
Hefur ekki áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar
Eldgosið norðan Grindavíkur, sem hófst skömmu fyrir klukkan átta í morgun, hefur ekki haft áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar eða áætlun innanlandsflugs.
Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það ellefta varð norðan Grindavíkur í apríl 2025.
Eldgosið norðan Grindavíkur, sem hófst skömmu fyrir klukkan átta í morgun, hefur ekki haft áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar eða áætlun innanlandsflugs.
Vísindamenn eru í eftirlitsflugi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Myndir teknar úr þyrlunni benda til þess að gossprunga sé opin beggja megin varnargarðs norðan Grindavíkur.
Af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur.
Hraunið sem rennur úr gíg sunnan Hagafells hefur nú náð varnargörðum sem hafa verið í byggingu norðan Grindavíkur.
Hraun úr eldgosinu, sem hófst laust fyrir klukkan 08, rennur að öllum líkum í suður í átt að Grindavíkurbæ. Það kom þó upp norðan varnargarða við bæinn.
Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun.
Veðurstofan hefur uppfært hættumatskort í ljósi túlkunar nýjustu gagna. Hætta hefur aukist á öllum svæðum.
„Það er ekki margt annað hægt að gera en að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það er búið að rýma bæinn.“
Tugir hafa komið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Efstaleiti í morgun eftir að Grindavíkurbær var rýmdur á fimmta tímanum, að sögn Aðalheiðar Jónsdóttur teymisstjóra neyðarvarna hjá Rauða krossinum.
Fluglitakóðinn fyrir Reykjanes hefur verið hækkaður og en hann nú appelsínugulur.
Jarðskjálftavirkni hefur færst undir Grindavík og kvika því mögulega komin undir bæinn. Auknar líkur þykja á að eldgos hefjist inni í bænum og þá innan varnargarða.
Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund.
Gist var í um níutíu húsum í Grindavík og gengur rýming bæjarins vel.
Bláa Lónið í Svartsengi rýmdi í nótt öll sín athafnarsvæði vegna jarðskjálfta sem hafa mælst við Sundhnjúkagígaröðina.
Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á fjórða tímanum í nótt og vinnur lögreglan á Suðurnesjum nú að því að rýma Grindavík og gengur það vel.
Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, klukkan 7:57 í morgun, sunnudag. Hraun náði til byggða í Grindavík á öðrum tímanum.
Sviðsstjóri Almannavarna segist binda vonir við að viðgerðir í Grindavík í sumar muni bera þann árangur að skólastarf og önnur þjónusta bæjarins verði með eðlilegu móti næsta haust. Dómsmálaráðherra segir umfangsmikla skoðun á öllum jarðvegi bæjarins með það að augnamiði að gera búsetu öruggari hefjast á næstunni.
Maðurinn sem saknað er eftir vinnuslys sem varð í Grindavík þann 10. janúar heitir Lúðvík Pétursson.
Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík.
Á upplýsingafundi almannavarna rétt í þessu var tilkynnt að sú ákvörðun hefði verið tekin að fyrirskipa brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og banna alla starfsemi í bænum.
Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 16:30 í dag. Farið verður yfir áhættumat sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur unnið að undanförnu.
Almannavarnir funda í dag með ráðamönnum og hagaðilum um framhaldið í Grindavík. Áhættur sem fylgja því að vera í bænum verða metnar.
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í Grindavík í ljósi atburða vikunnar. Stofnunin hefur unnið að mati á tjóni á fasteignum og innviðum í bænum frá því náttúruhamfarirnar hófust í nóvember síðastliðnum.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru.
Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumatskort sitt vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Það er að mestu óbreytt en hefur þó verið breytt að hluta vegna sprungna undir Grindavík.
Áfram mælist landris við Svartsengi vegna kvikusöfnunar sem getur leitt til eldgoss. Enn er líklegast að ef til eldgoss komi gjósi á svipuðum slóðum og í desember á síðasta ári. Eldgos getur hafist með litlum fyrirvara.
Frá miðnætti hafa engir jarðskjálftar mælst í Grímsvötnum. Náttúrvársérfræðingur hjá Veðustofu telur líklegt að jökulhlaupið nái hámarki á sunnudag.
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir mál mannsins sem talinn er hafa fallið ofan í við sprunguinnfyllingu vera bakslag fyrir Grindvíkinga. Þetta segir hann í viðtali við Stöð 2 í dag.
Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa bæði vera sorgmædda og slegna eftir atburði gærdagsins og yfirstandandi leit að manni, sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í bænum. Hugur allra Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins.
„Leit stendur yfir, maðurinn er ekki fundinn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í morgun um leitina að manninum sem er talinn hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í gær. Mikið vatn er í sprungunni að hans sögn.