Fagnaði marki mótherjanna á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 16:30 Leikmenn Spánar fagna hér hæfilega stórum sigri á Þýskalandi. Getty/Filip Filipovic/ Enn á ný komu upp stórundarlegar aðstæður á stórmóti í handbolta þegar Spánn og Þýskaland spiluðu í lokaleik sínum í riðlinum á HM kvenna í handbolta í gær. Reglurnar urðu til þess að spænsku stelpurnar klikkuðu viljandi á skoti undir lokin og einn leikmaður spænska liðsins fagnaði síðan með báðum höndum upp í loft þegar Þjóðverjar skoruðu í sókninni á eftir. Ástæðan fyrir þessu er að spænska liðið varð að vinna leikinn en mátti ekki vinna hann með meira en tveimur mörkum. Her jubler hun for baklengsmål https://t.co/o2ebev36Wc— VG Sporten (@vgsporten) November 10, 2022 Spænska liðið var 23-20 yfir í leiknum þegar fimmtíu sekúndur voru eftir en þá tapa þær þýsku boltanum. Þessi úrslit hefðu þýtt að Spánn færi án stiga inn í milliriðilinn og þær þýsku væru á leiðinni heim af EM. Spánverjinn Jennifer Guttiérez tók þá ákvörðun að þruma boltanum fram hjá marki Þýskalands. Þýsku stelpurnar brunuðu í sókn og náðu að skora. Spænski leikmaðurinn Paula Argos fagnaði marki mótherja sinna áður en hún áttaði sig og hætti því skyndilega. Úrslitin urðu því tveggja marka sigur Spánar og bæði lið gátu fagnað í leikslok. Spánn fær stigin úr þessum leik með sér inn í milliriðil en það var pólska liðið sem tapaði. Pólska liðið hefði farið áfram með tvö stig ef þær spænsku hefðu unnið leikinn með þremur mörkum. Nú eru þær pólsku aftur á móti á leiðinni heim. Svartfjallaland vann alla leiki sína í riðlinum en liðið fór því inn í milliriðilinn með fullt hús. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Reglurnar urðu til þess að spænsku stelpurnar klikkuðu viljandi á skoti undir lokin og einn leikmaður spænska liðsins fagnaði síðan með báðum höndum upp í loft þegar Þjóðverjar skoruðu í sókninni á eftir. Ástæðan fyrir þessu er að spænska liðið varð að vinna leikinn en mátti ekki vinna hann með meira en tveimur mörkum. Her jubler hun for baklengsmål https://t.co/o2ebev36Wc— VG Sporten (@vgsporten) November 10, 2022 Spænska liðið var 23-20 yfir í leiknum þegar fimmtíu sekúndur voru eftir en þá tapa þær þýsku boltanum. Þessi úrslit hefðu þýtt að Spánn færi án stiga inn í milliriðilinn og þær þýsku væru á leiðinni heim af EM. Spánverjinn Jennifer Guttiérez tók þá ákvörðun að þruma boltanum fram hjá marki Þýskalands. Þýsku stelpurnar brunuðu í sókn og náðu að skora. Spænski leikmaðurinn Paula Argos fagnaði marki mótherja sinna áður en hún áttaði sig og hætti því skyndilega. Úrslitin urðu því tveggja marka sigur Spánar og bæði lið gátu fagnað í leikslok. Spánn fær stigin úr þessum leik með sér inn í milliriðil en það var pólska liðið sem tapaði. Pólska liðið hefði farið áfram með tvö stig ef þær spænsku hefðu unnið leikinn með þremur mörkum. Nú eru þær pólsku aftur á móti á leiðinni heim. Svartfjallaland vann alla leiki sína í riðlinum en liðið fór því inn í milliriðilinn með fullt hús.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti