Fyrrverandi leikmaður Anorthosis hissa á því að þeir hafi rústað Haukum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2022 15:01 Tímabilið hefur verið erfitt hjá Haukum. vísir/hulda margrét Fyrrverandi leikmaður Anorthosis á Kýpur var undrandi á því hversu auðveldlega liðið vann Hauka í Evrópubikarnum í handbolta karla. Haukar féllu úr leik fyrir Anorthosis eftir tólf marka samanlagt tap, 62-50. Sigurður Finnbogi Sæmundsson þekkir Anorthosis betur en sennilega allir Íslendingar enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili. Hann segir að sigur Kýpverjanna á Haukum hafi ekki komið sér mikið á óvart. Stærð sigursins hafi hins vegar gert það. „Það kom mér á óvart hversu mikið rúst þetta var og smá á óvart að þeir hafi unnið. En það var ekkert sjokkerandi að þeir hafi klárað Haukana, sérstaklega miðað við hvernig þeir hafa byrjað tímabilið,“ sagði Sigurður í Handkastinu. Hann viðurkennir að hafa hjálpað Kýpverjunum aðeins með undirbúninginn fyrir leikina gegn Haukum. Aðeins átta lið eru í efstu deild á Kýpur og að sögn Sigurðar er hún ekki sterk. Helmingur liðanna skelfileg „Handbolti er ekki mjög stór en nokkrir góðir leikmenn hafa komið úr þessari deild. En hún er ekkert góð,“ sagði Sigurður. „Fjögur lið þarna eru skelfileg. Þau væru léleg í 2. deild á Íslandi. Svo eru tvö þokkaleg lið sem væru kannski í Grill 66 deildinni. Parnathos væri að rokka milli Olís- og Grill-deildarinnar og svo er Anorthosis er langlangbesta liðið. Þeir myndu fara í úrslitakeppnina í Olís-deildinni.“ Sigurður segir að bestu leikmenn Anorthosis séu flestir útlendingar og í hópi liðsins séu sterkir leikmenn frá Balkanskaganum. Að sögn Sigurðar voru Anorthosis-menn áhyggjufullir þegar þeir drógust gegn Haukum. „Þeir voru mjög stressaðir þegar þeir fréttu að þeir fengju Hauka. En eftir fyrri leikinn voru þeir alveg kokhraustir og héldu að þeir myndu ná þessu í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann fór í meistaranám á Kýpur fyrir tveimur árum. Fyrst lék hann með APOEL en gekk svo í raðir Anorthosis þar sem hann var aðallega í hlutverki varamanns. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Sigurð hefst 1:09:30. Haukar Olís-deild karla Handbolti Handkastið Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Sigurður Finnbogi Sæmundsson þekkir Anorthosis betur en sennilega allir Íslendingar enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili. Hann segir að sigur Kýpverjanna á Haukum hafi ekki komið sér mikið á óvart. Stærð sigursins hafi hins vegar gert það. „Það kom mér á óvart hversu mikið rúst þetta var og smá á óvart að þeir hafi unnið. En það var ekkert sjokkerandi að þeir hafi klárað Haukana, sérstaklega miðað við hvernig þeir hafa byrjað tímabilið,“ sagði Sigurður í Handkastinu. Hann viðurkennir að hafa hjálpað Kýpverjunum aðeins með undirbúninginn fyrir leikina gegn Haukum. Aðeins átta lið eru í efstu deild á Kýpur og að sögn Sigurðar er hún ekki sterk. Helmingur liðanna skelfileg „Handbolti er ekki mjög stór en nokkrir góðir leikmenn hafa komið úr þessari deild. En hún er ekkert góð,“ sagði Sigurður. „Fjögur lið þarna eru skelfileg. Þau væru léleg í 2. deild á Íslandi. Svo eru tvö þokkaleg lið sem væru kannski í Grill 66 deildinni. Parnathos væri að rokka milli Olís- og Grill-deildarinnar og svo er Anorthosis er langlangbesta liðið. Þeir myndu fara í úrslitakeppnina í Olís-deildinni.“ Sigurður segir að bestu leikmenn Anorthosis séu flestir útlendingar og í hópi liðsins séu sterkir leikmenn frá Balkanskaganum. Að sögn Sigurðar voru Anorthosis-menn áhyggjufullir þegar þeir drógust gegn Haukum. „Þeir voru mjög stressaðir þegar þeir fréttu að þeir fengju Hauka. En eftir fyrri leikinn voru þeir alveg kokhraustir og héldu að þeir myndu ná þessu í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann fór í meistaranám á Kýpur fyrir tveimur árum. Fyrst lék hann með APOEL en gekk svo í raðir Anorthosis þar sem hann var aðallega í hlutverki varamanns. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Sigurð hefst 1:09:30.
Haukar Olís-deild karla Handbolti Handkastið Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira