Enski boltinn

Burnl­ey og Leeds United aftur upp í ensku úr­vals­deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mættur aftur í ensku úrvalsdeildina.
Mættur aftur í ensku úrvalsdeildina. MB Media/Getty Images

Eftir fall úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð þá stoppuðu Burnley og Leeds United stutt við í B-deildinni. Þegar tvær umferðir eru eftir eru bæði lið búin að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Leeds United vann 6-0 stórsigur á Stoke City fyrr í kvöld en þurfti að bíða og sjá hvernig leikur Leeds United og Sheffield United færi. Gestirnir úr Stálborginni eru í 3. sætinu og eina liðið sem gat komið í veg fyrir að Burnley eða Leeds kæmust beint upp.

Burnley vann leik liðanna 2-1 og þar með var ljóst að liðin tvö væru komin beint upp. Á meðan þurfa lærisveinar Chris Wilder í Sheffield að fara í gegnum umspil til að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Þegar tvær umferðir eru eftir eru bæði Burnley og Leeds með 94 stig. Þau geta því bæði náð 100 stigum og eflaust vilja þau bæði standa uppi sem sigurvegari B-deildarinnar þegar henni lýkur.

Leeds á eftir heimaleik gegn Bristol City og útileik gegn Plymouth Argyle. Á meðan á Burnley eftir útileik gegn QPR og heimaleik gegn Millwall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×