Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Enska knattspyrnusambandið kærir Van Dijk

Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur kært hollenska varnarmanninn Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, fyrir hegðun sína eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Newcastle síðastliðinn sunnudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham hitti Modric í Króatíu

David Beckham hefur verið duglegur að fá stórstjörnur til Inter Miami og einn besti leikmaður sinnar kynslóðar gæti nú verið á leið til Flórída.

Fótbolti
Fréttamynd

Liver­pool blandar sér í bar­áttuna um Gra­ven­berch

Það styttist óðfluga í að félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu loki og því er hver að verða síðastur að sækja sér nýja leikmenn. Miðjumaðurinn Ryan Gravenberch, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München er eftirsóttur af tveimur liðum á Englandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rann­saka koss Ru­bi­a­les sem mögu­legt kyn­ferðis­brot

Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi.

Sport
Fréttamynd

Ó­trú­leg endur­koma Eyja­manna í Kórnum

HK leiddi með tveimur mörkum þegar skammt var til leiksloka í viðureign liðsins gegn ÍBV í Kórnum í Bestu deild karla í knattspyrnu á mánudagskvöld. Eyjamenn eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og jöfnuðu metin á einhvern ótrúlegan hátt. Mörk leiksins má sjá hér að neðan.

Íslenski boltinn