Fyrrverandi leikmaður Anorthosis hissa á því að þeir hafi rústað Haukum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2022 15:01 Tímabilið hefur verið erfitt hjá Haukum. vísir/hulda margrét Fyrrverandi leikmaður Anorthosis á Kýpur var undrandi á því hversu auðveldlega liðið vann Hauka í Evrópubikarnum í handbolta karla. Haukar féllu úr leik fyrir Anorthosis eftir tólf marka samanlagt tap, 62-50. Sigurður Finnbogi Sæmundsson þekkir Anorthosis betur en sennilega allir Íslendingar enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili. Hann segir að sigur Kýpverjanna á Haukum hafi ekki komið sér mikið á óvart. Stærð sigursins hafi hins vegar gert það. „Það kom mér á óvart hversu mikið rúst þetta var og smá á óvart að þeir hafi unnið. En það var ekkert sjokkerandi að þeir hafi klárað Haukana, sérstaklega miðað við hvernig þeir hafa byrjað tímabilið,“ sagði Sigurður í Handkastinu. Hann viðurkennir að hafa hjálpað Kýpverjunum aðeins með undirbúninginn fyrir leikina gegn Haukum. Aðeins átta lið eru í efstu deild á Kýpur og að sögn Sigurðar er hún ekki sterk. Helmingur liðanna skelfileg „Handbolti er ekki mjög stór en nokkrir góðir leikmenn hafa komið úr þessari deild. En hún er ekkert góð,“ sagði Sigurður. „Fjögur lið þarna eru skelfileg. Þau væru léleg í 2. deild á Íslandi. Svo eru tvö þokkaleg lið sem væru kannski í Grill 66 deildinni. Parnathos væri að rokka milli Olís- og Grill-deildarinnar og svo er Anorthosis er langlangbesta liðið. Þeir myndu fara í úrslitakeppnina í Olís-deildinni.“ Sigurður segir að bestu leikmenn Anorthosis séu flestir útlendingar og í hópi liðsins séu sterkir leikmenn frá Balkanskaganum. Að sögn Sigurðar voru Anorthosis-menn áhyggjufullir þegar þeir drógust gegn Haukum. „Þeir voru mjög stressaðir þegar þeir fréttu að þeir fengju Hauka. En eftir fyrri leikinn voru þeir alveg kokhraustir og héldu að þeir myndu ná þessu í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann fór í meistaranám á Kýpur fyrir tveimur árum. Fyrst lék hann með APOEL en gekk svo í raðir Anorthosis þar sem hann var aðallega í hlutverki varamanns. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Sigurð hefst 1:09:30. Haukar Olís-deild karla Handbolti Handkastið Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Sigurður Finnbogi Sæmundsson þekkir Anorthosis betur en sennilega allir Íslendingar enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili. Hann segir að sigur Kýpverjanna á Haukum hafi ekki komið sér mikið á óvart. Stærð sigursins hafi hins vegar gert það. „Það kom mér á óvart hversu mikið rúst þetta var og smá á óvart að þeir hafi unnið. En það var ekkert sjokkerandi að þeir hafi klárað Haukana, sérstaklega miðað við hvernig þeir hafa byrjað tímabilið,“ sagði Sigurður í Handkastinu. Hann viðurkennir að hafa hjálpað Kýpverjunum aðeins með undirbúninginn fyrir leikina gegn Haukum. Aðeins átta lið eru í efstu deild á Kýpur og að sögn Sigurðar er hún ekki sterk. Helmingur liðanna skelfileg „Handbolti er ekki mjög stór en nokkrir góðir leikmenn hafa komið úr þessari deild. En hún er ekkert góð,“ sagði Sigurður. „Fjögur lið þarna eru skelfileg. Þau væru léleg í 2. deild á Íslandi. Svo eru tvö þokkaleg lið sem væru kannski í Grill 66 deildinni. Parnathos væri að rokka milli Olís- og Grill-deildarinnar og svo er Anorthosis er langlangbesta liðið. Þeir myndu fara í úrslitakeppnina í Olís-deildinni.“ Sigurður segir að bestu leikmenn Anorthosis séu flestir útlendingar og í hópi liðsins séu sterkir leikmenn frá Balkanskaganum. Að sögn Sigurðar voru Anorthosis-menn áhyggjufullir þegar þeir drógust gegn Haukum. „Þeir voru mjög stressaðir þegar þeir fréttu að þeir fengju Hauka. En eftir fyrri leikinn voru þeir alveg kokhraustir og héldu að þeir myndu ná þessu í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann fór í meistaranám á Kýpur fyrir tveimur árum. Fyrst lék hann með APOEL en gekk svo í raðir Anorthosis þar sem hann var aðallega í hlutverki varamanns. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Sigurð hefst 1:09:30.
Haukar Olís-deild karla Handbolti Handkastið Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira