

Fótbolti
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Trent Alexander-Arnold yfirgefur Liverpool þegar samningur hans rennur út í lok júní og fer til Real Madrid á frjálsri sölu. Spænska stórliðið vill þó fá hann fyrr og vill nú viðræður við foráðamenn Liverpool.

Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Argentínumaðurinn Alexis Mac Allister hefur átt frábært tímabil á miðju Liverpool og skoraði meðal annars glæsimark í sigrinum á Tottenham sem færði liðinu Englandsmeistaratitilinn.

Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu
Désiré Doué hefur slegið í gegn á þessu tímabili enda kominn í stórt hlutverk hjá franska stórliðinu Paris Saint Germain.

„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Mosfellingar sigruðu Stjörnuna sannfærandi og svöruðu fyrir tapið á móti Fram í síðustu umferð.

„Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gat týnt til ýmislegt jákvætt við spilamennsku lærisveinna sinna þrátt fyrir tap á móti Víkingi þegar liðin áttust við í Bestu-deild karla í fótbolta í Fossvoginum í kvöld.

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var létt að hafa siglt sigri í höfn gegn Fram í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta á Heimavelli hamingjunnar í kvöld. Sölva Geir fannst sigurinn óþarflega naumur miðað vði gang leiksins.

Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning
Kristófer Ingi Kristinsson var hetja Breiðabliks þegar hann jafnaði metin á 92. mínútu leiksins þegar Breiðablik og KR skildu jöfn í Kópavogi fyrri í kvöld. Leikið var í 5. umferð Bestu deildar karla og enduðu leikar 3-3 í gjörsamlega frábærum fótboltaleik.

Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings
Víkingur lagði Fram að velli, 3-2, þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Heimavalli hamingjunnar í Fossvoginum í kvöld.

Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli
Afturelding sigraði Stjörnuna sannfærandi í Bestu-deild karla í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar léku við hvern sinn fingur og sigruðu Garðbæinga 3-0.

Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti
Crystal Palace og Nottingham Forest gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 35. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í kvöld valin besti markvörður ítölsku deildarinnar, Seríu A.

Markvörðurinn mætti of seint í leikinn
Liðsfélagi íslenska knattspyrnumannsins Hilmis Rafns Mikaelssonar í Viking missti sæti sitt í byrjunarliðinu á afar klaufalegan hátt þegar liðið mætti Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni um helgina.

Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslandsmeistarar Breiðabliks náðu að bjarga stigi með marki í uppbótartíma eftir frábæran fótboltaleik gegn KR í 5. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Blikar tveimumr mörkum yfir í seinni hálfleik. KR tók forystuna en Blikar jöfnuðu á 92. mínútu. Lokastaðan 3-3. Frábær fótboltaleikur.

Glódis Perla spöruð á bekknum
Glódís Perla Viggósdóttir sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bayern München vann nauman útisigur á næst neðsta liði deildarinnar í þýsku Bundesligunni.

„Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það í Madríd“
Trent Alexander-Arnold gaf það út formlega út í dag að hann er á förum frá Liverpool. Það er ljóst að þetta eru sárar og súrar fréttir fyrir mjög marga stuðningsmenn Liverpool.

María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar
Þetta var svolítið súrsætur dagur fyrir norsk-íslensku knattspyrnukonuna Maríu Þórisdóttur sem hefur vistaskipti í ár eins og faðir hennar, handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson.

Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes
„Mér finnst Valsliðið svo ólíkt sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, eftir 1-0 tap Valskvenna gegn Stjörnunni í 4. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta.

Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni
Manchester United tapaði sínum sextánda leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur er liðið lá gegn Brentford, 4-3. Liðið hefur ekki tapað svona mörgum leikjum í 35 ár í deildinni.

Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn
FH vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta í gær, 3-0, og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Val sem er því í neðri hlutanum. ÍA vann KA einnig 3-0 og Vestri kom sér aftur á toppinn með 2-0 sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi.

Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá
Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, segir það ekki réttlátt að sigurvegari Evrópudeildarinnar fái sæti í Meistaradeild Evrópu, eins og núgildandi reglur UEFA kveða á um.

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Framherjinn Þorleifur Úlfarsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik og mun því spila með Íslandsmeisturunum í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa spilað erlendis síðustu þrjú ár.

Staðfestir brottför frá Liverpool
Trent Alexander-Arnold mun yfirgefa herbúðir enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool að yfirstandandi tímabili loknu.

Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Eftir slæmt tap í fyrsta leik og harkalegar fyrirsagnir í fjölmiðlum er þjálfarinn Freyr Alexandersson farinn að slá í gegn hjá íbúum Bergen og kominn með Brann á topp norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Kane fékk loksins að syngja sigurlagið
Harry Kane varð Þýskalandsmeistari í gær og vann þar með fyrsta alvöru titilinn á sínum langa ferli. Markahrókurinn mikli hefur ekki enn handleikið málm en fagnaði titlinum í gærkvöldi með því að syngja lagið „We are the champions“ með Queen.

„Þetta er tilfinning sem maður nærist á“
Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH var að vonum sáttur með sigurinn gegn Valsmönnum í kvöld en FH skellti Val með þremur mörkum gegn engu.

Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
FH tók á mót Val á Kaplakrikavelli í kvöld þegar fimmta umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. FH var enn að leita af fyrsta sigri sínum í sumar en þeirri bið lauk hér í kvöld með glæstum sigri á liði Vals með þremur mörkum gegn engu.

„Vantar hjarta og baráttu í mína menn“
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kallar eftir því að leikmenn sínir sýnir meiri hjarta, baráttu og ákefð í varnarleik sínum. Hallgrímur sagði allt þetta hafa vantað þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld.

„Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var sáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið vann góðan 3-0 sigur á móti KA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum uppi á Skipaskaga í kvöld.

Lille bjargaði mikilvægu stigi
Hákon Arnar Haraldsson var nýfarinn af velli þegar Lille skoraði jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli gegn Marseille. Stigið var mikilvægt fyrir Lille sem er í harðri Meistaradeildarbaráttu.

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, bað að heilsa Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða liðsins á síðasta tímabili, sem var að þreyta frumraun sína sem sérfræðingur í Bestu mörkunum í gærkvöldi.