„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Hinrik Wöhler skrifar 5. maí 2025 22:30 Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, fagnaði sigri í öðrum heimaleiknum í röð. vísir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Mosfellingar sigruðu Stjörnuna sannfærandi og svöruðu fyrir tapið á móti Fram í síðustu umferð. Magnús Már tileinkaði fyrrum sjálfboðaliða félagsins sigurinn. „Þetta var frábær leikur. Ég ætla að byrja á að tileinka Guðjóni Ármanni Guðjónssyni þennan sigur. Guðjón sem var í meistaraflokksráði hjá okkur lést á dögunum og ég votta fjölskyldu og vinum hans samúð. Þessi sigur er tileinkaður honum,“ sagði Magnús Már. „Frábær leikur hjá strákunum, það er sjálfboðaliðum eins og Guðjóni að þakka að félagið er á þeim stað sem það er í dag, að spila í Bestu-deildinni. Ég votta mikla virðingu til fjölskyldu og vina,“ bætti þjálfarinn við. Mosfellingar töpuðu illa á móti Fram í síðustu umferð en allt annað lið kom til leiks í kvöld og voru mun grimmari á öllum sviðum. Magnús er afar bjartsýnn fyrir framhaldinu og líkir sóknarleiknum við tómatsósu. „Spilamennskan var allt í lagi á móti Fram. Nú vorum við beittir í teigunum og vorum að klára færin betur, þetta er eins og eldgamla tómatsósan. Stundum kemur ekkert út úr henni en svo fer allt að sulla og ég held að það sé nóg í flöskunni fyrir sumarið.“ Það má segja að allir leikmenn liðsins hafi átt góðan leik í liði Aftureldingar, frá öftustu línu til fremsta manns, og því er Magnús sammála. „Frábær liðsheild í dag. Allir sem byrjuðu og komu inn á áttu frábæran leik. Gríðarlega stoltur af strákunum í dag, hrikalega vel gert hjá þeim.“ Stokke fór beint í byrjunarliðið Benjamin Stokke, framherjinn stæðilegi, gekk til liðs við Aftureldingu fyrir nokkrum dögum síðan og lék sinn fyrsta leik í kvöld. Magnús Már var sáttur með norska framherjann í kvöld. „Hann var mjög öflugur. Góður í uppspili og gerði mikið fyrir okkur. Hann er að komast inn í hlutina og verður vaxandi og vonandi enn betri fyrir okkur í næstu leikjum.“ Það voru nokkrir Mosfellingar frá vegna meiðsla en Arnór Gauti Ragnarsson var ekki með Mosfellingum í kvöld og var í borgaralegum klæðum í stúkunni. Hann varð fyrir hnjaski, Oliver [Sigurjónsson] og Sigurpáll [Melberg Pálsson] voru allir ýmis veikir eða meiddir þannig það var smá hnjask á okkur fyrir leik. Það komu aðrir menn inn í staðinn og stóðu sig vel. Við erum með hörku hóp og liðsheild og ég held að allir þessir leikmenn ættu að vera tilbúnir í næsta leik, ekkert alvarlegt,“ sagði þjálfarinn að endingu. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Magnús Már tileinkaði fyrrum sjálfboðaliða félagsins sigurinn. „Þetta var frábær leikur. Ég ætla að byrja á að tileinka Guðjóni Ármanni Guðjónssyni þennan sigur. Guðjón sem var í meistaraflokksráði hjá okkur lést á dögunum og ég votta fjölskyldu og vinum hans samúð. Þessi sigur er tileinkaður honum,“ sagði Magnús Már. „Frábær leikur hjá strákunum, það er sjálfboðaliðum eins og Guðjóni að þakka að félagið er á þeim stað sem það er í dag, að spila í Bestu-deildinni. Ég votta mikla virðingu til fjölskyldu og vina,“ bætti þjálfarinn við. Mosfellingar töpuðu illa á móti Fram í síðustu umferð en allt annað lið kom til leiks í kvöld og voru mun grimmari á öllum sviðum. Magnús er afar bjartsýnn fyrir framhaldinu og líkir sóknarleiknum við tómatsósu. „Spilamennskan var allt í lagi á móti Fram. Nú vorum við beittir í teigunum og vorum að klára færin betur, þetta er eins og eldgamla tómatsósan. Stundum kemur ekkert út úr henni en svo fer allt að sulla og ég held að það sé nóg í flöskunni fyrir sumarið.“ Það má segja að allir leikmenn liðsins hafi átt góðan leik í liði Aftureldingar, frá öftustu línu til fremsta manns, og því er Magnús sammála. „Frábær liðsheild í dag. Allir sem byrjuðu og komu inn á áttu frábæran leik. Gríðarlega stoltur af strákunum í dag, hrikalega vel gert hjá þeim.“ Stokke fór beint í byrjunarliðið Benjamin Stokke, framherjinn stæðilegi, gekk til liðs við Aftureldingu fyrir nokkrum dögum síðan og lék sinn fyrsta leik í kvöld. Magnús Már var sáttur með norska framherjann í kvöld. „Hann var mjög öflugur. Góður í uppspili og gerði mikið fyrir okkur. Hann er að komast inn í hlutina og verður vaxandi og vonandi enn betri fyrir okkur í næstu leikjum.“ Það voru nokkrir Mosfellingar frá vegna meiðsla en Arnór Gauti Ragnarsson var ekki með Mosfellingum í kvöld og var í borgaralegum klæðum í stúkunni. Hann varð fyrir hnjaski, Oliver [Sigurjónsson] og Sigurpáll [Melberg Pálsson] voru allir ýmis veikir eða meiddir þannig það var smá hnjask á okkur fyrir leik. Það komu aðrir menn inn í staðinn og stóðu sig vel. Við erum með hörku hóp og liðsheild og ég held að allir þessir leikmenn ættu að vera tilbúnir í næsta leik, ekkert alvarlegt,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti