Hlaðvarpsvinur LeBron líklegastur til að taka við Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2024 07:00 Næsti þjálfari Lakers? Mitchell Leff/Getty Images Leikmaðurinn fyrrverandi Jonathan Clay „JJ“ Reddick hefur óvænt verið orðaður við þjálfarastöðu Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Það vekur athygli þar sem undanfarnar vikur hefur hann haldið úti hlaðvarpi með LeBron James, skærustu stjörnu Lakers. Reddick og LeBron eru fæddir árið 1984 og verða því fertugir á árinu. Á meðan Reddick hefur lagt skóna á hilluna og snúið sér að leikgreiningu í sjónvarpi sem og hlaðvarpi þá er LeBron enn í fullu fjöri með Lakers. Reddick lék alls 15 tímabil í NBA-deildinni. Hann var leikmaður Orlando Magic frá 2006 til 2013. Þaðan fór hann til Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers, Philadelphia 76ers, New Orleans Pelicans og loks Dallas Mavericks áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2021. Síðan hefur hefur hann starfað fyrir ESPN. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Reddick gæti fært sig yfir í þjálfun. LeBron og félagar eru í þjálfaraleit en Darvin Ham var látinn taka poka sinn eftir að Lakers tapaði fyrir Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Félagið hefur fengið hinn goðsagnakennda Coach K, Mike Krzyzewski, til aðstoða sig við leitina. Sá þjálfaði háskólalið Duke frá 1980 til 2021 en það er skólinn sem Reddick spilaði fyrir á sínum tíma. Það hefur verið staðfest að Reddick sé meðal þeirra nafna sem eru á blaði hjá Lakers en nú hafa Jovan Buha, sérfræðingur The Athletic um Lakers, og hinn áreiðanlegi Shams Charania gefið til kynna að hann sé líklegasti kosturinn eins og staðan er í dag. The Lakers have begun meetings to discuss their head coaching job, interviewing JJ Redick, New Orleans’ James Borrego and Boston’s Sam Cassell, sources tell me and @ShamsCharania. More interviews to come.The latest at @TheAthletic: https://t.co/JGjkYPW4p3— Jovan Buha (@jovanbuha) May 21, 2024 Samkvæmt Buha og Charania er orðið á götunni að Lakers hafi trú á því að Reddick gæti fetað í fótspor Pat Riley. Sá var einnig leikmaður og hafði starfað í fjölmiðlum áður en hann gerðist þjálfari. Riley byrjaði reyndar sem aðstoðarþjálfari Lakers, og varð meistari sem slíkur, áður en hann tók við liðinu og vann fjóra titla til viðbótar. Riley endurtók svo leikinn með Miami Heat árið 2006 og starfar enn þann í dag fyrir félagið. Þau sem valdið hafa hjá Lakers trúa að Reddick búi yfir svipuðum eiginleikum og Riley. Þá trúa þau einnig að hann gæti hjálpað liðinu til skamms tíma og ef vel fer þá gæti hann stýrt því næstu árin. Reddick hefur undanfarnar vikur haldið úti hlaðvarpinu Mind the Game með LeBron. Þar sitja þeir félagar og ræða körfubolta í þaula ásamt því að gæða sér á rauðvíni. Þegar hlaðvarpið fór fyrst af stað var grínast með það að LeBron væri að undirbúa Reddick fyrir þjálfarastarf Lakers. Nú virðist hreinlega sem það gæti orðið að veruleika. Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Sjá meira
Reddick og LeBron eru fæddir árið 1984 og verða því fertugir á árinu. Á meðan Reddick hefur lagt skóna á hilluna og snúið sér að leikgreiningu í sjónvarpi sem og hlaðvarpi þá er LeBron enn í fullu fjöri með Lakers. Reddick lék alls 15 tímabil í NBA-deildinni. Hann var leikmaður Orlando Magic frá 2006 til 2013. Þaðan fór hann til Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers, Philadelphia 76ers, New Orleans Pelicans og loks Dallas Mavericks áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2021. Síðan hefur hefur hann starfað fyrir ESPN. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Reddick gæti fært sig yfir í þjálfun. LeBron og félagar eru í þjálfaraleit en Darvin Ham var látinn taka poka sinn eftir að Lakers tapaði fyrir Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Félagið hefur fengið hinn goðsagnakennda Coach K, Mike Krzyzewski, til aðstoða sig við leitina. Sá þjálfaði háskólalið Duke frá 1980 til 2021 en það er skólinn sem Reddick spilaði fyrir á sínum tíma. Það hefur verið staðfest að Reddick sé meðal þeirra nafna sem eru á blaði hjá Lakers en nú hafa Jovan Buha, sérfræðingur The Athletic um Lakers, og hinn áreiðanlegi Shams Charania gefið til kynna að hann sé líklegasti kosturinn eins og staðan er í dag. The Lakers have begun meetings to discuss their head coaching job, interviewing JJ Redick, New Orleans’ James Borrego and Boston’s Sam Cassell, sources tell me and @ShamsCharania. More interviews to come.The latest at @TheAthletic: https://t.co/JGjkYPW4p3— Jovan Buha (@jovanbuha) May 21, 2024 Samkvæmt Buha og Charania er orðið á götunni að Lakers hafi trú á því að Reddick gæti fetað í fótspor Pat Riley. Sá var einnig leikmaður og hafði starfað í fjölmiðlum áður en hann gerðist þjálfari. Riley byrjaði reyndar sem aðstoðarþjálfari Lakers, og varð meistari sem slíkur, áður en hann tók við liðinu og vann fjóra titla til viðbótar. Riley endurtók svo leikinn með Miami Heat árið 2006 og starfar enn þann í dag fyrir félagið. Þau sem valdið hafa hjá Lakers trúa að Reddick búi yfir svipuðum eiginleikum og Riley. Þá trúa þau einnig að hann gæti hjálpað liðinu til skamms tíma og ef vel fer þá gæti hann stýrt því næstu árin. Reddick hefur undanfarnar vikur haldið úti hlaðvarpinu Mind the Game með LeBron. Þar sitja þeir félagar og ræða körfubolta í þaula ásamt því að gæða sér á rauðvíni. Þegar hlaðvarpið fór fyrst af stað var grínast með það að LeBron væri að undirbúa Reddick fyrir þjálfarastarf Lakers. Nú virðist hreinlega sem það gæti orðið að veruleika.
Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Sjá meira