Fótbolti

Fimm­tán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í vörn Brøndby.
Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í vörn Brøndby. vísir/anton

Brøndby gerði 1-1 jafntefli við OB í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Þetta var þriðja jafntefli Brøndby í röð en liðið á enn eftir að vinna leik í úrslitakeppninni.

Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Brøndby sem lenti undir strax á 10. mínútu.

Hin fimmtán ára Mila Bischoff jafnaði metin á 68. mínútu og þar við sat. Lokatölur 1-1.

Ingibjörg lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Brøndby en Hafrún var tekin af velli þegar átta mínútur voru eftir.

Brøndby er í 3. sæti deildarinnar með þrjátíu stig, fimm stigum á eftir Nordsjælland sem er í 2. sætinu. Tvö efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×