttir er að senda frá sér sína fyrstu heimildamynd: Togolísu. Hún er skilin við mann sinn sósíalistaleiðtogann Gunnar Smára Egilsson, hefur hafið djáknanám og er að taka saman efni í bók um hugvíkkandi efni. Menning 29. september 2023 08:01
Hlær bara að hrútskýringum Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 29. september 2023 07:00
Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. Innlent 29. september 2023 06:27
Heimaleikurinn verðlaunaður í Malmö Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut Áhorfendaverðlaun Nordisk Panorama, stærstu heimildarmyndahátíð Norðurlandanna á þriðjudagskvöld. Bíó og sjónvarp 28. september 2023 16:47
Aníta Briem slær sér upp Leikkonan Aníta Briem og Hafþór Waldorff hafa verið að slá sér upp undanfarna mánuði samkvæmt heimildum fréttastofu. Parið lét vel hvort að öðru á kaffihúsinu Kaffi Vest í dag en þau hafa unnið náið saman í kvikmyndageiranum. Lífið 28. september 2023 14:00
Springsteen frestar tónleikum vegna alvarlegs magasárs Bruce Springsteen og hljómsveit hans E Street Band hafa frestað öllum tónleikum sem fyrirhugaðir voru fram að áramótum. Ástæðan er magasárssjúkdómur sem rokkstjarnan bandaríska glímir við. Lífið 28. september 2023 13:00