Óhræddur við Kane: „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2024 15:02 Kári Jónsson og DeAndre Kane skiptast á orðum. stöð 2 sport Kári Jónsson kveðst ánægður að vera kominn aftur út á gólfið eftir löng meiðsli. Kári og félagar hans í Val mæta Grindavík í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Kári segist ekki vera smeykur við Grindvíkinginn DeAndre Kane. Þriðji leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18:30. Kári settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds, fyrir þriðja leikinn og ræddi um úrslitaeinvígið. Kane hefur farið hamförum í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði samtals 72 stig í þeim. Sá bandaríski er stór og mikill karakter en þrátt fyrir það svarar Kári honum fullum hálsi. „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig og fer ekkert rosalega mikið út í það. En þetta er skemmtilegt. Við erum að keppa og það er rosalega marga þarna inni á vellinum sem langar að vinna og gera mikið til þess,“ sagði Kári. „Svo lengi sem menn hafa gaman og það er jákvæð samkeppni er þetta hrikalega gaman. Hann er búinn að vera geggjaður í þessum tveimur leikjum og hann á mikið hrós skilið fyrir það. Við þurfum að finna fleiri lausnir til að hægja á honum. Ég held að það sé enginn að fara að stoppa þennan mann en við þurfum að hægja á honum og ýta kannski í erfiðari aðgerðir og svoleiðis. Þetta er hrikaleg skemmtileg viðureign og gaman að kljást við þetta.“ Klippa: Viðtal við Kára Jónsson Kári spilaði aðeins fjóra deildarleiki með Val í vetur og hafði ekki spilað síðan 10. nóvember þegar hann sneri aftur á völlinn fyrir fyrsta leikinn gegn Grindavík á föstudaginn. „Maður gleymir sér þegar maður er kominn inn á. Ég hafði smá áhyggjur fyrir fyrsta leikinn. Ég vissi ekki alveg hvað maður væri að fara út í og myndi höndla og líkaminn gæti staðið. En mér ég koma vel út úr því. Ég er búinn að gera vel, bæði í öllum undirbúningi og svo fór ég í aðgerð. Það er mikil vinna,“ sagði Kári. „Auðvitað er svolítið erfitt að vera á æfingu á þriðjudegi eða miðvikudegi á móti unglingaflokki og svo að spila í lokaúrslitum. Það er aðeins stökk en bara gaman og mér finnst ég hafa höndlað það ágætlega og er nokkuð ferskur.“ Kári skoraði átta stig í fyrstu tveimur leikjum einvígsins og gaf samtals níu stoðsendingar. Horfa má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Þriðji leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18:30. Kári settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds, fyrir þriðja leikinn og ræddi um úrslitaeinvígið. Kane hefur farið hamförum í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði samtals 72 stig í þeim. Sá bandaríski er stór og mikill karakter en þrátt fyrir það svarar Kári honum fullum hálsi. „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig og fer ekkert rosalega mikið út í það. En þetta er skemmtilegt. Við erum að keppa og það er rosalega marga þarna inni á vellinum sem langar að vinna og gera mikið til þess,“ sagði Kári. „Svo lengi sem menn hafa gaman og það er jákvæð samkeppni er þetta hrikalega gaman. Hann er búinn að vera geggjaður í þessum tveimur leikjum og hann á mikið hrós skilið fyrir það. Við þurfum að finna fleiri lausnir til að hægja á honum. Ég held að það sé enginn að fara að stoppa þennan mann en við þurfum að hægja á honum og ýta kannski í erfiðari aðgerðir og svoleiðis. Þetta er hrikaleg skemmtileg viðureign og gaman að kljást við þetta.“ Klippa: Viðtal við Kára Jónsson Kári spilaði aðeins fjóra deildarleiki með Val í vetur og hafði ekki spilað síðan 10. nóvember þegar hann sneri aftur á völlinn fyrir fyrsta leikinn gegn Grindavík á föstudaginn. „Maður gleymir sér þegar maður er kominn inn á. Ég hafði smá áhyggjur fyrir fyrsta leikinn. Ég vissi ekki alveg hvað maður væri að fara út í og myndi höndla og líkaminn gæti staðið. En mér ég koma vel út úr því. Ég er búinn að gera vel, bæði í öllum undirbúningi og svo fór ég í aðgerð. Það er mikil vinna,“ sagði Kári. „Auðvitað er svolítið erfitt að vera á æfingu á þriðjudegi eða miðvikudegi á móti unglingaflokki og svo að spila í lokaúrslitum. Það er aðeins stökk en bara gaman og mér finnst ég hafa höndlað það ágætlega og er nokkuð ferskur.“ Kári skoraði átta stig í fyrstu tveimur leikjum einvígsins og gaf samtals níu stoðsendingar. Horfa má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira