Svona var matseðillinn á Hótel Borg 1944 Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2020 12:31 Hótel Borg er 90 ára í dag. Í dag eru 90 ár liðin frá opnun Hótel Borgar við Austurvöll. Í tilefni dagsins verður opið hús á milli klukkan 16:30 og 19:00 og mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja sögu Hótel Borgar og leiða gesti um húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu Hótel Borgar. Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Ómar Guðjónson munu syngja og spila lögin sem ómað hafa á Hótel Borg í gegnum tíðina. Hótelið var opnað í maí 1930 eða rétt fyrir 1000 ára afmæli Alþingis. Það þótti mikið afrek en húsið var opnað 18 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Von var á miklum fjölda vegna Alþingshátíðarinnar, þar á meðal erlendu kóngafólki og var því mikið kappsmál að bjóða upp á gistingu sem myndi hæfa slíkum gestum. Jóhannes Jósefsson glímukappi, sem ætíð var kenndur við Borg, lagði allt sitt fé í að reisa Hótel Borg í Reykjavík og rak það næstu þrjátíu árin, eða þar til hann settist í helgan stein árið 1960. Jóhannes á Borg ásamt eiginkonu sinni Karólínu Amalíu Guðlaugsdóttur. Fjörutíu herbergja lúxushótelið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og voru húsakynnin glæsilegri en fólk átti að venjast hér á landi. Mikið var lagt í alla innanstokksmuni, skreytingar, borðbúnað og listmuni. Lengi vel var Borgin eina löglega vínveitingahúsið á landinu og lykilstofnun í öllu skemmtanalífi og tónlistarsögu hér á landi. Allar fínni samkomur voru haldnar á Borginni og það er ekki fyrr en í kringum 1950 að það fleiri valkostir verða mögulegir. Þegar breski herinn gekk hér á land þann 10. maí 1940 lagði hann undir sig Hótel Borg ásamt fleiri byggingar eins og Austurbæjarskóla, Miðbæjarskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hótel Borg hefur að geyma mikla sögu og hafa flestir Íslendingar einhverjar minningar þaðan. Í dag er Hótel Borg eitt af hótelum Keahótela sem reka tíu hótel um land allt. Hér að neðan má sjá hvernig matseðillinn leit út á Hótel Borg fyrir nokkrum áratugum. Matseðillinn árið 1944. Matseðillinn árið 1953. Tímamót Matur Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Í dag eru 90 ár liðin frá opnun Hótel Borgar við Austurvöll. Í tilefni dagsins verður opið hús á milli klukkan 16:30 og 19:00 og mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja sögu Hótel Borgar og leiða gesti um húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu Hótel Borgar. Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Ómar Guðjónson munu syngja og spila lögin sem ómað hafa á Hótel Borg í gegnum tíðina. Hótelið var opnað í maí 1930 eða rétt fyrir 1000 ára afmæli Alþingis. Það þótti mikið afrek en húsið var opnað 18 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Von var á miklum fjölda vegna Alþingshátíðarinnar, þar á meðal erlendu kóngafólki og var því mikið kappsmál að bjóða upp á gistingu sem myndi hæfa slíkum gestum. Jóhannes Jósefsson glímukappi, sem ætíð var kenndur við Borg, lagði allt sitt fé í að reisa Hótel Borg í Reykjavík og rak það næstu þrjátíu árin, eða þar til hann settist í helgan stein árið 1960. Jóhannes á Borg ásamt eiginkonu sinni Karólínu Amalíu Guðlaugsdóttur. Fjörutíu herbergja lúxushótelið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og voru húsakynnin glæsilegri en fólk átti að venjast hér á landi. Mikið var lagt í alla innanstokksmuni, skreytingar, borðbúnað og listmuni. Lengi vel var Borgin eina löglega vínveitingahúsið á landinu og lykilstofnun í öllu skemmtanalífi og tónlistarsögu hér á landi. Allar fínni samkomur voru haldnar á Borginni og það er ekki fyrr en í kringum 1950 að það fleiri valkostir verða mögulegir. Þegar breski herinn gekk hér á land þann 10. maí 1940 lagði hann undir sig Hótel Borg ásamt fleiri byggingar eins og Austurbæjarskóla, Miðbæjarskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hótel Borg hefur að geyma mikla sögu og hafa flestir Íslendingar einhverjar minningar þaðan. Í dag er Hótel Borg eitt af hótelum Keahótela sem reka tíu hótel um land allt. Hér að neðan má sjá hvernig matseðillinn leit út á Hótel Borg fyrir nokkrum áratugum. Matseðillinn árið 1944. Matseðillinn árið 1953.
Tímamót Matur Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira