Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2025 14:08 Fjöldi fólks slasaðist þegar Paul Doyle ók bíl sínum inn í mannhafið í Liverpool-borg. Getty/Owen Humphreys Hinn 54 ára gamli Paul Doyle var í dag dæmdur til fangelsisvistar í 21 og hálft ár fyrir að aka bíl í bræði sinni í gegnum þvögu af meira en hundrað manns í Liverpool-borg í vor, þegar verið var að fagna Englandsmeistaratitlinum í fótbolta. Liverpool-fólk fagnaði Englandsmeistaratitlinum þann 26. maí og safnaðist múgur og margmenni saman í borginni til að gleðjast. Gleðin breyttist hins vegar í martröð þegar Doyle ók bifreið sinni í gegnum op á vegatálmum, sem myndað hafði verið fyrir sjúkrabíl, og inn í stóran hóp fólks sem átti fótum sínum fjör að launa. Doyle var dæmdur fyrir að hafa valdið 29 manns skaða, allt frá sex mánaða ungabarni til 77 ára gamals manns. Á meðal fólks í nágrenninu voru Íslendingar sem ætluðu sér að njóta sigurhátíðarinnar en enduðu á að hrósa happi yfir að hafa sloppið. Doyle hafði í upphafi neitað sök en snerist svo hugur á öðrum degi réttarhaldanna og játaði sök í öllum ákæruliðum. Ákæruliðirnir voru 31 talsins, þar af sautján fyrir tilraun til að valda alvarlegum líkamsmeiðingum, níu fyrir að valda alvarlegum líkamsmeiðingum af ásetningi, þrír fyrir líkamsárás af ásetningi, og svo fyrir hættulegan akstur og óspektir á almannafæri. Örin á sálinni mun dýpri BBC tók saman nokkur af ummælum fórnarlamba Doyle. „Ekki sitja í vitnastúkunni og vorkenna sjálfum þér,“ sagði hin 55 ára gamla Susan Farrell og bætti við að elsta dóttir hennar „hefði ekki horft á einn einasta leik síðan“ því „hljóðin í söngvunum vekja upp óbærilegar minningar“. „Ég mun aldrei losna við það sem ég sá þennan dag,“ sagði hinn fertugi Paul Fitzsimons, sem hélt að Doyle væri að fremja hryðjuverkaárás. „Hverja vakandi stund finnst mér þetta atvik fylgja mér,“ sagði kona sem þarf að „endurupplifa hinar skelfilegu stundir aftur og aftur“ þegar bíll Doyle keyrði á barnavagn sex mánaða gamals barnabarns hennar. „Ég vildi að ég hefði aldrei farið í skrúðgönguna eða stutt Liverpool,“ sagði Ian Passey, 47 ára. Hann rifjaði upp að hafa séð 77 ára gamla móður sína fasta undir bíl með höfuðið „í blóðpolli“. Stefan Dettlaff, 73 ára, sagði að eiginkona hans, Hilda, sem var með honum í skrúðgöngunni, hefði breyst „úr sterkri, sjálfstæðri og umhyggjusamri eiginkonu og móður í skel af manneskju sem ég þekki stundum ekki“. „Líkamlegu örin eru sýnileg, en þau tilfinningalegu eru dýpri,“ sagði hinn 62 ára gamli Robin Darke en árásin olli honum varanlegri afmyndun. Móðir 11 ára drengs sagði að áreksturinn „hefði ekki aðeins skaðað líkama hans, heldur skilið eftir tilfinningaleg ör á allri fjölskyldunni“. Enski boltinn Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Liverpool-fólk fagnaði Englandsmeistaratitlinum þann 26. maí og safnaðist múgur og margmenni saman í borginni til að gleðjast. Gleðin breyttist hins vegar í martröð þegar Doyle ók bifreið sinni í gegnum op á vegatálmum, sem myndað hafði verið fyrir sjúkrabíl, og inn í stóran hóp fólks sem átti fótum sínum fjör að launa. Doyle var dæmdur fyrir að hafa valdið 29 manns skaða, allt frá sex mánaða ungabarni til 77 ára gamals manns. Á meðal fólks í nágrenninu voru Íslendingar sem ætluðu sér að njóta sigurhátíðarinnar en enduðu á að hrósa happi yfir að hafa sloppið. Doyle hafði í upphafi neitað sök en snerist svo hugur á öðrum degi réttarhaldanna og játaði sök í öllum ákæruliðum. Ákæruliðirnir voru 31 talsins, þar af sautján fyrir tilraun til að valda alvarlegum líkamsmeiðingum, níu fyrir að valda alvarlegum líkamsmeiðingum af ásetningi, þrír fyrir líkamsárás af ásetningi, og svo fyrir hættulegan akstur og óspektir á almannafæri. Örin á sálinni mun dýpri BBC tók saman nokkur af ummælum fórnarlamba Doyle. „Ekki sitja í vitnastúkunni og vorkenna sjálfum þér,“ sagði hin 55 ára gamla Susan Farrell og bætti við að elsta dóttir hennar „hefði ekki horft á einn einasta leik síðan“ því „hljóðin í söngvunum vekja upp óbærilegar minningar“. „Ég mun aldrei losna við það sem ég sá þennan dag,“ sagði hinn fertugi Paul Fitzsimons, sem hélt að Doyle væri að fremja hryðjuverkaárás. „Hverja vakandi stund finnst mér þetta atvik fylgja mér,“ sagði kona sem þarf að „endurupplifa hinar skelfilegu stundir aftur og aftur“ þegar bíll Doyle keyrði á barnavagn sex mánaða gamals barnabarns hennar. „Ég vildi að ég hefði aldrei farið í skrúðgönguna eða stutt Liverpool,“ sagði Ian Passey, 47 ára. Hann rifjaði upp að hafa séð 77 ára gamla móður sína fasta undir bíl með höfuðið „í blóðpolli“. Stefan Dettlaff, 73 ára, sagði að eiginkona hans, Hilda, sem var með honum í skrúðgöngunni, hefði breyst „úr sterkri, sjálfstæðri og umhyggjusamri eiginkonu og móður í skel af manneskju sem ég þekki stundum ekki“. „Líkamlegu örin eru sýnileg, en þau tilfinningalegu eru dýpri,“ sagði hinn 62 ára gamli Robin Darke en árásin olli honum varanlegri afmyndun. Móðir 11 ára drengs sagði að áreksturinn „hefði ekki aðeins skaðað líkama hans, heldur skilið eftir tilfinningaleg ör á allri fjölskyldunni“.
Enski boltinn Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira