„Eru að hugsa um sjálfa sig eða einhverja tölfræði eða blablablablabla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2022 11:01 Arnari Daða Arnarssyni lá mikið á hjarta í Seinni bylgjunni í gær. stöð 2 sport Arnar Daði Arnarsson hélt mikla eldræðu um lið Stjörnunnar í Seinni bylgjunni í gær. Stjörnumenn unnu ÍR-inga, 33-28, á sunnudagskvöldið. Sigurinn var þó tæpari en í stefndi í hálfleik. Eftir að hafa verið með ellefu marka forskot í hálfleik og góða forystu framan af seinni hálfleik hleypti Stjarnan ÍR inn í leikinn, ekki ósvipað og liðið gerði gegn KA á fimmtudaginn. „Þeir eru alltof óagaðir í sókninni. Þeir taka alltof mikið af fáránlegum ákvörðunum, Pétur Árni [Hauksson], Hergeir [Grímsson], Tandri [Már Konráðsson] og fleiri. Á sama tíma og þetta gerist hríðfellur varnarleikurinn. Þetta er það sem maður talar um við krakka í 4. flokki; ef það gengur illa í sókninni verður vörnin að halda og öfugt. Bæði gegn ÍR og KA hríðfellur bæði í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Daði. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Stjörnuna Stefáni Árna Pálssyni finnst skortur á karakter einkenna leik Stjörnumanna. Arnar Daði tekur ekki í sama streng. „Þú segir karaktersleysi. Ég ætla að svara því aðeins. Ég er ekki alveg sammála því. Stjarnan komst í 6-1 gegn KA og voru ellefu mörkum yfir gegn ÍR. Það er karakter að vera ekki með vanmat. Þeir eru frábærir í báðum þessum leikjum gegn KA og ÍR en hvað svo,“ sagði Arnar Daði sem vildi frekar tala um agaleysi en karaktersleysi. „Leikmenn kunna ekki eða vilja ekki vera á þessum augnablikum eða eru að hugsa um sjálfa sig eða einhverja tölfræði eða blablablablabla. Þú átt að elska að vera 7-11 mörkum yfir.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Eftir að hafa verið með ellefu marka forskot í hálfleik og góða forystu framan af seinni hálfleik hleypti Stjarnan ÍR inn í leikinn, ekki ósvipað og liðið gerði gegn KA á fimmtudaginn. „Þeir eru alltof óagaðir í sókninni. Þeir taka alltof mikið af fáránlegum ákvörðunum, Pétur Árni [Hauksson], Hergeir [Grímsson], Tandri [Már Konráðsson] og fleiri. Á sama tíma og þetta gerist hríðfellur varnarleikurinn. Þetta er það sem maður talar um við krakka í 4. flokki; ef það gengur illa í sókninni verður vörnin að halda og öfugt. Bæði gegn ÍR og KA hríðfellur bæði í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Daði. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Stjörnuna Stefáni Árna Pálssyni finnst skortur á karakter einkenna leik Stjörnumanna. Arnar Daði tekur ekki í sama streng. „Þú segir karaktersleysi. Ég ætla að svara því aðeins. Ég er ekki alveg sammála því. Stjarnan komst í 6-1 gegn KA og voru ellefu mörkum yfir gegn ÍR. Það er karakter að vera ekki með vanmat. Þeir eru frábærir í báðum þessum leikjum gegn KA og ÍR en hvað svo,“ sagði Arnar Daði sem vildi frekar tala um agaleysi en karaktersleysi. „Leikmenn kunna ekki eða vilja ekki vera á þessum augnablikum eða eru að hugsa um sjálfa sig eða einhverja tölfræði eða blablablablabla. Þú átt að elska að vera 7-11 mörkum yfir.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira