„Þeir bara börðu okkur út úr þessu“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 23. maí 2024 22:17 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Pawel Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal til Andra Más eftir stórt tap gegn Valsmönnum í kvöld en hann sagði sína menn hafa orðið undir í baráttu og ákefð að þessu sinni. „Svona í fljótu bragði þá bara erum við í vandræðum með að skora boltanum, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann. Svo finnst mér Valsararnir bara vera miklu miklu grimmari en við í öllu sem þeir eru að gera. Það vantar alla orku og vilja í okkar leik.“ „Við hittum illa og eigum í vandræðum með að skora en við eigum í erfiðleikum með að halda okkur í „mómentinu“. Skotin bara koma og fara en við getum alltaf lagt á okkur og sett eitthvað framlag og sett einhvern kraft í það sem við erum að gera en það var bara langt frá því að vera þannig og því fór sem fór.“ Jóhanni fannst sínir menn brotna full snemma við mótlæti í kvöld. „Valsararnir eiga bara fyrsta höggið, annað og þriðja og við bara gefumst upp. Hvað útskýrir það, ég er svo sem ekki með það á hreinu. En þetta er bara einn leikur. Við vorum flengdir hér í kvöld. Nú er bara okkar að setja hausinn upp og mæta klárir á sunnudaginn og taka þann leik.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 37-37, og var Jóhann nokkuð ánægður með leikinn fram að þeim tímapunkti og fannst í raun aðeins vanta herslumuninn, en hann kom aldrei heldur þvert á móti. „Mér leið mjög vel með þetta í hálfleik. Okkur vantaði eitthvað smá bara í viðbót, eitt tvö stopp. Bara að setja skotinn þegar þeir klukka teiginn svona. Þá hefðum við komist á skrið og mögulega verið eitthvað aðeins yfir í hálfleik en það var ekki þannig. Við ræddum þetta í hálfleik að fyrstu fimm mínúturnar væru það sem skiptu máli. Þeir bara börðu okkur út úr þessu, það vantaði allan kraft í okkur.“ Jóhann tók leikhlé í þriðja leikhluta þar sem hann lét sína menn heyra það en virtist ekki ná að koma skilaboðum sínum áleiðis. „X og O og allt það skiptir máli þegar það er komið svona langt í þessu. Þegar leikmenn eru ekki, einfalt dæmi, við mætum hérna með ákveðið plan varnarlega og við gefum því aldrei séns. Fyrir þjálfarann er það mjög svekkjandi, þeir gefa mér ekki einu sinni séns á að líta illa út. Það er fúlt“ DeAndre Kane átti hræðilegan leik í kvöld, hauskúpuleik eins og Andri orðaði það, en Jóhann hafði ekki miklar áhyggjur af því upp á framtíðina að gera. „Þeir náttúrulega settu Kristó á hann og allt það. Svona er þetta bara, hann hitti illa. Átti hauskúpuleik og allt það, ekkert sem ég hef áhyggjur af, alls ekki.“ „Planið okkar er þannig að við þurfum að hreyfa boltann sóknarlega. Hann hefur náttúrulega gert mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum. Var ekki góður í kvöld. Á móti kemur er Dedrick alveg í takti lungan úr leiknum. Við getum alveg staðið hérna og rætt þetta í allt kvöld en hundurinn liggur grafinn þar að við erum undir í öllu sem heitir baráttu og „effort“ og allt það og því fór sem fór.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
„Svona í fljótu bragði þá bara erum við í vandræðum með að skora boltanum, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann. Svo finnst mér Valsararnir bara vera miklu miklu grimmari en við í öllu sem þeir eru að gera. Það vantar alla orku og vilja í okkar leik.“ „Við hittum illa og eigum í vandræðum með að skora en við eigum í erfiðleikum með að halda okkur í „mómentinu“. Skotin bara koma og fara en við getum alltaf lagt á okkur og sett eitthvað framlag og sett einhvern kraft í það sem við erum að gera en það var bara langt frá því að vera þannig og því fór sem fór.“ Jóhanni fannst sínir menn brotna full snemma við mótlæti í kvöld. „Valsararnir eiga bara fyrsta höggið, annað og þriðja og við bara gefumst upp. Hvað útskýrir það, ég er svo sem ekki með það á hreinu. En þetta er bara einn leikur. Við vorum flengdir hér í kvöld. Nú er bara okkar að setja hausinn upp og mæta klárir á sunnudaginn og taka þann leik.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 37-37, og var Jóhann nokkuð ánægður með leikinn fram að þeim tímapunkti og fannst í raun aðeins vanta herslumuninn, en hann kom aldrei heldur þvert á móti. „Mér leið mjög vel með þetta í hálfleik. Okkur vantaði eitthvað smá bara í viðbót, eitt tvö stopp. Bara að setja skotinn þegar þeir klukka teiginn svona. Þá hefðum við komist á skrið og mögulega verið eitthvað aðeins yfir í hálfleik en það var ekki þannig. Við ræddum þetta í hálfleik að fyrstu fimm mínúturnar væru það sem skiptu máli. Þeir bara börðu okkur út úr þessu, það vantaði allan kraft í okkur.“ Jóhann tók leikhlé í þriðja leikhluta þar sem hann lét sína menn heyra það en virtist ekki ná að koma skilaboðum sínum áleiðis. „X og O og allt það skiptir máli þegar það er komið svona langt í þessu. Þegar leikmenn eru ekki, einfalt dæmi, við mætum hérna með ákveðið plan varnarlega og við gefum því aldrei séns. Fyrir þjálfarann er það mjög svekkjandi, þeir gefa mér ekki einu sinni séns á að líta illa út. Það er fúlt“ DeAndre Kane átti hræðilegan leik í kvöld, hauskúpuleik eins og Andri orðaði það, en Jóhann hafði ekki miklar áhyggjur af því upp á framtíðina að gera. „Þeir náttúrulega settu Kristó á hann og allt það. Svona er þetta bara, hann hitti illa. Átti hauskúpuleik og allt það, ekkert sem ég hef áhyggjur af, alls ekki.“ „Planið okkar er þannig að við þurfum að hreyfa boltann sóknarlega. Hann hefur náttúrulega gert mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum. Var ekki góður í kvöld. Á móti kemur er Dedrick alveg í takti lungan úr leiknum. Við getum alveg staðið hérna og rætt þetta í allt kvöld en hundurinn liggur grafinn þar að við erum undir í öllu sem heitir baráttu og „effort“ og allt það og því fór sem fór.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira