

Dylgjur og vanþekking
Hafþór Sævarsson hefur nú tekið sér fyrir hendur að ástunda látlausar persónulegar árásir á mig í greinum á Vísi. Meðal annars uppnefnir hann mig og kallar mig „hirðfífl“. Segir hann mig „vanhæfan“ til þess að flytja málið fyrir skjólstæðing minn. Ástæðurnar fyrir þessum dæmalausu árásum eru frekar torskildar svo ekki sé meira sagt og virðast aðallega byggja á dylgjum um einhverjar sakir sem engin leið er að henda reiður á. Ég sé mig knúinn til þess að hafa um þetta nokkur orð.
1. Hafþór hefði átt að kynna sér áður en hann hóf árásir sínar að reglur um vanhæfi eiga ekki við um verjendur sakborinna manna. Þeir taka ekki ákvarðanir um úrslit mála þannig að gæta þurfi að hæfi þeirra eins og væru þeir dómarar. Tal Hafþórs um þetta er því byggt á hreinum misskilningi. Hann hefði betur leitað ráða hjá lögmanni sínum áður en hann tók sér orð um þetta í munn.
2. Hafþór hefur nefnt ýmsar „sakir“ mínar sem hann telur valda vanhæfi mínu. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekkert hvað pilturinn er að fara. Svo er að sjá að hann telji ætlaða fjandsamlega afstöðu mína til Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa hér áhrif. Því er til að svara að ég hef aldrei verið andsnúinn þessum mæta gamla kennara mínum. Hafþór getur ef hann vill flett upp í Vísi 5. febrúar 1976 (bls. 9) til að kynna sér innlegg mitt til stuðnings ráðherranum þegar óvandaðir menn veittust að honum.
3. Hafþór veitist að greinargerð minni til Hæstaréttar í málinu núna og telur mig ástunda þöggun í málinu!? Það er eins og pilturinn telji málflutning okkar verjendanna betri ef við endurtökum hver á fætur öðrum málflutning um sömu efnisatriði málsins. Hvílík vanþekking á flutningi mála fyrir dómi.
4. Nú síðast nefndi Hafþór til sögunnar grein sem mun hafa birst í Morgunblaðinu á árinu 2011 og dylgjar um að ég hafi samið a.m.k. hluta hennar. Þetta eru hugarórar sem enginn fótur er fyrir.
5. Svo nefnir hann blaðagrein eftir mig með fyrirsögninni „Aðför“, sem birtist í Morgunblaðinu á árinu 2016. Sú grein var um allt annað málefni en það sem hér er til umræðu og kemur því ekkert við.
6. Það er auðvitað afar óviðeigandi að einn aðila í endurupptökumálinu núna skuli taka sér fyrir hendur að veitast að skipuðum verjanda, sem allt annar málsaðili hefur valið til að flytja fram varnir af sinni hálfu. Hafþóri Sævarssyni kemur það málefni auðvitað ekkert við.
Það er frekar undarleg lífsreynsla að verða endurtekið fyrir svona innihalds- og tilefnislausum árásum. Hafþór Sævarsson ætti að gera grein fyrir því hvort hann hafi fundið það upp hjá sjálfum sér að leggjast í þennan hernað gegn mér eða hvort hann er að láta einhverja aðra menn etja sér á þetta forað. Svo mikið er víst að hann gerir sameiginlegum málstað sakborninga í endurupptökumálinu ekki gagn með þessu. Þvert á móti kann hann að skaða hagsmuni þeirra.
Síðustu áratugi hef ég talið að dómurinn í þessu máli á sínum tíma hafi verið reistur á alls ófullnægjandi forsendum. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum til að skapa skilyrði til að fá málið endurupptekið. Það hefur nú gerst. Mér er heiður að því að fá að leggja hönd á plóginn til að fá fram formlega staðfestingu á því hversu hér var brotinn réttur á sakborningum. Þar hef ég og mun áfram leitast við að gera mitt besta. Tilefnislausar persónulegar árásir frá þessum pilti munu ekki hrekja mig neitt af leið við það verk.
Höfundur er lögmaður
Tengdar fréttir

Innmúrað hirðfífl – því miður
Hver mætir sjálfviljugur í Hæstarétt Íslands, í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hvorki meira né minna, með bundið fyrir augun, með snöruna um hálsinn og með bros á vör?

Óvænt kveðja
Ég fékk skrítna og frekar óvænta kveðju á Vísi í síðustu viku.

Tími fyrir sögu
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur nú kosið að blanda sér opinberlega í samtal okkar Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstarréttarlögmanns, varðandi það hvort sá síðarnefndi sé vanhæfur sem verjandi í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna.
Skoðun

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar