Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ste­ven Lennon í Þrótt

Það er nóg um að vera í Laugardalnum í dag en rétt í þessu staðfesti Þróttur Reykjavík að skoski framherjinn Steven Lennon muni spila með liðinu á láni út tímabilið. Skömmu þar áður var tilkynnt að landsliðskonan Elín Metta Jensen hefði tekið skóna af hillunni og myndi spila með kvennaliði félagsins til 2024.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elín Metta í Þrótt

Landsliðskonan fyrrverandi Elín Metta Jensen hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni og er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Carmona skaut Spánverjum í úrslit í fyrsta sinn

Olga Carmona reyndist hetja Spánverja er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri gegn Svíum í undanúrslitum HM kvenna í knattspyrnu í morgun. Spánverjar eru því á leið í úrslit í fyrsta sinn í sögunni, en öll mörk leiksins voru skoruð á seinustu tíu mínútum venjulegs leiktíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Atlético byrjar á sigri

Atlético Madríd byrjaði tímabilið í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af krafti þegar liðið fékk Granda í heimsókn. Lokatölur í Madríd 3-1 heimamönnum í vil.

Fótbolti
Fréttamynd

Gerrard byrjar á sigri gegn Ron­aldo-lausu Al Nassr

Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq byrjuðu tímabilið í sádiarabísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á 2-1 sigri á Al Nassr. Sadio Mané leiddi framlínu gestanna í fjarveru Cristiano Ronaldo sem er að glíma við meiðsli.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea stað­festir komu Ca­icedo

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest komu Ekvadorans Moisés Caicedo. Sá er miðjumaður sem kemur frá Brighton & Hove Albion fyrir 115 milljónir punda, rúmlega 19 milljarða króna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Al Hilal byrjar á sigri þökk sé þrennu frá Malcom

Það er ljóst að knattspyrnumaðurinn Malcom kann vel við sig í Sádi-Arabíu en hann skoraði þrennu er lið hans Al Hilal hóf tímabilið þar í landi á sigri. Lið Karim Benzema, Al Ittihad, byrjar tímabilið á 3-0 sigri en franski framherjinn komst ekki á blað.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja Lukaku í stað Kane

Tottenham skoðar möguleikann á því að fá Romelu Lukaku í framlínu liðsins eftir skipti Harry Kane til Bayern Munchen. Lukaku er úti í kuldanum hjá grönnum þeirra í Chelsea.

Enski boltinn