Svona var matseðillinn á Hótel Borg 1944 Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2020 12:31 Hótel Borg er 90 ára í dag. Í dag eru 90 ár liðin frá opnun Hótel Borgar við Austurvöll. Í tilefni dagsins verður opið hús á milli klukkan 16:30 og 19:00 og mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja sögu Hótel Borgar og leiða gesti um húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu Hótel Borgar. Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Ómar Guðjónson munu syngja og spila lögin sem ómað hafa á Hótel Borg í gegnum tíðina. Hótelið var opnað í maí 1930 eða rétt fyrir 1000 ára afmæli Alþingis. Það þótti mikið afrek en húsið var opnað 18 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Von var á miklum fjölda vegna Alþingshátíðarinnar, þar á meðal erlendu kóngafólki og var því mikið kappsmál að bjóða upp á gistingu sem myndi hæfa slíkum gestum. Jóhannes Jósefsson glímukappi, sem ætíð var kenndur við Borg, lagði allt sitt fé í að reisa Hótel Borg í Reykjavík og rak það næstu þrjátíu árin, eða þar til hann settist í helgan stein árið 1960. Jóhannes á Borg ásamt eiginkonu sinni Karólínu Amalíu Guðlaugsdóttur. Fjörutíu herbergja lúxushótelið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og voru húsakynnin glæsilegri en fólk átti að venjast hér á landi. Mikið var lagt í alla innanstokksmuni, skreytingar, borðbúnað og listmuni. Lengi vel var Borgin eina löglega vínveitingahúsið á landinu og lykilstofnun í öllu skemmtanalífi og tónlistarsögu hér á landi. Allar fínni samkomur voru haldnar á Borginni og það er ekki fyrr en í kringum 1950 að það fleiri valkostir verða mögulegir. Þegar breski herinn gekk hér á land þann 10. maí 1940 lagði hann undir sig Hótel Borg ásamt fleiri byggingar eins og Austurbæjarskóla, Miðbæjarskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hótel Borg hefur að geyma mikla sögu og hafa flestir Íslendingar einhverjar minningar þaðan. Í dag er Hótel Borg eitt af hótelum Keahótela sem reka tíu hótel um land allt. Hér að neðan má sjá hvernig matseðillinn leit út á Hótel Borg fyrir nokkrum áratugum. Matseðillinn árið 1944. Matseðillinn árið 1953. Tímamót Matur Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Í dag eru 90 ár liðin frá opnun Hótel Borgar við Austurvöll. Í tilefni dagsins verður opið hús á milli klukkan 16:30 og 19:00 og mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja sögu Hótel Borgar og leiða gesti um húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu Hótel Borgar. Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Ómar Guðjónson munu syngja og spila lögin sem ómað hafa á Hótel Borg í gegnum tíðina. Hótelið var opnað í maí 1930 eða rétt fyrir 1000 ára afmæli Alþingis. Það þótti mikið afrek en húsið var opnað 18 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Von var á miklum fjölda vegna Alþingshátíðarinnar, þar á meðal erlendu kóngafólki og var því mikið kappsmál að bjóða upp á gistingu sem myndi hæfa slíkum gestum. Jóhannes Jósefsson glímukappi, sem ætíð var kenndur við Borg, lagði allt sitt fé í að reisa Hótel Borg í Reykjavík og rak það næstu þrjátíu árin, eða þar til hann settist í helgan stein árið 1960. Jóhannes á Borg ásamt eiginkonu sinni Karólínu Amalíu Guðlaugsdóttur. Fjörutíu herbergja lúxushótelið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og voru húsakynnin glæsilegri en fólk átti að venjast hér á landi. Mikið var lagt í alla innanstokksmuni, skreytingar, borðbúnað og listmuni. Lengi vel var Borgin eina löglega vínveitingahúsið á landinu og lykilstofnun í öllu skemmtanalífi og tónlistarsögu hér á landi. Allar fínni samkomur voru haldnar á Borginni og það er ekki fyrr en í kringum 1950 að það fleiri valkostir verða mögulegir. Þegar breski herinn gekk hér á land þann 10. maí 1940 lagði hann undir sig Hótel Borg ásamt fleiri byggingar eins og Austurbæjarskóla, Miðbæjarskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hótel Borg hefur að geyma mikla sögu og hafa flestir Íslendingar einhverjar minningar þaðan. Í dag er Hótel Borg eitt af hótelum Keahótela sem reka tíu hótel um land allt. Hér að neðan má sjá hvernig matseðillinn leit út á Hótel Borg fyrir nokkrum áratugum. Matseðillinn árið 1944. Matseðillinn árið 1953.
Tímamót Matur Reykjavík Einu sinni var... Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira