Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2025 17:07 Viðtal sem Bruno Fernandes veitti Canal 11 hefur vakið mikla athygli Vísir/Getty Fulltrúar enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, vísa á bug fullyrðingum fyrirliðans Bruno Fernandes sem sagði það vilja þeirra sem stjórna hjá félaginu að losa sig við hann síðasta sumar. Í viðtali við Canal 11 sem Bruno fór í fyrir nokkrum vikum síðan, en er fyrst núna að líta dagsins ljós, lýsti hann því hvernig honum sárnaði það að vera ekki metinn innan félagsins er upplifun hans var sú að reyna ætti að losa hann frá félaginu. Síðastliðið sumar var mikið rætt og ritað um það hvort þessi 31 árs gamli fyrirliði Manchester United gæti verið á leiðinni til Sádi-Arabíu en sjálfur hafnaði hann þreifingum Al-Hilal þar í landi. Í umræddu viðtali við Canal 11 segist Bruno hafa viljað vera áfram hjá Manchester Untied því að hann elski félagið af öllu sínu hjarta. Hins vegar hafi það sært hann að upplifa að sú ást væri ekki gagnkvæm. Félagið virti hann ekki eins mikið. „Ég hefði geta farið frá félaginu síðasta sumar og hefði geta þénað miklu meiri peninga. Sjónarhorn félagsins var á þá leið að ef ég færi þá yrði það ekkert svo slæmt fyrir félagið. Það særði mig,“ sagði Bruno við Canal 11 og bætti við að félagið hefði viljað losa hann. „Það er ljóst í huga mínum. Ég sagði stjórnendum félagsins það en ég held þá hafi skort hugrekki til þess að taka þessa ákvörðun (að láta hann fara) vegna þess að knattspyrnustjórinn vildi ekki missa mig. Ef ég hefði tjáð þeim að ég vildi fara, þá hefðu þeir látið mig fara.“ Fullyrðingum Bruno vísa talsmenn Manchester United á bug í samtali við The Athletic. Í svari félagsins við fyrirspurn miðilsins er því haldið fram að stjórnendur Manchester United hafi komið því áleiðis til Bruno á skýran hátt að hann gegndi lykilhlutverki í áætlunum félagsins fyrir þá komandi tímabil. En ummæli Portúgalans verða þess nú valdandi að mikil umræða fer á flug varðandi framtíð hans hjá félaginu sem og samband hans við stjórnendur þess. Bruno framlengdi samning sinn við Manchester United árið 2024 til ársins 2027 og þá getur félagið framlengt þann samning um eitt ár í gegnum sérstakt ákvæði. Portúgalinn gekk í raðir Manchester United árið 2020 frá Sporting Lissabon og hefur spilað yfir þrjú hundruð leiki fyrir félagið, skorað 103 mörk og lagt upp 93. Hjá Manchester United hefur hann unnið enska bikarinn sem og enska deildarbikarinn. Enski boltinn Manchester United Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Í viðtali við Canal 11 sem Bruno fór í fyrir nokkrum vikum síðan, en er fyrst núna að líta dagsins ljós, lýsti hann því hvernig honum sárnaði það að vera ekki metinn innan félagsins er upplifun hans var sú að reyna ætti að losa hann frá félaginu. Síðastliðið sumar var mikið rætt og ritað um það hvort þessi 31 árs gamli fyrirliði Manchester United gæti verið á leiðinni til Sádi-Arabíu en sjálfur hafnaði hann þreifingum Al-Hilal þar í landi. Í umræddu viðtali við Canal 11 segist Bruno hafa viljað vera áfram hjá Manchester Untied því að hann elski félagið af öllu sínu hjarta. Hins vegar hafi það sært hann að upplifa að sú ást væri ekki gagnkvæm. Félagið virti hann ekki eins mikið. „Ég hefði geta farið frá félaginu síðasta sumar og hefði geta þénað miklu meiri peninga. Sjónarhorn félagsins var á þá leið að ef ég færi þá yrði það ekkert svo slæmt fyrir félagið. Það særði mig,“ sagði Bruno við Canal 11 og bætti við að félagið hefði viljað losa hann. „Það er ljóst í huga mínum. Ég sagði stjórnendum félagsins það en ég held þá hafi skort hugrekki til þess að taka þessa ákvörðun (að láta hann fara) vegna þess að knattspyrnustjórinn vildi ekki missa mig. Ef ég hefði tjáð þeim að ég vildi fara, þá hefðu þeir látið mig fara.“ Fullyrðingum Bruno vísa talsmenn Manchester United á bug í samtali við The Athletic. Í svari félagsins við fyrirspurn miðilsins er því haldið fram að stjórnendur Manchester United hafi komið því áleiðis til Bruno á skýran hátt að hann gegndi lykilhlutverki í áætlunum félagsins fyrir þá komandi tímabil. En ummæli Portúgalans verða þess nú valdandi að mikil umræða fer á flug varðandi framtíð hans hjá félaginu sem og samband hans við stjórnendur þess. Bruno framlengdi samning sinn við Manchester United árið 2024 til ársins 2027 og þá getur félagið framlengt þann samning um eitt ár í gegnum sérstakt ákvæði. Portúgalinn gekk í raðir Manchester United árið 2020 frá Sporting Lissabon og hefur spilað yfir þrjú hundruð leiki fyrir félagið, skorað 103 mörk og lagt upp 93. Hjá Manchester United hefur hann unnið enska bikarinn sem og enska deildarbikarinn.
Enski boltinn Manchester United Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira