Lærisveinar Guðmunds byrjuðu leik kvöldsins mun betur og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 18-14. Eitthvað fór úrskeiðis hjá Fredericia í þeim síðari því Ribe-Esbjerg vann upp forskotið eftir því sem tíminn leið og komst að endingu yfir.
Fór það svo að Ribe-Esbjerg vann tveggja marka sigur, 34-32. Elvar Ásgeirsson var frábær í sigurliðinu en hann skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark á meðan Ágúst Elí Björgvinsson varði tíu skot í markinu. Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað hjá Fredericia en hann lék aðallega vörn í leiknum.
Eftir sigur kvöldsins er Ribe-Esbjerg í 6. sæti með 14 stig að loknum 11 leikjum. Lærisveinar Guðmundar eru sæti neðar með 11 stig.