Mætti til lögreglu og viðurkenndi kynferðisbrot gegn stjúpdóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2018 12:46 Maðurinn leitaði sjálfur á lögreglustöð og viðurkenndi brot sín. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið að mestu, fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var á leikskólaaldri. Lögregla rannsakaði málið en fellt niður að henni lokinni vegna skorts á sönnunargögnum. Maðurinn mætti hins vegar til lögreglu að eigin frumkvæði, viðurkenndi að mestu leyti brot sín og tók dómurinn mið af því við ákvörðun refsingar. Í upphafi árs 2014 kviknaði grunur um að maðurinn hefði brotið kynferðislega gegn stúlkubarni, stjúpdóttur sinni. Lögregla rannsakaði málið en sönnunargögn þóttu ekki nægileg til að leið til ákæru. Í maí 2017 mætti maðurinn ásamt skipuðum verjanda á lögreglustöð og viðurkenndi að hafa brotið á stúlkunni frá því hún var um eins árs og til þriggja til fjögurra ára aldurs. Viðurkenndi maðurinn að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við barnið með því að beita ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart barninu. Hann hefði þuklað, strokið og sleikt kynfæri hennar og stundað sjálfsfróun auk þess að hafa látið barnið í eitt til tvö skipti strjúka getnaðarlim hans og snerta með munninum. Þá hefði hann tekið athæfið upp í eitt skipti og haft myndirnar í vörslu sinni í nokkurn tíma uns hann eyddi því. Auk þess hefði hann í eitt skipti, í ársbyrjun 2014, áreitt barnið kynferðisleg með því að kyssa hana tungukossi.Tekið tillit til játningar og iðrunar Játning mannsins fékk nokkra stöðu í gögnum sem aflað var við rannsókn málsins árið 2014. Með játningunni taldi dómurinn nægilega sannað að hann hefði gert það sem hann greindi sjálfur frá og var ákærður fyrir. Var lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að um var að ræða mjög alvarleg brot gegn ungu barni sem manninum var trúað fyrir og hafði fjölskyldutengsl við. Á hinn bóginn var einnig litið til þess að maðurinn hafði hreinan sakarferil og iðraðist mjög. Hann hefði fariðaf sjálfsdáðum til lögreglu og skýrt hreinskilnislega frá brotum sínum, meðal annars í því skyni að tryggt yrði að barnið fengi þá aðstoð sem það þyrfti á að halda til að takast á við afleiðingar brotanna. Þótti tveggja ára fangelsi hæfileg refsing en 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn. Farið var fram á fjórar milljónir í bætur til barnsins en dómurinn taldi tvær milljónir hæfilega upphæð.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sjá meira
Karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið að mestu, fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var á leikskólaaldri. Lögregla rannsakaði málið en fellt niður að henni lokinni vegna skorts á sönnunargögnum. Maðurinn mætti hins vegar til lögreglu að eigin frumkvæði, viðurkenndi að mestu leyti brot sín og tók dómurinn mið af því við ákvörðun refsingar. Í upphafi árs 2014 kviknaði grunur um að maðurinn hefði brotið kynferðislega gegn stúlkubarni, stjúpdóttur sinni. Lögregla rannsakaði málið en sönnunargögn þóttu ekki nægileg til að leið til ákæru. Í maí 2017 mætti maðurinn ásamt skipuðum verjanda á lögreglustöð og viðurkenndi að hafa brotið á stúlkunni frá því hún var um eins árs og til þriggja til fjögurra ára aldurs. Viðurkenndi maðurinn að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við barnið með því að beita ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart barninu. Hann hefði þuklað, strokið og sleikt kynfæri hennar og stundað sjálfsfróun auk þess að hafa látið barnið í eitt til tvö skipti strjúka getnaðarlim hans og snerta með munninum. Þá hefði hann tekið athæfið upp í eitt skipti og haft myndirnar í vörslu sinni í nokkurn tíma uns hann eyddi því. Auk þess hefði hann í eitt skipti, í ársbyrjun 2014, áreitt barnið kynferðisleg með því að kyssa hana tungukossi.Tekið tillit til játningar og iðrunar Játning mannsins fékk nokkra stöðu í gögnum sem aflað var við rannsókn málsins árið 2014. Með játningunni taldi dómurinn nægilega sannað að hann hefði gert það sem hann greindi sjálfur frá og var ákærður fyrir. Var lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að um var að ræða mjög alvarleg brot gegn ungu barni sem manninum var trúað fyrir og hafði fjölskyldutengsl við. Á hinn bóginn var einnig litið til þess að maðurinn hafði hreinan sakarferil og iðraðist mjög. Hann hefði fariðaf sjálfsdáðum til lögreglu og skýrt hreinskilnislega frá brotum sínum, meðal annars í því skyni að tryggt yrði að barnið fengi þá aðstoð sem það þyrfti á að halda til að takast á við afleiðingar brotanna. Þótti tveggja ára fangelsi hæfileg refsing en 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn. Farið var fram á fjórar milljónir í bætur til barnsins en dómurinn taldi tvær milljónir hæfilega upphæð.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sjá meira