Segir almannavarnir fara offari og opna eigi Grindavík á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 18:59 Pípulagningamenn og aðrir viðbragðsaðilar hafi verið í Grindavík undanfarna daga við að yfirfara hús. Þá var Bláa lónið opnað í gær. Hins vegar er bærinn enn formlega lokaður. Vísir/Björn Steinbekk Stefán Kristjánsson, eigandi fiskvinnslunnar Einhamar Seafood, segir aðgerðastjórn almannavarna fara offari í lokunum í Grindavík og að opna eigi bæinn á ný. Stefán skrifar Facebook-færslu í dag um lokanir í Grindavík. Hann segir þar að Grindvíkingar séu vanir náttúruöflunum og hættum og kunni að varast þær. Girða þurfi að hættuleg sprungusvæði og hleypa íbúum Grindavíkur aftur heim til að athuga með sín hús og ná í sínar búslóðir ef þeir vilja. „Heilu hverfin í Grindavík eru meira og minna hættulítil eða hættulaus, nánast er hægt að keyra allar götur, almenn skynsemi, lífsreynsla og varkárni er það eina sem þarf,“ skrifar hann í færsluni. Alið sé á ótta með fréttaflutningi Fyrirtæki hafi opnað sinn rekstur og keypt inn hráefni sem séu nú ónýt af því ekki mátti bjarga vörunum. Fiskvinnslur og ferskfiskvinnslur hafi hafið starfsemi sína en nú liggi vörur upp á tugi tonna undir skemmdum. „Þetta er allt lokað enn þann dag í dag,“ skrifar Stefán. Fréttamenn og aðrir valsi um svæðin og hnjóta um grjót eða stígi í holur og skrifaðar séu dramafréttir sem séu ekki lýsandi fyrir ástand Grindavíkur en valda ugg og kvíða. Bærinn sé víða skemmdur og mörg hús sprungin ónýt en langstærsti hluti fasteigna sé óskemmdur og íbúðarhæfur þegar lagnir séu komnar í lag. „Það sagði mér björgunarsveitarmaður fyrir vestan að ef í dag myndi falla snjóflóð myndi enginn bjargast. Tíminn sem Almannavarnir tæki til að meta aðstæður og að koma með hættumat ylli því,“ skrifar Stefán í færslunni og bætir við að lokum að almannavarnir og aðgerðastjórn fari offari í lokunum. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira
Stefán skrifar Facebook-færslu í dag um lokanir í Grindavík. Hann segir þar að Grindvíkingar séu vanir náttúruöflunum og hættum og kunni að varast þær. Girða þurfi að hættuleg sprungusvæði og hleypa íbúum Grindavíkur aftur heim til að athuga með sín hús og ná í sínar búslóðir ef þeir vilja. „Heilu hverfin í Grindavík eru meira og minna hættulítil eða hættulaus, nánast er hægt að keyra allar götur, almenn skynsemi, lífsreynsla og varkárni er það eina sem þarf,“ skrifar hann í færsluni. Alið sé á ótta með fréttaflutningi Fyrirtæki hafi opnað sinn rekstur og keypt inn hráefni sem séu nú ónýt af því ekki mátti bjarga vörunum. Fiskvinnslur og ferskfiskvinnslur hafi hafið starfsemi sína en nú liggi vörur upp á tugi tonna undir skemmdum. „Þetta er allt lokað enn þann dag í dag,“ skrifar Stefán. Fréttamenn og aðrir valsi um svæðin og hnjóta um grjót eða stígi í holur og skrifaðar séu dramafréttir sem séu ekki lýsandi fyrir ástand Grindavíkur en valda ugg og kvíða. Bærinn sé víða skemmdur og mörg hús sprungin ónýt en langstærsti hluti fasteigna sé óskemmdur og íbúðarhæfur þegar lagnir séu komnar í lag. „Það sagði mér björgunarsveitarmaður fyrir vestan að ef í dag myndi falla snjóflóð myndi enginn bjargast. Tíminn sem Almannavarnir tæki til að meta aðstæður og að koma með hættumat ylli því,“ skrifar Stefán í færslunni og bætir við að lokum að almannavarnir og aðgerðastjórn fari offari í lokunum.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira