„Við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 11:30 Kristófer átti gríðargóðan leik á báðum endum vallarins í gærkvöldi. vísir / anton brink Kristófer Acox sýndi frábæra frammistöðu í öruggum sigri Vals gegn Grindavík í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og var valinn PlayAir leiksins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Valur var með yfirhöndina allan síðasta leik en missti sigurinn frá sér í fjórða leikhluta. Kristófer sagði liðið staðráðið í að bæta upp fyrir það og vinna þriðja leikinn. „Við vissum að liðið sem tapar leik þrjú er komið með bakið upp við vegg. Það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu og við vildum að sjálfsögðu verja heimavöllinn. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum.“ „Auðvitað sat þetta aðeins í manni en við vissum bara að við ætluðum að koma í dag og gera upp fyrir þetta tap og gefa okkur séns að klára þetta á sunnudaginn.“ Vörnin vinnur titla Valsvörnin er ein sú albesta í deildinni. Þeir héldu Grindvíkingum í 62 stigum í gær, fyrir það hafði Grindavík minnst skorað 78 stig í leik á tímabilinu. „Við spilum kannski ekki fallegasta körfuboltann. Okkar einkenni er góð vörn og við getum haldið liðum í lágu skori eins og við gerðum í kvöld. Gamla góða klisjan, það er vörnin sem vinnur titla og við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir.“ Troðslurnar trylla lýðinn Stefán Árni rifjaði þá upp orð sem Hörður Unnsteinsson, lýsandi leiksins, lét falla: „þegar Kristó treður þá treður hann fast.“ „Ég veit að þetta gefur liðinu mikla orku og gefur crowdinu mikið að sjá mig rífa mig upp og hamra honum í körfuna. Þegar maður hefur tækifæri til að gera það reynir maður að gera það eins oft og maður getur, meðan hnén höndla það.“ Geta klárað þetta í Smáranum á sunnudag Stemningin í úrslitaeinvíginu hefur verið algjörlega stórkostleg. Húsfylli á öllum leikjum og trylltir aðdáendur á pöllunum. Næsti leikur fer fram á heimavelli Grindavíkur í Smáranum og þar getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „[Tilfinningin] er auðvitað góð að vita að við getum klárað þetta á sunnudaginn. Þetta verður samt bara annað stríð og við vitum að þetta verður alls ekki auðvelt. Það er gríðarleg stemning þarna í Smáranum og við fundum fyrir því síðustu mínúturnar í leik tvö. Við verðum bara að mæta og spila eins og við séum undir.“ Klippa: PlayAir leiksins: Kristófer Acox Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Valur var með yfirhöndina allan síðasta leik en missti sigurinn frá sér í fjórða leikhluta. Kristófer sagði liðið staðráðið í að bæta upp fyrir það og vinna þriðja leikinn. „Við vissum að liðið sem tapar leik þrjú er komið með bakið upp við vegg. Það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu og við vildum að sjálfsögðu verja heimavöllinn. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum.“ „Auðvitað sat þetta aðeins í manni en við vissum bara að við ætluðum að koma í dag og gera upp fyrir þetta tap og gefa okkur séns að klára þetta á sunnudaginn.“ Vörnin vinnur titla Valsvörnin er ein sú albesta í deildinni. Þeir héldu Grindvíkingum í 62 stigum í gær, fyrir það hafði Grindavík minnst skorað 78 stig í leik á tímabilinu. „Við spilum kannski ekki fallegasta körfuboltann. Okkar einkenni er góð vörn og við getum haldið liðum í lágu skori eins og við gerðum í kvöld. Gamla góða klisjan, það er vörnin sem vinnur titla og við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir.“ Troðslurnar trylla lýðinn Stefán Árni rifjaði þá upp orð sem Hörður Unnsteinsson, lýsandi leiksins, lét falla: „þegar Kristó treður þá treður hann fast.“ „Ég veit að þetta gefur liðinu mikla orku og gefur crowdinu mikið að sjá mig rífa mig upp og hamra honum í körfuna. Þegar maður hefur tækifæri til að gera það reynir maður að gera það eins oft og maður getur, meðan hnén höndla það.“ Geta klárað þetta í Smáranum á sunnudag Stemningin í úrslitaeinvíginu hefur verið algjörlega stórkostleg. Húsfylli á öllum leikjum og trylltir aðdáendur á pöllunum. Næsti leikur fer fram á heimavelli Grindavíkur í Smáranum og þar getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „[Tilfinningin] er auðvitað góð að vita að við getum klárað þetta á sunnudaginn. Þetta verður samt bara annað stríð og við vitum að þetta verður alls ekki auðvelt. Það er gríðarleg stemning þarna í Smáranum og við fundum fyrir því síðustu mínúturnar í leik tvö. Við verðum bara að mæta og spila eins og við séum undir.“ Klippa: PlayAir leiksins: Kristófer Acox Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira