Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Frestar öllum tón­leikum vegna hrakandi heilsu

Tónlistarmaðurinn Donald Glover, einnig þekktur sem Childish Gambino, tilkynnti fyrr í kvöld að hann neyðist til að fresta öllum fyrirhuguðum tónleikum sínum í Norður-Ameríku vegna hrakandi líkamlegrar heilsu.

Lífið
Fréttamynd

James Earl Jones er látinn

Bandaríski leikarinn James Earl Jones er látinn, 93. ára að aldri. Jones var hvað þekktastur sem röddin á bakvið illmennið Svarthöfða í Stjörnustríðsmyndunum.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey prýðir for­síðu Vogue

Rísandi stórstjarnan Laufey hefur sannarlega átt risastórt ár og meðal annars unnið til Grammy verðlauna, selt upp á tónleika um allan heim og mætt á Met Gala. Hún prýðir nú forsíðu hátískublaðsins Vogue sem þykir mjög eftirsóknarvert.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ég get ekki verið hamingju­samari“

„Mér finnst eins og allt sem ég hef skrifað eða gert áður en ég hitti hann sé skrifað af einhverjum manni sem er að leita að einhverju eða syrgja eitthvað,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í þætti Auðuns Blöndal, Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Sáu ekki fyrir sér vin­sældirnar en fagna nú 36 árum

„Við leggjum aðal áherslu á stuðið,“ segja Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins sem saman mynda sögulegu sveitina Stjórnina. Stjórnin fagnar 36 árum í bransanum með tvennum stórtónleikum í lok september en blaðamaður tók púlsinn á tvíeykinu og fékk að heyra frá undirbúningnum.

Tónlist
Fréttamynd

Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn

Brasilíski tónlistarmaðurinn Sergio Mendes, sem hjálpaði til við alþjóðavæðingu bossa nova tónlistar á sjöunda áratugnum með hljómsveitinni Brasil '66, er látinn. Mendes var 83 ára gamall. 

Tónlist
Fréttamynd

Gáfu tón­dæmi af Barfly í beinni

Hljómsveitirnar Dikta og Jeff Who leiða saman hesta sína í Gamla bíó í kvöld og halda tvöfalda tónleika. Tíu ár eru síðan hljómsveitirnar spiluðu síðast saman á tónleikum. 

Tónlist
Fréttamynd

Hart barist á hundruð milljóna jóla­markaði

„IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ sagði Máni Pétursson skipuleggjandi jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll hróðugur fyrr í vikunni eftir að nítján þúsund miðar seldust á tónleikana. Það er stór fullyrðing, enda eru tónleikarnir langt frá því að vera einu jólatónleikar ársins. Hart er barist á hundruð milljóna jólamarkaði þar sem framboðið hefur aldrei verið eins mikið.

Lífið
Fréttamynd

Þetta eru liðin í Kviss

Spurningaþátturinn Kviss hefur göngu sína á ný annað kvöld undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Eins og í fyrri þáttaröðunum munu sextán lið mæta til leiks og keppa í útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari.

Lífið
Fréttamynd

Rich Homie Quan er allur

Bandaríski rapparinn Rich Homie Quan er látinn 33 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Atlanta í gær, en dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Lífið
Fréttamynd

Hljómi eins og ösku­bakki

Ástralski kántrísöngvarinn Keith Urban er yfir sig hrifinn af kollega sínum og stjörnunni Miley Cyrus. Hann hrósaði henni með frekar einkennilegum hætti í hlaðvarpsþætti nýverið þar sem hann sagði hana hljóma alveg eins og öskubakki.

Lífið
Fréttamynd

Bergur Einar og Helga Margrét orðin for­eldrar

Bergur Einar Dagbjartsson, trommuleikari í hljómsveitinni Vök, og Helga Margrét Höskuldsdóttir, dagskrárgerðar- íþróttafréttakona á RÚV, eignuðust stúlku þann 26. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

Lífið
Fréttamynd

Höfunda­lögin „þarfnast ástar“ til að virka

Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega.

Innlent
Fréttamynd

Þynnkan bar hópinn ofur­liði og Ína grét úr reiði

Það getur reynt á taugarnar þegar bestu vinkonurnar standa ekki við fyrirhuguð plön. Því fékk Ína María Einarsdóttir að kynnast þegar aðeins ein úr LXS genginu mætti í skipulagða loftbelgsferð í Marokkó. Hinar voru of þunnar og létu ekki sjá sig.

Lífið
Fréttamynd

Þegar ellefu ára Eivør sló í gegn

Þegar færeyska stórsöngkonan Eivør Pálsdóttir var einungis ellefu ára gömul kom hún fram í sjónvarpsþættinum Barnalotunni ásamt vinkonu sinni Petsi. Færeyska ríkisútvarpið Kringvarpið rifjar það upp og birtir myndband af þeim syngjandi vinkonum í tilefni af því að Eivör mætir í dag sem gestur í Barnaútvarpið.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir haustið

Umferðin er orðin þyngri, rigningin heldur áfram að heiðra okkur með nærveru sinni, laufin falla af trjánum, litapallettan breytist, skólabjöllurnar hringja og rútínan tekur yfir. Haustið er mætt í allri sinni dýrð og er árstíðin gjarnan í fararbroddi hinna þegar það kemur að tískubylgjum og nýjum stefnum og straumum. 

Lífið
Fréttamynd

Raygun þykir þetta mjög leiðin­legt

Ástralski breikdansarinn Rachael „Raygun“ Gunn hefur nú veitt sitt fyrsta viðtal eftir allt fjaðrafokið á Ólympíuleikunum í París þar sem tilþrif hennar urðu heimsfræg og efni í hvern samfélagsmiðlabrandarann á fætur öðrum.

Sport
Fréttamynd

Svikakvendið ætlar að dansa með stjörnunum

Rússneska svikakvendið Anna Sorokin, öðru nafni Anna Delvey, mun keppa í 33. þáttaröð af bandarísku dansþættinum Dancing with the stars. Dansfélagi hennar verður atvinnudansarinn Ezra Sosa.

Lífið