Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Nei eða Já: „Verðum eigin­­lega að fá Lakers inn í þetta“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball.

Körfubolti
Fréttamynd

„Pínu fá­rán­legt hversu skringi­lega þeir byrjuðu tíma­bilið“

Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00.

Körfubolti
Fréttamynd

Kevin Durant meiddist á hné

Kevin Durant fer í myndatöku í dag eftir að hafa meiðst á hné í sigurleik Brooklyn Nets á Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Axel og félagar aftur á sigurbraut

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro eru komnir aftur á sigurbraut eftir að liðið vann öruggan 29 stiga sigur gegn Treviso í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 101-72.

Körfubolti
Fréttamynd

Sara setti átta í mikilvægum sigri

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átta stig fyrir Faenza er liðið vann góðan tíu stiga sigur gegn Libertas Moncalieri í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 72-62.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli“

Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, körfuboltadómari, lagði flautuna á hilluna í síðasta mánuði. Ástæðan er svívirðingar, dónaskapur og persónuníð. Formaður dómaranefndar KKÍ, Jón Bender, segir starfsumhverfið óboðlegt og undanskilur ekki yngri flokka.

Körfubolti
Fréttamynd

„Er mættur til að vinna bikarinn“

Stjarnan tapaði gegn Val eftir framlengdan leik 76-80. Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni í aðdraganda leiks en hann fór á lán til Stjörnunnar frá Hrunamönnum en mun leika með Hrunamönnum annað kvöld. 

Sport