Bandaríski ferðamaðurinn dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júlí 2018 11:15 Frá slysstað. Vísir/ Bandaríkjamaðurinn Carl Edward Siegel hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Siegel var valdur að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 16. maí þar sem íslensk kona á miðjum aldri lést. Við rannsókn málsins neitaði Sigel sök en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa verið valdur af slysinu. Siegel var á ferð hér um land ásamt tveimur öðrum Bandaríkjamönnum. Var bíl Siegels ekið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíll hans og íslensku konunnar rákust saman með þeim afleiðingum að hún lést. Var Siegel úrskurðaður í farbann við rannsókn málsins en í úrskurði Landsréttar kom fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi hann sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Sagðist hann ekki hafa verið valdur að slysinu. Var þetta þvert á gögn tæknideildar lögreglu sem taldi ljóst að miðað við fyrirliggjandi gögn hafi bíl Siegels verið ekið yfir á öfugan vegarhelming.Áreksturinn varð við brú á Suðurlandsvegi.VísirNáðu samkomulagi um greiðslu miskabóta Dómur í málinu var kveðinn upp á föstudaginn og þar kemur fram að Siegel hafi við þingfestingu málsins viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu á 101 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði var 90, með þeim afleiðingum að konan lést. Þá var einnig upplýst að samkomulag hafði tekist utan réttar um fullnaðaruppgjör miskabóta auk vaxta og kostnaðar og var bótakrafa upp á þrjár milljónir króna því afturkölluð.Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga að Siegel hafi skýlaust játað brot sitt og komist að samkomulagi við bótakrefjanda um miskabætur honum til handa. Þá hafi hann einnig verið samstarfsfús við lögreglu og samþykkt umbeðnar rannsóknir. „Þá verður ekki fram hjá því litið að atvik þetta hefur haft gríðarleg áhrif á heilsu ákærða og hefur það verið staðfest með læknisvottorði,“ segir í dómi héraðsdóms. Var Siegel dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem fellur niður haldi hann skilorði í tvö ár. Þá var hann sviptur ökuréttindum í tíu mánuði auk þess sem hann þarf að greiða sakarkostnað, um tvær milljónir króna, auk málsvarnarlaun verjanda hans, 800 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Carl Edward Siegel hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Siegel var valdur að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 16. maí þar sem íslensk kona á miðjum aldri lést. Við rannsókn málsins neitaði Sigel sök en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa verið valdur af slysinu. Siegel var á ferð hér um land ásamt tveimur öðrum Bandaríkjamönnum. Var bíl Siegels ekið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíll hans og íslensku konunnar rákust saman með þeim afleiðingum að hún lést. Var Siegel úrskurðaður í farbann við rannsókn málsins en í úrskurði Landsréttar kom fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi hann sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Sagðist hann ekki hafa verið valdur að slysinu. Var þetta þvert á gögn tæknideildar lögreglu sem taldi ljóst að miðað við fyrirliggjandi gögn hafi bíl Siegels verið ekið yfir á öfugan vegarhelming.Áreksturinn varð við brú á Suðurlandsvegi.VísirNáðu samkomulagi um greiðslu miskabóta Dómur í málinu var kveðinn upp á föstudaginn og þar kemur fram að Siegel hafi við þingfestingu málsins viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu á 101 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði var 90, með þeim afleiðingum að konan lést. Þá var einnig upplýst að samkomulag hafði tekist utan réttar um fullnaðaruppgjör miskabóta auk vaxta og kostnaðar og var bótakrafa upp á þrjár milljónir króna því afturkölluð.Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga að Siegel hafi skýlaust játað brot sitt og komist að samkomulagi við bótakrefjanda um miskabætur honum til handa. Þá hafi hann einnig verið samstarfsfús við lögreglu og samþykkt umbeðnar rannsóknir. „Þá verður ekki fram hjá því litið að atvik þetta hefur haft gríðarleg áhrif á heilsu ákærða og hefur það verið staðfest með læknisvottorði,“ segir í dómi héraðsdóms. Var Siegel dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem fellur niður haldi hann skilorði í tvö ár. Þá var hann sviptur ökuréttindum í tíu mánuði auk þess sem hann þarf að greiða sakarkostnað, um tvær milljónir króna, auk málsvarnarlaun verjanda hans, 800 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38
Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14