„Ótrúlega mikill heiður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2025 10:01 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur staðið sig frábærlega með Inter á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Getty/Mairo Cinquetti Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á mánudagskvöldið valin besti markvörður ítölsku seríu A-deildarinnar. Cecilía Rán hefur átt frábært tímabil með Internazionale en hún kom til liðsins á láni frá Bayern München. Frammistaða hennar hefur ekki farið framhjá neinum á Ítalíu sem þessi verðlaun í gærkvöld sýna og sanna. Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. „Það eru mjög sterkir og góðir markmenn í þessari deild þannig að ég var ekkert endilega að búast við að verða valin besti markmaðurinn þannig að þetta er ótrúlega mikill heiður,“ segir Cecilía en kom þetta henni á óvart? „Svona já og nei. Maður veit aldrei með einstaklingsverðlaun því það eru bara einhverjir að velja þau. Mér fannst ég alveg eiga skilið að vinna þetta.“ Samkvæmt ítölskum blaðamanni ætlar Inter að gera allt til að kaupa Cecilíu frá Bayern Munchen og það á 100.000 evrur, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. „Eins og staðan er núna er ég í samningsviðræðum og á eitt ár eftir hjá Bayern. Það lið sem ég færi til þarf að kaupa mig. Ég vonast til að geta klárað samningsviðræðurnar í þessari viku til þess að geta bara farið í frí og vitað hvar ég verð á næsta tímabili. Ég get því miður ekkert gefið neitt upp, þetta kemur bara í ljós á næstu dögum. Ég verð að fara eitthvað þar sem ég spila og miðað við samtöl mín við Bayern sé ég ekki fram á það að ég verði markmaður númer eitt hjá þeim.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Cecilía Rán hefur átt frábært tímabil með Internazionale en hún kom til liðsins á láni frá Bayern München. Frammistaða hennar hefur ekki farið framhjá neinum á Ítalíu sem þessi verðlaun í gærkvöld sýna og sanna. Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. „Það eru mjög sterkir og góðir markmenn í þessari deild þannig að ég var ekkert endilega að búast við að verða valin besti markmaðurinn þannig að þetta er ótrúlega mikill heiður,“ segir Cecilía en kom þetta henni á óvart? „Svona já og nei. Maður veit aldrei með einstaklingsverðlaun því það eru bara einhverjir að velja þau. Mér fannst ég alveg eiga skilið að vinna þetta.“ Samkvæmt ítölskum blaðamanni ætlar Inter að gera allt til að kaupa Cecilíu frá Bayern Munchen og það á 100.000 evrur, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. „Eins og staðan er núna er ég í samningsviðræðum og á eitt ár eftir hjá Bayern. Það lið sem ég færi til þarf að kaupa mig. Ég vonast til að geta klárað samningsviðræðurnar í þessari viku til þess að geta bara farið í frí og vitað hvar ég verð á næsta tímabili. Ég get því miður ekkert gefið neitt upp, þetta kemur bara í ljós á næstu dögum. Ég verð að fara eitthvað þar sem ég spila og miðað við samtöl mín við Bayern sé ég ekki fram á það að ég verði markmaður númer eitt hjá þeim.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira