„Við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 11:30 Kristófer átti gríðargóðan leik á báðum endum vallarins í gærkvöldi. vísir / anton brink Kristófer Acox sýndi frábæra frammistöðu í öruggum sigri Vals gegn Grindavík í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og var valinn PlayAir leiksins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Valur var með yfirhöndina allan síðasta leik en missti sigurinn frá sér í fjórða leikhluta. Kristófer sagði liðið staðráðið í að bæta upp fyrir það og vinna þriðja leikinn. „Við vissum að liðið sem tapar leik þrjú er komið með bakið upp við vegg. Það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu og við vildum að sjálfsögðu verja heimavöllinn. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum.“ „Auðvitað sat þetta aðeins í manni en við vissum bara að við ætluðum að koma í dag og gera upp fyrir þetta tap og gefa okkur séns að klára þetta á sunnudaginn.“ Vörnin vinnur titla Valsvörnin er ein sú albesta í deildinni. Þeir héldu Grindvíkingum í 62 stigum í gær, fyrir það hafði Grindavík minnst skorað 78 stig í leik á tímabilinu. „Við spilum kannski ekki fallegasta körfuboltann. Okkar einkenni er góð vörn og við getum haldið liðum í lágu skori eins og við gerðum í kvöld. Gamla góða klisjan, það er vörnin sem vinnur titla og við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir.“ Troðslurnar trylla lýðinn Stefán Árni rifjaði þá upp orð sem Hörður Unnsteinsson, lýsandi leiksins, lét falla: „þegar Kristó treður þá treður hann fast.“ „Ég veit að þetta gefur liðinu mikla orku og gefur crowdinu mikið að sjá mig rífa mig upp og hamra honum í körfuna. Þegar maður hefur tækifæri til að gera það reynir maður að gera það eins oft og maður getur, meðan hnén höndla það.“ Geta klárað þetta í Smáranum á sunnudag Stemningin í úrslitaeinvíginu hefur verið algjörlega stórkostleg. Húsfylli á öllum leikjum og trylltir aðdáendur á pöllunum. Næsti leikur fer fram á heimavelli Grindavíkur í Smáranum og þar getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „[Tilfinningin] er auðvitað góð að vita að við getum klárað þetta á sunnudaginn. Þetta verður samt bara annað stríð og við vitum að þetta verður alls ekki auðvelt. Það er gríðarleg stemning þarna í Smáranum og við fundum fyrir því síðustu mínúturnar í leik tvö. Við verðum bara að mæta og spila eins og við séum undir.“ Klippa: PlayAir leiksins: Kristófer Acox Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira
Valur var með yfirhöndina allan síðasta leik en missti sigurinn frá sér í fjórða leikhluta. Kristófer sagði liðið staðráðið í að bæta upp fyrir það og vinna þriðja leikinn. „Við vissum að liðið sem tapar leik þrjú er komið með bakið upp við vegg. Það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu og við vildum að sjálfsögðu verja heimavöllinn. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum.“ „Auðvitað sat þetta aðeins í manni en við vissum bara að við ætluðum að koma í dag og gera upp fyrir þetta tap og gefa okkur séns að klára þetta á sunnudaginn.“ Vörnin vinnur titla Valsvörnin er ein sú albesta í deildinni. Þeir héldu Grindvíkingum í 62 stigum í gær, fyrir það hafði Grindavík minnst skorað 78 stig í leik á tímabilinu. „Við spilum kannski ekki fallegasta körfuboltann. Okkar einkenni er góð vörn og við getum haldið liðum í lágu skori eins og við gerðum í kvöld. Gamla góða klisjan, það er vörnin sem vinnur titla og við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir.“ Troðslurnar trylla lýðinn Stefán Árni rifjaði þá upp orð sem Hörður Unnsteinsson, lýsandi leiksins, lét falla: „þegar Kristó treður þá treður hann fast.“ „Ég veit að þetta gefur liðinu mikla orku og gefur crowdinu mikið að sjá mig rífa mig upp og hamra honum í körfuna. Þegar maður hefur tækifæri til að gera það reynir maður að gera það eins oft og maður getur, meðan hnén höndla það.“ Geta klárað þetta í Smáranum á sunnudag Stemningin í úrslitaeinvíginu hefur verið algjörlega stórkostleg. Húsfylli á öllum leikjum og trylltir aðdáendur á pöllunum. Næsti leikur fer fram á heimavelli Grindavíkur í Smáranum og þar getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „[Tilfinningin] er auðvitað góð að vita að við getum klárað þetta á sunnudaginn. Þetta verður samt bara annað stríð og við vitum að þetta verður alls ekki auðvelt. Það er gríðarleg stemning þarna í Smáranum og við fundum fyrir því síðustu mínúturnar í leik tvö. Við verðum bara að mæta og spila eins og við séum undir.“ Klippa: PlayAir leiksins: Kristófer Acox Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira