Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Krefur Disney um tíu milljarða dala

Teiknarinn Buck Woodall segir Disney hafa stolið hugmyndum úr verkum hans og notað í tveimur teiknimyndum. Woodall óskar eftir skaðabótum upp á tíu milljarða Bandaríkjadala eða 2,5 prósentum af tekjum Moana.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Heitasti leikarinn í Hollywood

Erótíski spennutryllirinn Babygirl hefur vakið athygli og umtal að undanförnu en kvikmyndin inniheldur fjöldann allan af djörfum kynlífssenum og einkennist af ögrandi söguþræði. Stórstjarnan Nicole Kidman fer þar á kostum í aðalhlutverki og hefur mótleikari hennar Harris Dickinson ekki vakið minni athygli.

Lífið
Fréttamynd

Vínartónleika skorti létt­leika: Dansararnir stálu senunni

Vínartónleikarnir sem Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð upp á í Hörpu síðastliðinn laugardag höfðu alla burði til að verða eftirminnilegir. Fjölbreytt efnisskrá, glæsilegir einsöngvarar, fimir dansarar og efnisskrá í léttum dúr lofaði svo sannarlega góðu. Það kom því nokkuð á óvart hversu stemningin var stundum vandræðaleg í Eldborgarsalnum þetta kvöld. Óperettur kalla iðulega á leikgleði, gáska og yndisþokka, en hér var maður sjaldnast heillaður upp úr skónum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Las sjálfs­hjálpar­bók í miðjum leik

AJ Brown, einn besti útherji NFL-deildarinnar, las bók á hliðarlínunni þegar lið hans, Philadelphia Eagles, sigraði Green Bay Packers, 22-10, í 1. umferð úrslitakeppninnar í gær.

Sport
Fréttamynd

Ein­hleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum

„Ég upplifði drauminn þegar ég fékk að dansa á Þjóðhátíð með Patrik Atlasyni og draumurinn var toppaður þegar ég dansaði á fimm tónleikum með Iceguys í Laugardalshöll núna í desember,“ segir Sóley Bára Þórunnardóttir viðtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

Val­geir af­henti Ingu texta­brot úr laginu Sigur­jón digri

Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 

Lífið
Fréttamynd

Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn David Muir ákvað að festa þvottaklemmu á sig til þess að líta betur út í slökkviliðsbúning þar sem hann var staddur við gróðurelda í Los Angeles í beinni útsendingu. Athæfið hefur vakið mikla athygli og sjónvarpsmaðurinn verið harðlega gagnrýndur vegna þessa.

Lífið
Fréttamynd

Bönnuð innan 12 af á­stæðu

Guðaveigar er komin í Bíó en myndin ku vera klúr, skemmtileg og öðruvísi. Sverrir Þór Sverrisson og Þröstur Leó Gunnarsson koma við sögu í kvikmyndinni en ásamt þeir fara þeir Hilmir Snæ, Halldór Gylfason, Sigurður Sigurjónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vivian Ólafsdóttir með hlutverk í myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin árið 2025

Nú er splunkunýtt ár gengið í garð og nýju ári fylgja óumflýjanlega ný trend sem sækja þó mörg hver innblástur til fortíðar. Það er engum skylt að fylgja tískubylgjum og eflaust forðast einhverjir þær eins og heitan eldinn en þó getur verið skemmtilegt að vera með puttann á púlsinum á því sem slær í gegn. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp sérfræðinga um heitustu trendin á margvíslegum sviðum.

Lífið
Fréttamynd

Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir lang­þráð met­ár

Aðsóknarmet var slegið í Bíó Paradís í fyrra en sextíu þúsund manns lögðu leið sína í bíóið á Hverfisgötu. Framkvæmdastjóri er í skýjunum og segir að með fjölda gesta séu rekstraraðilar að ná langþráðu markmiði. Fleira hafi spilað inn í en ótrúlegar vinsældir hryllingsmyndar Demi Moore, The Substance.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tón­listar­há­tíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina

Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram um helgina,10. til 11. janúar, og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. Pan Thorarensen skipuleggur hátíðina. Hann segir alla tónleika sitjandi og það verði kaffihúsa- og kósý stemning í Iðnó alla helgina.

Lífið
Fréttamynd

„Veganismi er hvergi skil­greindur sem full­komnun eða ekkert“

Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 

Lífið
Fréttamynd

Metsölulisti bóka­út­gef­enda sé „ómarktækur“

Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn segir metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda ómarktækan fyrir árið 2024 ómarktækan í ljósi þess að hann inniheldur ekki sölu úr sextán verslunum Pennans/Eymundsson. Framkvæmdastjóri FÍBÚT segir Pennann hafa hafna þátttöku á listanum.

Menning
Fréttamynd

Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024

Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút.

Menning
Fréttamynd

Nýárs­swing með hand­bremsu

Stórsveit Reykjavíkur fagnaði nýju ári í Eldborg með dagskrá helgaðri gullöld sveiflunnar – dýrðardögum djassins á árunum 1930 til 1950. Öllu var tjaldað til; eggjandi blásarar og hraustleg rytmasveit komu áheyrendum nánast til að dansa. Að vísu ekki alltaf. Einsöngurinn var nefnilega það sem stóð upp úr – bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt, eins undarlega og það kann að hljóma.

Gagnrýni
Fréttamynd

Peter úr Peter, Paul and Mary látinn

Peter Yarrow, meðlimur bandaríska þjóðlagatríósins goðsagnakennda Peter, Paul and Mary, lést á heimili sínu í Manhattan í New York borg í gær, 86 ára að aldri. Banamein hans var blöðrukrabbamein, en hann hafði glímt við það í fjögur ár.

Lífið
Fréttamynd

Getu­leysi á stóra sviðinu

Löngun hennar í barn sem breytist í þrjáhyggju leiðir hana að lokum í einskonar geðrof og ofbeldisfullur endir verksins er ekki fyrir alla.

Gagnrýni
Fréttamynd

Vig­dís á allra vörum og nýtt nám­skeið kynnt til sögunnar

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var langt á undan sinni samtíð með áherslu sinni á íslenska tungu og á náttúruna í forsetatíð. Þetta segir ævisöguritari Vigdísar sem hefur í tilefni af nýjum þáttum um Vigdísi, útbúið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um upphaf, mótun og áhrif hennar.

Innlent