Fótbolti

Bonmatí og Dembele best í heimi

Aron Guðmundsson skrifar
Ousmane Dembele og Aitana Bonmatí vel að verðlaununum komin
Ousmane Dembele og Aitana Bonmatí vel að verðlaununum komin Vísir/Getty

Frakkinn Ousmane Dembele og hin spænska Aitana Bonmati eru knattspyrnufólk ársins 2025 í vali FIFA. 

Þetta er þriðja árið í röð sem Bonmatí hlýtur titilinn besta knattspyrnukona heims en hún skaraði fram úr á árinu sem nú er að renna sitt skeið, bæði með félagsliði sínu Barcelona sem og spænska landsliðinu. Hún hlaut svo gullknöttinn fyrr á árinu.

Þá er þetta í fyrsta sinn sem Ousmane Dembele hlýtur verðlaunin en fyrr á árinu hlaut hann gullknöttinn sem besti leikmaður í heimi. Hann vann Meistaradeild Evrópu með PSG á síðasta tímabili og varð tvöfaldur meistari með liðinu heima í Frakklandi. 

Luis Enrique, þjálfari Dembele hjá PSG, var valinn þjálfari ársins ásamt Sarinu Wiegman, landsliðsþjálfara enska kvennalandsliðsins. 

UEFA Champions League Final - PSG vs Inter epa12148332 PSG head coach Luis Enrique poses with the trophy after winning the UEFA Champions League final between Paris Saint-Germain and Internazionale Milano, in Munich, Germany, 31 May 2025. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI

Undir stjórn Enrique vann PSG Meistaradeild Evrópu, frönsku deildina og franska bikarinn. Þá fór liðið alla leið í úrslitaleik HM félagsliða.

Wiegman á sigurhátíð enska landsliðsinsEPA/ANDY RAIN

Wiegman stýrði enska kvennalandsliðinu til sigurs á EM í Sviss síðastliðið sumar. Þar lagði liðið ríkjandi heimsmeistara Spánar að velli í úrslitaleiknum. Þetta var þriðja Evrópmótið í röð sem sigurlið mótsins er þjálfað af Wiegman. Fyrst stýrði hún Hollandi til sigurs árið 2019, Englandi árið 2022 og svo aftur núna 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×