Eignarhlutur konunnar 15% Helmingaskipti við skilnað gilda ekki um fólk í óvígðri sambúð miðað við dóm Hæstaréttar í dag. Dómurinn fjallaði um mál pars sem var í sambúð í fjögur ár. Þegar upp úr slitnaði hafði parið keypt íbúð, sem karlmaðurinn hafði þó greitt öll gjöld af, og greitt útborgun með hagnaði af íbúð sem hann átti áður einn. Innlent 17. mars 2005 00:01
Dæmdur í 14 mánaða fangelsi Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og fyrir að hafa stolið tæplega 30 bifreiðum, skemmt sumar þeirra og stolið úr þeim. Maðurinn hefur hlotið dóma áður og rauf skilorð með þessu. Innlent 16. mars 2005 00:01
Ástþór ákærður fyrir eignaspjöll Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi með meiru, hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll. Honum er gefið að sök að hafa í september síðastliðnum tekið myndavél úr höndum annars gests á skemmtistaðnum Glaumbar, slegið henni nokkrum sinnum í barborð og síðan hent henni frá sér þannig að hún týndist. Innlent 16. mars 2005 00:01
Stofnunin sýknuð af kröfu föður Tryggingastofnun var í Hæstarétti í gær sýknuð af kröfu föður um ógildingu á ákvörðun Tryggingastofnunar um synjun á greiðslum í fæðingarorlofi. Maðurinn var ekki talinn uppfylla þau skilyrði laga um fæðingar- og foreldraorlof að hafa verið samfellt sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir upphafsdag fæðingarorlofs. Innlent 12. mars 2005 00:01
Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Innlent 11. mars 2005 00:01
11 milljóna bætur vegna vinnuslyss Verktakafyrirtæki og tryggingafélag þurfa að greiða manni rúmlega ellefu milljónir í bætur vegna vinnuslyss samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Hann var að vinna á þaki nýbyggingar þegar hann féll niður um gluggaop á þakinu sem var hulið einangrun. Innlent 11. mars 2005 00:01
Hæstiréttur vítti Sýslumann Dómsmálaráðherra lítur svo á að Hæstiréttur hafi vítt Sýslumanninn í Hafnarfirði í gær fyrir að draga úr hömlu að ákæra í sakamáli. Sýslumannsembættið leitar leiða til úrbóta. Innlent 11. mars 2005 00:01
Brennuvargur fyrir rétti Rúmlega tvítugur maður, sem ákærður er fyrir að kveikja í bílum við fjölbýlishús í Hafnarfirði, sagðist fyrir dómi ekki hafa haft í hyggju að stofna níu sofandi íbúum fjölbýlishússins í hættu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Innlent 8. mars 2005 00:01
2 1/2 ár fyrir kynferðisbrot Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í fjölmörg skipti haft samræði við dóttur sambýliskonu sinnar á árunum 1993 til 1999. Stúlkan er fædd árið 1981. Innlent 7. mars 2005 00:01
Bar fyrir sig stundarbrjálæði "Ég iðrast gerða minna og vildi að þetta hefði aldrei átt sér stað," sagði Hákon Eydal fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar fór fram í gær aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum fyrir morðið á Sri Rhamawati í júlí síðastliðnum. Innlent 4. mars 2005 00:01
Þrír dæmdir fyrir líkamsárásir Þrír menn um tvítugt voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir. Mennirnir voru sakfelldir fyrir að ráðast að tveimur mönnum í miðbæ Reykjavíkur með spörkum og höggum. Annar þolendanna nefbrotnaði og marðist illa en hinn hlaut heilahristing og tognaði á kjálka, auk annarra áverka. Innlent 3. mars 2005 00:01
Fyrrum framkvæmdastjóri dæmdur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Karli Benediktssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Framsýnar. Karl er dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í stórfellda hættu. Innlent 3. mars 2005 00:01
Dómurinn staðfestur af Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðsins Framsýnar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi er sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og sett fé sjóðsins í stórfellda hættu. Innlent 3. mars 2005 00:01
Tilefnislausar árásir Þrír ungir menn voru í gær dæmdir til fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa tvívegis sömu nóttina framið tilefnislausar líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 3. mars 2005 00:01
Hæstiréttur felldi niður refsingu Hæstiréttur felldi niður refsingu gegn manni sem hafði, að mati héraðsdóms, gerst sekur um alvarlega líkamsárás. Með þessu snéri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjaness sem hafði dæmt manninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Innlent 3. mars 2005 00:01
Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í gær framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem handtekinn var í september í fyrra vegna innflutnings á tæpum átta kílóum af amfetamíni. Fíkniefnin voru falin í loftpressu sem flutt var til landsins með Dettifossi í júlí. Innlent 2. mars 2005 00:01
Dæmdur fyrir líflátshótun Sjötugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta Helga Jóhannessyni lögmanni og öðrum manni lífláti. Maðurinn neitar því að í bréfi, sem hann sendi Helga, hafi falist líflátshótun heldur hafi hann ætlað að drepa Helga með orðum. Innlent 2. mars 2005 00:01
Hæstiréttur staðfestir lögbann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um lögbann við því að stofnfé í Sparisjóði Skagafjarðar verði aukið. Innlent 24. febrúar 2005 00:01
Fangelsi og 30 milljóna sekt Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Innlent 21. febrúar 2005 00:01
Dæmdur í 10 mánaða fangelsi Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Innlent 21. febrúar 2005 00:01
Ólögmæt handtaka á mótmælanda Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu. Innlent 17. febrúar 2005 00:01
Sýknaður en lögmaðurinn sektaður Karlmaður var sýknaður í Hæstarétti í dag af líkamsárás á skemmtistað fyrir tveimur árum. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn til fimm mánaða fangelsisvistar. Héraðsdómur hafði einnig sektað verjanda mannsins, m.a. fyrir að hafa virt ábendingar dómara að vettugi og gert honum upp skoðanir. Innlent 17. febrúar 2005 00:01
Bætur vegna ólöglegrar handtöku Ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 90 þúsund króna bætur vegna ólöglegrar handtöku í tengslum við heimsókn forseta Kína til Íslands sumarið 2002. Innlent 17. febrúar 2005 00:01
Lögreglustjóri átalinn harðlega Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Innlent 17. febrúar 2005 00:01
16 milljónir í bætur vegna slyss Hæstiréttur hefur dæmt Útgerðarfélag Akureyringa til að greiða fyrrum háseta á Hólmadrangi sextán milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem varð um borð í skipinu haustið 1999. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 17. febrúar 2005 00:01
10 mánuðir fyrir röð afbrota Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tuttugu og sjö ára karlmann í tíu mánaða fangelsi og til greiðslu sekta til ýmissa aðilla fyrir óvenju skrautlegan afbrotaferil á skömmum tíma í fyrra. Þeim ferli lauk með því að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í byrjun desember og hefur setið í því síðan. Innlent 16. febrúar 2005 00:01
Ríkissaksóknari ósáttur Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Innlent 16. febrúar 2005 00:01
Vann prófmál gegn Skífunni Gunnlaugur Briem trommuleikari vann í gær dómsmál gegn Skífunni. Málið snýst um rétt Skífunnar til að gefa út hljóðfæraleik Gunnlaugs á alls kyns safnplötum, án þess að greiða Gunnlaugi sérstaklega fyrir. Þetta mál var prófmál og snérist um eina útgáfu geisladisks sem gefin var með pulsupökkum í stórmörkuðum. Innlent 12. febrúar 2005 00:01
4 mánuðir fyrir stuld á DVD-diskum Þrítugur maður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið þremur DVD-diskasöfnum í verslun Hagkaupa. Maðurinn á að baki mikinn sakaferil því frá árinu 1992 hefur hann alls þrettán sinnum verið dæmdur til refsingar. Innlent 11. febrúar 2005 00:01
Stærsti vandi íslensks réttarfars Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Innlent 11. febrúar 2005 00:01