Kunnuglegir kappar í liði ársins í NBA og gott fyrir budduna hjá sumum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2024 19:32 Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets fengu báðir frábæra kosningu í úrvalslið eitt á þessu NBA tímabili. Getty/Ron Jenkins Úrvalslið NBA deildarinnar í körfubolta er næstum því óbreytt frá því í fyrra. Fjórir leikmenn sem voru valdir í ár, voru líka valdir í fyrra. Úrvalsliðin þrjú hafa verið tilkynnt. Nýi leikmaðurinn í úrvalsliði eitt á milli ára er Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, sem var enn fremur valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár. Jokic kom inn í liðið fyrir Joel Embiid sem var einmitt valinn mikilvægastur í fyrra. Luka Doncic (Dallas Mavericks) og Shai Gilgeous-Alexander (Oklahoma City Thunder) voru tilnefndir með Jokic sem mikilvægustu leikmenn tímabilsins og eru að sjálfsögðu líka í úrvalsliðinu. Hinir tveir í úrvalsliði eitt voru Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks) og Jayson Tatum (Boston Celtics). Introducing this season's All-NBA First Team 🥇 pic.twitter.com/wKSXYzkv0V— ESPN (@espn) May 22, 2024 Antetokounmpo er sjötta árið í röð í úrvalsliði eitt, Doncic er þar fimmta árið í röð, Tatum þriðja árið í röð og þetta er annað árið í röð hjá Gilgeous-Alexander. Gilgeous-Alexander og Jokic voru þeir einu sem voru í úrvalsliði eitt hjá öllum sem kusu en Doncic var í öllum nema einu. Doncic er aðeins sjá þriðji í sögunni til að komast fimm sinnum í úrvalslið eitt fyrir 26 ára afmælið en hinir eru Tim Duncan og Kevin Durant. Þetta val er líka mjög gott fyrir budduna hjá bæði Doncic og Gilgeous-Alexander. Þeir eiga nú rétt á súpersamningi sem þeir mega skrifa undir árið 2025. 🔥 THE 2023-24 KIA ALL-NBA SECOND TEAM 🔥▪️ Jalen Brunson▪️ Anthony Davis▪️ Kevin Durant▪️ Anthony Edwards ▪️ Kawhi Leonard@Kia | #NBAAwards https://t.co/JFuWxvISVh pic.twitter.com/v6gEpOcsFw— NBA (@NBA) May 23, 2024 Doncic getur þá skrifað undir fimm ára samning sem færir honum um 346 milljónir dollara, 48 milljarða íslenskra króna, en Gilgeous-Alexander getur skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum um 294 milljónir dollara, meira en fjörutíu milljarða í íslenskum krónum. Í úrvalsliði tvö eru Jalen Brunson (New York Knicks), Anthony Davis (Los Angeles Lakers), Kevin Durant (Phoenix Suns), Anthony Edwards (Minnesota Timberwolves) og Kawhi Leonard (Los Angeles Clippers). Í úrvalsliði þrjú eru Devin Booker (Phoenix Suns), Stephen Curry (Golden State Warriors), Tyrese Haliburton (Indiana Pacers), LeBron James (Los Angeles Lakers) og Domantas Sabonis (Sacramento Kings). LeBron James er í tuttugasta skipti í úrvalsliði sem er bæting á eigin meti en næstir eru Kareem Abdul-Jabbar, Kobe Bryant og Tim Duncan með fimmtán skipti í úrvalsliði tímabils. James varð líka sá elsti, 39 ára, til að komast í úrvalslið deildarinnar en James á sjálfur metið yfir að vera sá yngsti frá 2004-05 tímabilinu. Youngest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2005 • 20 y/o)Oldest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2024 • 39 y/o) pic.twitter.com/Wf1tetwnEx— StatMamba (@StatMamba) May 23, 2024 NBA Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Nýi leikmaðurinn í úrvalsliði eitt á milli ára er Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, sem var enn fremur valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár. Jokic kom inn í liðið fyrir Joel Embiid sem var einmitt valinn mikilvægastur í fyrra. Luka Doncic (Dallas Mavericks) og Shai Gilgeous-Alexander (Oklahoma City Thunder) voru tilnefndir með Jokic sem mikilvægustu leikmenn tímabilsins og eru að sjálfsögðu líka í úrvalsliðinu. Hinir tveir í úrvalsliði eitt voru Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks) og Jayson Tatum (Boston Celtics). Introducing this season's All-NBA First Team 🥇 pic.twitter.com/wKSXYzkv0V— ESPN (@espn) May 22, 2024 Antetokounmpo er sjötta árið í röð í úrvalsliði eitt, Doncic er þar fimmta árið í röð, Tatum þriðja árið í röð og þetta er annað árið í röð hjá Gilgeous-Alexander. Gilgeous-Alexander og Jokic voru þeir einu sem voru í úrvalsliði eitt hjá öllum sem kusu en Doncic var í öllum nema einu. Doncic er aðeins sjá þriðji í sögunni til að komast fimm sinnum í úrvalslið eitt fyrir 26 ára afmælið en hinir eru Tim Duncan og Kevin Durant. Þetta val er líka mjög gott fyrir budduna hjá bæði Doncic og Gilgeous-Alexander. Þeir eiga nú rétt á súpersamningi sem þeir mega skrifa undir árið 2025. 🔥 THE 2023-24 KIA ALL-NBA SECOND TEAM 🔥▪️ Jalen Brunson▪️ Anthony Davis▪️ Kevin Durant▪️ Anthony Edwards ▪️ Kawhi Leonard@Kia | #NBAAwards https://t.co/JFuWxvISVh pic.twitter.com/v6gEpOcsFw— NBA (@NBA) May 23, 2024 Doncic getur þá skrifað undir fimm ára samning sem færir honum um 346 milljónir dollara, 48 milljarða íslenskra króna, en Gilgeous-Alexander getur skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum um 294 milljónir dollara, meira en fjörutíu milljarða í íslenskum krónum. Í úrvalsliði tvö eru Jalen Brunson (New York Knicks), Anthony Davis (Los Angeles Lakers), Kevin Durant (Phoenix Suns), Anthony Edwards (Minnesota Timberwolves) og Kawhi Leonard (Los Angeles Clippers). Í úrvalsliði þrjú eru Devin Booker (Phoenix Suns), Stephen Curry (Golden State Warriors), Tyrese Haliburton (Indiana Pacers), LeBron James (Los Angeles Lakers) og Domantas Sabonis (Sacramento Kings). LeBron James er í tuttugasta skipti í úrvalsliði sem er bæting á eigin meti en næstir eru Kareem Abdul-Jabbar, Kobe Bryant og Tim Duncan með fimmtán skipti í úrvalsliði tímabils. James varð líka sá elsti, 39 ára, til að komast í úrvalslið deildarinnar en James á sjálfur metið yfir að vera sá yngsti frá 2004-05 tímabilinu. Youngest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2005 • 20 y/o)Oldest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2024 • 39 y/o) pic.twitter.com/Wf1tetwnEx— StatMamba (@StatMamba) May 23, 2024
NBA Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira