„Stefnum á að vinna titla á næsta ári“ „Alla leið. Eins langt og ég get komist,“ segir hinn 19 ára gamli Blær Hinriksson, aðspurður hvert hann stefni. Blær var í gær útnefndur efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur eftir að hafa stimplað sig vel inn á sinni fyrstu leiktíð með Aftureldingu. Handbolti 24. júní 2021 11:30
Nagy verður ekki með Valsliðinu næsta vetur Martin Nagy, markvörður Íslandsmeistara Vals, sem fór á kostum í úrslitakeppninni með Valsliðinu hefur samkvæmt heimildum íþróttadeildar samið við þýska b-deildarliðið Gummersbach. Handbolti 23. júní 2021 16:30
Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. Handbolti 23. júní 2021 16:24
Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. Handbolti 23. júní 2021 15:01
Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. Handbolti 23. júní 2021 12:26
Lið Guðmundar svarar Hanning og segir ummæli hans fordæmalaus Stjórnarmaður Melsungen segir að ásakanir Bobs Hannings, varaforseta þýska handknattleikssambandsins og framkvæmdastjóra Füchse Berlin, séu fordæmalausar. Handbolti 23. júní 2021 11:01
Gagnrýnir Guðmund: Enginn af landsliðsmönnum Melsungen hefur bætt sig Varaforseti þýska handboltasambandsins hefur áhyggjur af þýsku landsliðsmönnunum sem spila undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá MT Melsungen. Handbolti 22. júní 2021 12:00
Kría tekur flugið í Olís-deildinni Alls eru 32 karlalið og 20 kvennalið skráð til keppni á Íslandsmótum meistaraflokka á næstu leiktíð. Handbolti 21. júní 2021 16:15
Ellefu mörk Bjarka Más dugðu skammt gegn lærisveinum Guðmundar 36. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta kláraðist í dag. Þrír Íslendingar voru í eldlínunni. Handbolti 20. júní 2021 16:00
Mors-Thy bikarmeistari eftir spennutrylli Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar, og hans lærisveinar þurftu að sætta sig við silfur í dönsku bikarkeppninni í handbolta eftir naumt tap, 32-31, fyrir Mors-Thy í úrslitaleik. Handbolti 20. júní 2021 15:45
Elvar Örn skoraði fimm hjá Viktori Gísla og hlaut brons Elvar Örn Jónsson og félagar hans í Skjern hlutu í dag brons í dönsku bikarkeppninni í handbolta eftir 31-26 sigur á Viktori Gísla Hallgrímssyni og hans félögum í GOG í bronsleik. Handbolti 20. júní 2021 13:30
Álaborg vann Íslendingaslaginn og fer í úrslit Álaborg vann 35-31 sigur á GOG í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í handbolta í dag og mætir Mors-Thy í úrslitum keppninnar á morgun. Handbolti 19. júní 2021 15:45
Elvar og félagar komust ekki í úrslit Elvar Örn Jónsson og félagar hans í Skjern þurftu að þola 33-28 tap fyrir Mors-Thy í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í handbolta í dag. Mors mætir annaðhvort GOG eða Álaborg í úrslitum. Handbolti 19. júní 2021 13:30
Myndasyrpa og myndskeið: Valsarar meistarar í 23. sinn Valsarar urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta í 23. sinn eftir 34-29 sigur á Haukum í síðari leik liðanna í úrslitaeinvíginu um titilinn. Þeir fögnuðu eðlilega vel í leikslok. Handbolti 19. júní 2021 10:30
Síðasti leikur í deildinni gegn Val truflaði mig en ekki þetta einvígi Björgvin Páll Gústavsson markmaður Hauka var afar svekktur að kveðja Haukana með silfur. Sport 18. júní 2021 22:25
Það var erfitt að missa tvo lykilvarnarmenn út í meiðsli Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var afar svekktur með tap í úrslitum gegn Val eftir góða deildarkeppni. Sport 18. júní 2021 22:10
Ég hef orðið Íslandsmeistari með öllum liðum sem ég hef spilað fyrir Valur varð Íslandsmeistari í 23. sinn í kvöld eftir að hafa unnið Hauka 29-34. Róbert Aron Hostert leikmaður Vals var í skýjunum eftir að hafa unnið sinn fjórða Íslandsmeistaratitil. Handbolti 18. júní 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 29-34 | Frábærir Valsmenn Íslandsmeistarar í 23. sinn Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í handbolta karla í 23. sinn eftir sigur á Haukum, 29-34, á Ásvöllum. Valur vann einnig fyrri leik liðanna á þriðjudaginn, 32-29, og úrslitaeinvígið, 66-58 samanlagt. Handbolti 18. júní 2021 21:30
Kemur í ljós í upphitun hvort Stefán og Brynjólfur verði með Haukum í kvöld Haukar mæta Val í síðari leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld. Haukar töpuðu fyrri leik liðanna með þriggja marka mun og eiga því erfitt verkefni fyrir höndum á Ásvöllum í kvöld. Mögulega verða þeir án tveggja lykilmanna. Handbolti 18. júní 2021 15:16
Haukar unnið þrjú Íslandsmeistaraeinvígi gegn Val í röð Valur getur orðið Íslandsmeistari í handbolta karla í 23. sinn í kvöld. Þeir þurfa þá að gera nokkuð sem þeir hafa ekki gert síðan 1994; vinna Hauka í úrslitaeinvígi. Handbolti 18. júní 2021 13:31
Unnu tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn Úrslitin í Olís deild karla í handbolta ráðast á Ásvöllum í kvöld og það ætti að færa Valsmönnum góðar minningar að geta orðið meistarar í Hafnarfirði. Handbolti 18. júní 2021 12:01
Fóru yfir hvort Þráinn Orri hefði átt að fá rautt í leik Vals og Hauka Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka, átti mögulega að fá rautt spjald í leik Hauka og Vals í úrslitarimmu Olís deildar karla í handbolta. Atvikið var til umræðu í Seinni bylgjunni að leik loknum og má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Handbolti 16. júní 2021 23:31
Álaborg meistari þriðja árið í röð Álaborg er danskur meistari í handbolta eftir fimm marka sigur á Bjerringbro/Silkeborg. Lokatölur 32-27 og þriðji meistaratitill Álaborgar í röð staðreynd. Handbolti 16. júní 2021 20:15
Ómar Ingi skoraði níu á meðan Viggó og Oddur unnu mikilvæga sigra í fallbaráttunni Íslendingarnir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta áttu allir góðan dag er lið þeirra unnu sína leiki í dag. Handbolti 16. júní 2021 19:17
Viktor Gísli og félagar nældu í bronsið Danska handknattleiksliðið GOG nældi sér í dag í bronsið í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið vann fjögurra marka sigur á Holstebro í rimmunni um bronsið, lokatölur 33-29. Handbolti 16. júní 2021 18:31
Gefið ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum þótt hann spili ekki sókn Einari Þorsteini Ólafssyni er fleira til lista lagt en að spila vörn. Hann hefur nefnilega gefið samtals ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Vals þrátt fyrir að spila ekki í einni einustu uppstilltri sókn. Handbolti 16. júní 2021 14:45
Tólfhundruð mega sjá meistara krýnda á Ásvöllum Mikil spenna ríkir fyrir seinni leik Hauka og Vals í úrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir þriggja marka sigur Vals á Hlíðarenda í gærkvöld, 32-29. Handbolti 16. júní 2021 13:00
Litáískt landsliðspar á Selfoss Litáíska handboltaparið Karolis Stropus og Roberta Ivanauskaité hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára. Handbolti 16. júní 2021 09:38
Einstaklingsmistök hjá okkur voru allt of dýr Björgvin Páll Gústafsson markvörður Hauka var svekktur með tap í fyrsta leik gegn Val í úrslitaeinvíginu. Leikurinn endaði 32-29. Handbolti 15. júní 2021 22:00
Valur er með dýrara lið heldur en Haukar Valur tók frumkvæðið í fyrri viðureign gegn Haukum í úrslita einvíginu. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Vals 32-29. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum en gaf þó lítið fyrir það eftir leik. Handbolti 15. júní 2021 21:56