

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.
Uppskrift að einföldum blómkálsrétti með indversku ívafi.
Starf bókhaldarans getur verið ansi krefjandi og þá sérstaklega í glundroða ársskýrslna.
Tíunda hver fullorðin manneskja á Íslandi er með sykursýki af tegund 2. Það er ef tíðnin er eins og í löndunum í kringum okkur en skráningu er verulega ábótavant hér á landi og mikilvægt er að koma upp miðlægum gagnagrunni.
Oddrún hefur boðið upp á sín fjölbreyttu námskeið á nokkrum stöðum í gegnum árin en nú heldur hún sig í Heilsuborg og býður þessa dagana upp á tvenns konar námskeið, Morgunmatur og millimál og svo kvöldverðarnámskeið þar sem áhersla er lögð á að auka hlut grænmetis á disknum.
Oddrún Helga Símonardóttir hefur boðið landanum kennslu í ýmiss konar matseld undir nafninu Heilsumamman frá því hún útskrifaðist sem heilsumarkþjálfi árið 2013, nú er það m.a. morgunverðurinn sem hún einbeitir sér að.
Yfirlæknir segir að best sé að fara gætilega þegar skera á ávöxtinn.
Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt.
Skarð verður höggið í matarflóru borgarbúa á föstudaginn, ekki síst hjá veganfólki, þegar veitingastaðnum Rabbar barinn á Hlemmi verður lokað. Eigandi staðarins segir ástæðuna einfalda. Viðskiptavinir hafi ekki verið nægjanlega margir.
Hótel Örk er komin í jólaskapið og býður hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis að taka þátt í léttum leik. Í verðlaun er miði á glæsilegt jólahlaðborð.
Matarhátíð Reykjavíkur fer fram innandyra að þessu sinni.
Það er fátt betra en heit og matarmikil súpa þegar fer að kólna í veðri. Þessi saðsama súpa er laus við allar dýraafurðir og ætti því að höfða til sem flestra. Þá er hún að auki bæði holl og ódýr.
"Ég lít á keto sem ákveðin trúarbrögð. Ég tek eftir því þegar ég er einhversstaðar og fólk er á keto þá má alls ekki svindla og þráhyggjan verður svo mikil,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringafræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Borgarráð veitti á fundi sínum í síðustu viku heimild til að segja upp leigusamningi við núverandi leigutaka og efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina, með nýjum skilmálum.
Matarpakkafyrirtækið Einn, tveir & elda hefur nú hafið dreifingu um allt land í samstarfi við Samskip. Einn, tveir & elda er því fyrsta matarpakkafyrirtækið sem dreifir vörum sínum á alla landshluta.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði.
Fyrirtækið hefur nú tekið vöruna af markaði.
Með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna verður lögð meiri áhersla á gæði og hlúð betur að sérkennum og kjarna staðanna.
Í rökstuðningi nefndarinnar segir að innlend framleiðsla geti ekki annað eftirspurn á markaðnum og framboð sé því ekki nægilegt samkvæmt skilgreiningu búvörulaga.
Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum segja Hagkaup brjóta lög með sölu á tedrykk sem getur náð fjögurra prósenta áfengisstyrk vegna gerjunar. Verslunin hefur ekki vínveitingaleyfi,
Íbúar í Grafarvogi telja að einhver hafi rofið innsigli fernanna og bætt áfengi út í.
Brauðtertusamkeppni sem haldin var í fyrsta sinn í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt vakti mikla athygli og verðskuldaða ef marka má einn dómaranna, sjálfan Sigga Hall.
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis, segir embættið vonandi gefa út könnun í haust um mataræði fólks í skóla til að sjá hve stór hluti velji sér grænkerafæði.
Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti.
Alls hafa hátt í 19 milljónir manns horft á uppskrift að djúpsteiktri "Pizzadillu“ fylltri með BBQ kjúklingi frá því að Twitter-notandinn Yashar Ali vakti athygli á henni á Twitter. Uppskriftin þykir flókin og ákvað annar Twitter-notandi að prófa að fylgja henni skref fyrir skref. Útkoman var hræðileg.
Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna.
Sunneva Einarsdóttir er í hörkuformi og slær ekki slöku við í ræktinni. Fáir Íslendingar eru með fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlum og virðist fólk mjög forvitið um hennar hagi.
Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus.
Yfirvöld í Kólumbíu hafa lýst yfir neyðarástandi.
Formaður skipluagsráðs segir borgina ekki ætla að stýra fjölda veitingastaða.
Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería.