Allt er breytt Jón Ingi Hákonarson skrifar 19. janúar 2024 08:00 Allt er breytt, jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og hamfarirnar í Grindavík hafa breytt öllum forsendum byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum að skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Vænt fólksfjölgun næstu áratuga mælist í tugum þúsunda og ætla má að flestir þeirra muni vilja búa á SV horninu. Hvernig ætlum við að þróa höfuðborgarsvæðið í þessum nýja veruleika? Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verður væntanlega ekki stækkað í suður í átt til Suðurnesja. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksina í Hafnarfirði hefur horft hýru auga til þessa möguleika. Það er varla lengur á borðinu, einnig er ljóst að hamfarirnar munu að öllum líkindum hægja á hinni hröðu uppbyggingu á Suðurnesjum. Ljóst má vera að horfa þarf inn á við og þétting byggðar innan höfuðborgarsvæðisins verður mikilvægari en áður. Ekki er ólíklegt að byggðin muni þróast hraðar í kringum Árborg og Þorlákshöfn. Það myndi ekki koma mér á óvart að Þorlákshöfn myndi ná Hafnarfirði að stærð upp úr 2050. Sama má segja um Akranes og Vesturlandið allt, líklega munu þau svæði styrkjast mikið á komandi árum og áratugum. Fyrir sveitastjórnarfólki blasir við nýr raunveruleiki þegar kemur að þróun byggðar á SV horninu. Byggð í Hafnarfirði mun varla teygja sig lengra til suðurs. Móðir náttúra hefur minnt á sig og við verðum að hlusta og hlýða. Fyrir okkur Hafnfirðinga er mikilvægt að láta kortleggja svæðin í kringum bæinn okkar til að fá nýjustu og bestu upplýsingar um jarðfræðilega stöðu. Bæjarstjóri segir að Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati, það er væntanlegt með vorinu. Ég veit ekki hversu rólegir Hafnfirðingar eru vegna þessa en hvað sem úr því mati kemur, má alveg slá því föstu að hættan hefur aukist til muna. Þróun byggðar mun því taka töluverðum breytingum. Það er í það minnsta ekki er í lagi er að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að sýna forsjálni og ábyrgð og skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Viðreisn Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Allt er breytt, jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og hamfarirnar í Grindavík hafa breytt öllum forsendum byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum að skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Vænt fólksfjölgun næstu áratuga mælist í tugum þúsunda og ætla má að flestir þeirra muni vilja búa á SV horninu. Hvernig ætlum við að þróa höfuðborgarsvæðið í þessum nýja veruleika? Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verður væntanlega ekki stækkað í suður í átt til Suðurnesja. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksina í Hafnarfirði hefur horft hýru auga til þessa möguleika. Það er varla lengur á borðinu, einnig er ljóst að hamfarirnar munu að öllum líkindum hægja á hinni hröðu uppbyggingu á Suðurnesjum. Ljóst má vera að horfa þarf inn á við og þétting byggðar innan höfuðborgarsvæðisins verður mikilvægari en áður. Ekki er ólíklegt að byggðin muni þróast hraðar í kringum Árborg og Þorlákshöfn. Það myndi ekki koma mér á óvart að Þorlákshöfn myndi ná Hafnarfirði að stærð upp úr 2050. Sama má segja um Akranes og Vesturlandið allt, líklega munu þau svæði styrkjast mikið á komandi árum og áratugum. Fyrir sveitastjórnarfólki blasir við nýr raunveruleiki þegar kemur að þróun byggðar á SV horninu. Byggð í Hafnarfirði mun varla teygja sig lengra til suðurs. Móðir náttúra hefur minnt á sig og við verðum að hlusta og hlýða. Fyrir okkur Hafnfirðinga er mikilvægt að láta kortleggja svæðin í kringum bæinn okkar til að fá nýjustu og bestu upplýsingar um jarðfræðilega stöðu. Bæjarstjóri segir að Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati, það er væntanlegt með vorinu. Ég veit ekki hversu rólegir Hafnfirðingar eru vegna þessa en hvað sem úr því mati kemur, má alveg slá því föstu að hættan hefur aukist til muna. Þróun byggðar mun því taka töluverðum breytingum. Það er í það minnsta ekki er í lagi er að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að sýna forsjálni og ábyrgð og skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar