Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Brassar verða án Neymar út riðlakeppnina

Brasilíska landsliðið í knattspyrnu þarf að sætta sig við það að leika án sinnar stærstu stjörnu það sem eftir lifir riðlakeppninnar á HM sem nú fer fram í Katar. Neymar þurfti að fara meiddur af velli í sigri liðsins gegn Serbíu í gær og nú er ljóst að hann missir af næstu tveimur leikjum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Allt jafnt í toppslag A-riðils

Holland og Ekvador skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu 1-1 jafntefli í annarri umferð riðlakeppni HM í dag. Liðin eru nú jöfn á toppi A-riðils með fjögur stig hvort og nákvæmlega sömu markatölu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu þrumuræðu Renards sem kveikti í Sádum

Hervé Renard, þjálfari sádí-arabíska fótboltalandsliðsins, vann heldur betur fyrir kaupinu sínu í hálfleik í leiknum gegn Argentínu á HM 2022. Sádar voru 1-0 undir í hálfleik en þrumuræða Renards kveikti heldur betur í þeim og þeir skoruðu tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks og tryggði sér sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Klára Eystrasaltshringinn í janúar

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur tvo vináttulandsleiki á Algarve á Spáni í janúar. Ísland mætir Eistlandi 8. janúar og Svíþjóð fjórum dögum síðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kane klár í slaginn og Englendingar geta andað léttar

Stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu geta andað léttar eftir að þjálfari liðsins, Gareth Southgate, tilkynnti að framherjinn og fyrirliðinn Harry Kane yrði klár í slaginn er liðið mætir Bandaríkjunum á HM í Katar annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Richarlison stal senunni er Brassar yfirspiluðu Serba

Brasilíumenn sýndu sambatakta er liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Serbíu í fyrsta leik liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. Það var þó framherji liðsins, Richarlison, sem stal senunni, en hann skoraði bæði mörk leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís og stöllur fengu skell í Meistaradeildinni

Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern München er liðið heimsótti Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Heimakonur í Barcelona unnu öruggan 3-0 sigur og sitja nú einar á toppi D-riðils.

Fótbolti
Fréttamynd

Tryggði Sviss sigur en neitaði að fagna

Svisslendingar hafa ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 1966 og það breyttist ekki í dag þegar þeir unnu kærkominn 1-0 sigur gegn Kamerún í hinum sterka G-riðli á HM karla í fótbolta í Katar.

Fótbolti