Eva Laufey er nú á ferðinni um landið á Matarbílnum og kynnir sér nýsköpun í matargerð. Á hverjum stað útbýr Eva Laufey eitthvað girnilegt úr hráefni úr héraði og blæs til veislu. Nú er í gangi stórskemmtilegur gjafaleikur með samstarfsaðilum Stöðvar 2.
Taktu mynd af þér með Matarbíl Evu og merktu myndina með myllumerkinu #matarbillevu á samfélagsmiðlum og þú kemst í pottinn.
Frábærir vinningar í boði
Geosea Sjóböðin Húsavík gefa fjölskyldugjafabréf sem veitir aðgang að böðunum fyrir fjóra. North Sailing Hvalaskoðun á Húsavík gefur fjölskyldugjafabréf og Hagkaup gefur gjafakörfur, Mjólkursamsalan gefur gjafakörfur, ZO•ON Iceland gefur gjafabréf og þá gefa Pottagaldrar ehf gjafabréf, Hey Iceland gefur gistingu og Brauð&co gefur brunchveislur, Glacier Lagoon - Jökulsárlón gefur zodiac ferð fyrir fjóra og hjólabátaferð fyrir fjóra.
Hvar er bíllinn?
Fylgjast má með ferðum Matarbíls Evu á instagram Stöðvar 2 en í dag, 16 júní er Matarbíllinn á ferðinni á Höfn í Hornafirði.
Þann 17. júní verður bíllinn á Egilsstöðum.
þann 19. Júní verður bíllinn á ferðinni á Húsavík.
Dregið verður úr pottinum laugardaginn 20. Júní