Lífið

Herra Hnetu­smjör ó­tví­ræður sigur­vegari Hlustendaverðlaunanna

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Boði Logason skrifa
Herra Hnetusmjör fór mikinn á Hlustendaverðlaununum, rakaði inn verðlaununum og tryllti lýðinn á sviði.
Herra Hnetusmjör fór mikinn á Hlustendaverðlaununum, rakaði inn verðlaununum og tryllti lýðinn á sviði. Vísir/Hulda Margrét

Hlustendaverðlaunin 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Nasa í kvöld. Herra Hnetusmjör sópaði að sér verðlaunum en hann hlaut verðlaun sem söngvari ársins, fyrir lag ársins og plötu ársins. 

Útvarpsstöðvarnar Bylgjan og FM957 standa í sameiningu að verðlaununum með það að markmiði að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri til að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem hafa skarað fram úr á liðnu ári.

Þetta er tólfta árið sem verðlaunaathöfnin er haldin en kosið var um sigurvegara á Vísi. Veitt voru verðlaun í níu flokkum.

Margt var um manninn á verðlaunaafhendingunni og tóku margir frægir söngvarar lagið, svo sem Bríet, Kristmundur Axel, Jóhanna Guðrún, Birnir, Friðrik Dór og fleiri. 

Hátíðin var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Nánari umfjöllun um hátíðina má nálgast á Vísi í fyrramálið.

Hér fyrir neðan má sjá sigurvegara kvöldsins.

Söngvari ársins:

Herra Hnetusmjör


Söngkona ársins:

Laufey Lín


Flytjandi ársins:

IceGuys


Nýliði ársins:

Saint Pete


Plata ársins:

KBE Kynnir: Legend í leiknum - Herra Hnetusmjör


Heiðursverðlaun: 

Helgi Björns


Pródúsent ársins:

Ásgeir Orri Ásgeirsson


Myndband ársins:

Gemmér Gemmér - IceGuys


Lag ársins:

Elli Egils - Herra Hnetusmjör






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.