Íslenskur körfubolti áfram á Stöð 2 Sport næstu árin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2024 19:11 Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari í karlaflokki. vísir/hulda margrét Sýn hf. og Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning sem tryggir að íslenskur körfubolti verður áfram í hávegum hafður á Stöð 2 Sport og öðrum miðlum Sýnar hf. Samningurinn tekur gildi að loknu núverandi keppnistímabili og er til næstu fimm ára. Íslenskur körfubolti hefur verið sýndur á Stöð 2 Sport síðan 1995 og verður því næsta keppnistímabil það þrítugasta í röðinni sem er sýnt á stöðinni. Vinsældir íþróttarinnar hafa farið sívaxandi á þeim tíma. Vatnaskil urðu fyrir keppnistímabilið 2015-16 er Körfuboltakvöld hóf göngu sína á Stöð 2 Sport en þá var í fyrsta sinn fjallað um alla leiki efstu deildar í vikulegum uppgjörsþætti. Þátturinn sló í gegn og hefur síðan þá verið kjölfesta hjá íþróttaáhugamönnum landsins. Úrslitakeppnin í efstu deildum karla og kvenna hefur verið meðal vinsælasta efnis Stöðvar 2 Sports síðastliðin ár og umgjörð og umfjöllun vaxið í takt við vinsældir körfuboltans. Með nýjum samningi er tryggt að vöxtur íslensks körfubolta verði viðhaldið næstu árin með hágæða dagskrárgerð, bæði í beinum útsendingum frá leikjum og í umfjöllunarþáttum. Markmið samstarfs Sýnar og KKÍ er að auka vinsældir íslensks körfubolta og munu aðilar vinna náið saman næstu fimm árin til ná árangri á þeim vettvangi. Heillaskref fyrir körfuboltann „Það er virkilega ánægjulegt fyrir KKÍ og körfuboltann í landinu að vera áfram á Stöð 2 Sport næstu árin og það sýnir vel hversu gott traust ríkir á milli okkar að næsta tímabil sem við hefjum verður það þrítugasta i röðinni í þessu samstarfi. Félögin í landinu, KKÍ og Stöð 2 Sport hafa unnið að því markvisst að auka vinsældir körfunnar jafnt og þétt sem í dag er orðin ein vinsælasta og umtalaðasta íþróttin hér landi,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. „Mig langar að koma því á framfæri hversu góður andi, einlægur samningsvilji og trúnaðarsamband beggja aðila núna í rúmt ár hefur orðið til þess að þessi tímamótasamningur er nú tilbúinn. Það er því engin efi í okkar huga að framlenging á okkar góða samstarfi er enn eitt heillaskrefið fyrir körfuboltann á Íslandi.“ Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf, er einnig ánægð með nýja samninginn. „Við hjá Sýn lýsum yfir mikilli ánægju með að okkar góða samstarf við KKÍ og íslenskan körfubolta heldur áfram næstu árin. Um tímamótasamning er að ræða en með honum eru sett fram skýr markmið um eflingu íslensks körfubolta,“ segir Herdís Dröfn. „Körfuboltinn hefur verið í stöðugri sókn síðustu árin og er það vilji okkar að bæta í næstu árin með öflugri dagskrárgerð og umfjöllun í öllum okkar miðlum.“ Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Íslenskur körfubolti hefur verið sýndur á Stöð 2 Sport síðan 1995 og verður því næsta keppnistímabil það þrítugasta í röðinni sem er sýnt á stöðinni. Vinsældir íþróttarinnar hafa farið sívaxandi á þeim tíma. Vatnaskil urðu fyrir keppnistímabilið 2015-16 er Körfuboltakvöld hóf göngu sína á Stöð 2 Sport en þá var í fyrsta sinn fjallað um alla leiki efstu deildar í vikulegum uppgjörsþætti. Þátturinn sló í gegn og hefur síðan þá verið kjölfesta hjá íþróttaáhugamönnum landsins. Úrslitakeppnin í efstu deildum karla og kvenna hefur verið meðal vinsælasta efnis Stöðvar 2 Sports síðastliðin ár og umgjörð og umfjöllun vaxið í takt við vinsældir körfuboltans. Með nýjum samningi er tryggt að vöxtur íslensks körfubolta verði viðhaldið næstu árin með hágæða dagskrárgerð, bæði í beinum útsendingum frá leikjum og í umfjöllunarþáttum. Markmið samstarfs Sýnar og KKÍ er að auka vinsældir íslensks körfubolta og munu aðilar vinna náið saman næstu fimm árin til ná árangri á þeim vettvangi. Heillaskref fyrir körfuboltann „Það er virkilega ánægjulegt fyrir KKÍ og körfuboltann í landinu að vera áfram á Stöð 2 Sport næstu árin og það sýnir vel hversu gott traust ríkir á milli okkar að næsta tímabil sem við hefjum verður það þrítugasta i röðinni í þessu samstarfi. Félögin í landinu, KKÍ og Stöð 2 Sport hafa unnið að því markvisst að auka vinsældir körfunnar jafnt og þétt sem í dag er orðin ein vinsælasta og umtalaðasta íþróttin hér landi,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. „Mig langar að koma því á framfæri hversu góður andi, einlægur samningsvilji og trúnaðarsamband beggja aðila núna í rúmt ár hefur orðið til þess að þessi tímamótasamningur er nú tilbúinn. Það er því engin efi í okkar huga að framlenging á okkar góða samstarfi er enn eitt heillaskrefið fyrir körfuboltann á Íslandi.“ Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf, er einnig ánægð með nýja samninginn. „Við hjá Sýn lýsum yfir mikilli ánægju með að okkar góða samstarf við KKÍ og íslenskan körfubolta heldur áfram næstu árin. Um tímamótasamning er að ræða en með honum eru sett fram skýr markmið um eflingu íslensks körfubolta,“ segir Herdís Dröfn. „Körfuboltinn hefur verið í stöðugri sókn síðustu árin og er það vilji okkar að bæta í næstu árin með öflugri dagskrárgerð og umfjöllun í öllum okkar miðlum.“
Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira