Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 11:17 Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík, segir Grindvíkinga vænta þess að verða borgaðir út. Vísir/Einar Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. Ríkisstjórn Íslands hyggst kynna aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík á blaðamannafundi síðar í dag. Páll Valur segir væntingar íbúa til þess sem kynnt verður miklar. „Ég held að væntingar okkar Grindvíkinga allra snúi að því að fá þau svör frá þessum fundi að við verðum borguð út,“ segir Páll Valur í samtali við fréttastofu. Hann segir skiptar skoðanir um málið en samhugur hafi verið meðal íbúa á íbúafundi í síðustu viku. „Það kom náttúrulega fram á íbúafundinum í síðustu viku að það var náttúrulega bara gegnumgangandi að fólk vill komast út og að það verði bara borgað út.“ Hafi komið stjórnvöldum á óvart Hefur að þínu viti verið haft eitthvað samráð beint við fólk í bænum, veistu hvernig þessu hefur verið háttað varðandi þennan aðgerðarpakka? „Nei, við heyrðum nú alveg hvernig þeir voru að tala á síðasta fundi. Það kom þeim greinilega á óvart þessi mikla samstaða og þessi eindrægni sem við vorum að koma fram með á fundinum og þeirra samskipti virðast öll hafa verið við bæjarstjórn Grindavíkur og það kom þeim svolítið á óvart greinilega að heyra í fólki, því það virtist ekki vera það sama og bæjarstjórn var að tala um.“ Páll Valur segist ekki kunna nánari skýringu á því. Ríkisvaldið hafi virst koma af fjöllum á fundi með íbúum. „Og þeir hafa alltaf verið að bíða og bíða og bíða með aðgerðir til að sjá hvort þetta myndi ekki bara hætta.“ Vongóður um að martröðinni muni ljúka „En það er alveg ljóst í mínum huga og margra annarra, sem ég hef heyrt í, að fólk vill bara fá borgað út, á fullu verði eignirnar sínar, til þess að geta hafið annað líf, þannig að þessari martröð fari að ljúka. Því það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað en martröð.“ Ertu vongóður um að af þessu verði? „Já, ég ætla bara að leyfa mér að vona það að þau sýni þann skilning og hafi vit til þess að gera þetta,“ segir Páll. Hann segir þolinmæðina á þrotum hjá íbúum. „Mínar væntingar til þessa fundar og ég bara vona í hjarta mínu, því ég held að þetta sé nú allt hið mætasta fólk sem er að stjórna, að það bara svari þessu kalli okkar og borgi okkur út. Hvernig sem það fer að því. Þetta er náttúrulega ekkert einföld aðgerð, maður gerir sér alveg grein fyrir því að þetta getur haft mikil efnahagsleg áhrif, en þetta snýst um fólk. Þetta snýst um heilt bæjarfélag sem er í sárum. Ég hef heyrt í mörgum uppöldnum Grindvíkingum sem geta ekki hugsað sér að fara þarna heim aftur og upplifa þessa skelfingu sem við höfum þurft að upplifa í haust og vetur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hyggst kynna aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík á blaðamannafundi síðar í dag. Páll Valur segir væntingar íbúa til þess sem kynnt verður miklar. „Ég held að væntingar okkar Grindvíkinga allra snúi að því að fá þau svör frá þessum fundi að við verðum borguð út,“ segir Páll Valur í samtali við fréttastofu. Hann segir skiptar skoðanir um málið en samhugur hafi verið meðal íbúa á íbúafundi í síðustu viku. „Það kom náttúrulega fram á íbúafundinum í síðustu viku að það var náttúrulega bara gegnumgangandi að fólk vill komast út og að það verði bara borgað út.“ Hafi komið stjórnvöldum á óvart Hefur að þínu viti verið haft eitthvað samráð beint við fólk í bænum, veistu hvernig þessu hefur verið háttað varðandi þennan aðgerðarpakka? „Nei, við heyrðum nú alveg hvernig þeir voru að tala á síðasta fundi. Það kom þeim greinilega á óvart þessi mikla samstaða og þessi eindrægni sem við vorum að koma fram með á fundinum og þeirra samskipti virðast öll hafa verið við bæjarstjórn Grindavíkur og það kom þeim svolítið á óvart greinilega að heyra í fólki, því það virtist ekki vera það sama og bæjarstjórn var að tala um.“ Páll Valur segist ekki kunna nánari skýringu á því. Ríkisvaldið hafi virst koma af fjöllum á fundi með íbúum. „Og þeir hafa alltaf verið að bíða og bíða og bíða með aðgerðir til að sjá hvort þetta myndi ekki bara hætta.“ Vongóður um að martröðinni muni ljúka „En það er alveg ljóst í mínum huga og margra annarra, sem ég hef heyrt í, að fólk vill bara fá borgað út, á fullu verði eignirnar sínar, til þess að geta hafið annað líf, þannig að þessari martröð fari að ljúka. Því það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað en martröð.“ Ertu vongóður um að af þessu verði? „Já, ég ætla bara að leyfa mér að vona það að þau sýni þann skilning og hafi vit til þess að gera þetta,“ segir Páll. Hann segir þolinmæðina á þrotum hjá íbúum. „Mínar væntingar til þessa fundar og ég bara vona í hjarta mínu, því ég held að þetta sé nú allt hið mætasta fólk sem er að stjórna, að það bara svari þessu kalli okkar og borgi okkur út. Hvernig sem það fer að því. Þetta er náttúrulega ekkert einföld aðgerð, maður gerir sér alveg grein fyrir því að þetta getur haft mikil efnahagsleg áhrif, en þetta snýst um fólk. Þetta snýst um heilt bæjarfélag sem er í sárum. Ég hef heyrt í mörgum uppöldnum Grindvíkingum sem geta ekki hugsað sér að fara þarna heim aftur og upplifa þessa skelfingu sem við höfum þurft að upplifa í haust og vetur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira