Fékk skilorð vegna tafa við rannsókn máls hjá lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Yfir tíu kíló af marijúana voru gerð upptæk auk ýmiss konar búnaðar til ræktunar. Fréttablaðið/Valli Maður sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. júlí fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði fékk skilorðsbundinn dóm, meðal annars vegna þess hve langur tími leið frá upphafi rannsóknar þar til ákært var í málinu. Rannsókn málsins hófst í byrjun apríl 2014. Tveir voru grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir játuðu báðir í skýrslutöku hjá lögreglu 3. apríl. Kristján sagðist hafa staðið einn að ræktuninni og að Jan hefði ekki vitað af henni. Jan sagðist hins vegar, í skýrslutöku sama dag, sjálfur hafa staðið einn að ræktuninni og sagði Kristján ekkert hafa vitað um hana. Þremur árum síðar, eða 24. apríl 2017, mætti Kristján aftur til skýrslugjafar hjá lögreglu og sagði að tveimur dögum áður en kannabisræktunin var upprætt hefði Jan sýnt honum ræktunina og spurt hvort hann væri tilbúinn til að taka hana á sig ef lögregla kæmi til með að uppgötva hana. Hefði Jan lofað honum peningagreiðslu fyrir að taka á sig sök. Þótt samningar um fjárhæðina hefðu ekki tekist þegar lögreglan upprætti ræktunina, hefði Kristján tekið á sig sökina eins og þeir hefðu samið um. Hálfu ári síðar, í nóvember 2017, var ákæra gefin út á hendur þeim báðum.Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur.VísirVið aðalmeðferð málsins játaði Jan að hafa beðið Kristján að taka á sig sök í málinu og hefði hann ætlað að greiða honum fyrir það. Bar Kristján því við að hafa verið í mikilli neyslu á þeim tíma sem hann var beðinn að taka á sig sökina og á leiðinni í fangelsi hvort eð er. Fram kemur í dóminum að Kristján var dæmdur í sextán mánaða fangelsi nokkrum dögum áður en ræktunin var upprætt. Sagðist Kristján hafa rætt málið við saksóknara sem hafði málið til meðferðar hjá lögreglu og sagði málið þá hafa verið sent aftur til rannsóknar. Ekki hefði hins vegar verið rætt við hann aftur um málið. Að mati dómsins eru frásagnir þeirra Jans og Kristjáns ótrúverðugar um að Kristján hafi ranglega játað á sig sök í öndverðu. Hins vegar skuli reisa á þeim sönnunargögnum sem lögð eru fyrir dóm og enginn sem gaf skýrslu fyrir dómi hafi borið að Kristján hafi komið að ræktuninni og ekkert annað sé handfast um sekt hans í málinu annað en játning hans hjá lögreglu sem hann dró síðar til baka bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þrátt fyrr það sem dragi úr trúverðugleika þess að Kristján hafi í raun og veru ranglega tekið sök í málinu, verði ekki litið svo á að sök hans hafi verið sönnuð þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Var Kristján því sýknaður af ákærunni. Jan var því einn sakfelldur í málinu og við ákvörðun refsingar var tekið mið af hreinu sakavottorði hans, játningu og því að ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en í nóvember 2017, meira en hálfu fjórða ári eftir að málið kom upp, í apríl 2014. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Maður sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. júlí fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði fékk skilorðsbundinn dóm, meðal annars vegna þess hve langur tími leið frá upphafi rannsóknar þar til ákært var í málinu. Rannsókn málsins hófst í byrjun apríl 2014. Tveir voru grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir játuðu báðir í skýrslutöku hjá lögreglu 3. apríl. Kristján sagðist hafa staðið einn að ræktuninni og að Jan hefði ekki vitað af henni. Jan sagðist hins vegar, í skýrslutöku sama dag, sjálfur hafa staðið einn að ræktuninni og sagði Kristján ekkert hafa vitað um hana. Þremur árum síðar, eða 24. apríl 2017, mætti Kristján aftur til skýrslugjafar hjá lögreglu og sagði að tveimur dögum áður en kannabisræktunin var upprætt hefði Jan sýnt honum ræktunina og spurt hvort hann væri tilbúinn til að taka hana á sig ef lögregla kæmi til með að uppgötva hana. Hefði Jan lofað honum peningagreiðslu fyrir að taka á sig sök. Þótt samningar um fjárhæðina hefðu ekki tekist þegar lögreglan upprætti ræktunina, hefði Kristján tekið á sig sökina eins og þeir hefðu samið um. Hálfu ári síðar, í nóvember 2017, var ákæra gefin út á hendur þeim báðum.Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur.VísirVið aðalmeðferð málsins játaði Jan að hafa beðið Kristján að taka á sig sök í málinu og hefði hann ætlað að greiða honum fyrir það. Bar Kristján því við að hafa verið í mikilli neyslu á þeim tíma sem hann var beðinn að taka á sig sökina og á leiðinni í fangelsi hvort eð er. Fram kemur í dóminum að Kristján var dæmdur í sextán mánaða fangelsi nokkrum dögum áður en ræktunin var upprætt. Sagðist Kristján hafa rætt málið við saksóknara sem hafði málið til meðferðar hjá lögreglu og sagði málið þá hafa verið sent aftur til rannsóknar. Ekki hefði hins vegar verið rætt við hann aftur um málið. Að mati dómsins eru frásagnir þeirra Jans og Kristjáns ótrúverðugar um að Kristján hafi ranglega játað á sig sök í öndverðu. Hins vegar skuli reisa á þeim sönnunargögnum sem lögð eru fyrir dóm og enginn sem gaf skýrslu fyrir dómi hafi borið að Kristján hafi komið að ræktuninni og ekkert annað sé handfast um sekt hans í málinu annað en játning hans hjá lögreglu sem hann dró síðar til baka bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þrátt fyrr það sem dragi úr trúverðugleika þess að Kristján hafi í raun og veru ranglega tekið sök í málinu, verði ekki litið svo á að sök hans hafi verið sönnuð þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Var Kristján því sýknaður af ákærunni. Jan var því einn sakfelldur í málinu og við ákvörðun refsingar var tekið mið af hreinu sakavottorði hans, játningu og því að ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en í nóvember 2017, meira en hálfu fjórða ári eftir að málið kom upp, í apríl 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent