Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. ágúst 2018 06:45 Landeigendur gengu á árinu 2012 frá leigu veiðiréttinda í Þverá/Kjarrá fyrir árin 2013-2017 til Stara ehf. Mynd/Starir Héraðsdómur Vesturlands segir ósannað að tveir veiðiþjófar sem gripnir voru í Kjarrá í fyrrasumar hafi valdið veiðileyfasalanum Stara ehf. tjóni. Veiðivörður kom auga á mennina með því að beita dróna. Mennirnir tveir, sem eru 61 árs og 49 ára gamlir og búa í Mosfellsbæ og Grafarvogi, voru ákærðir fyrir veiðiþjófnað af lögreglustjóranum á Vesturlandi. Þeir játuðu fyrir dómi að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa veitt án leyfis í veiðistaðnum Efra-Rauðabergi og að hafa veitt á maðk þrátt fyrir að fluga sé eina leyfilega agnið í Kjarrá. Veiðileyfisalinn gerði fyrir sitt leyti kröfu um að mennirnir greiddu hvor um sig bætur sem svaraði til þriggja daga veiðileyfis á þessu svæði í Kjarrá, 735 þúsund krónur. Í dómnum, sem kveðinn var upp í mars á þessu ári en hefur enn ekki verið birtur, segir að krafan sé byggð á því að veiðiþjófarnir „hafi valdið honum fjárhagslegu tjóni með því að taka þessa vöru hans ófrjálsri hendi án þess að greiða fyrir hana“. Þá segir veiðileyfasalinn mennina hafa valdið sérstöku tjóni með því að nota maðk og setja lífríki árinnar í mikla hættu. „Hafi þeir sáð fræjum óvissu og tortryggni um getu hans til að hafa eftirlit með þeim veiðiaðferðum sem viðhafðar séu í ánni og rýrt verðgildi og orðspor Kjarrár í augum viðskiptavina. Hafi þeir laskað gæði árinnar sem vöru og gert eitt besta veiðisvæði hennar tímabundið óhæft til frekari veiða,“ segir um málsrök Stara ehf. í dómnum. Þótt veiðiþjófarnir hafi játað brot sitt höfnuðu þeir bótakröfu Stara, meðal annars með vísan til þess að ekkert lægi fyrir um að félagið hefði orðið fyrir tjóni. Dómurinn tók undir þetta og sagði engin gögn liggja fyrir um að Starir hefðu orðið fyrir beinu fjártjóni, svo sem vegna afsláttar eða endurgreiðslu hans til kaupenda veiðileyfa Sömuleiðis hafnaði dómurinn því að dæma mennina til að borga Störum bætur fyrir „orðsporstjón“ eða „laskaða vöru“ eða að dæma einhverjar bætur vegna einhvers konar miska. „Að fenginni þessari niðurstöðu verður einnig að hafna kröfu bótakrefjanda um greiðslu lögmannskostnaðar við að halda kröfunni fram,“ segir í dómnum. Það þýðir að veiðileyfasalinn verður sjálfur að borga sinn lögmannskostnað vegna málsins. Dómurinn staðfesti hins vegar kröfu lögreglustjórans um að tvær veiðistangir mannanna og einn lax væru gerð upptæk og dæmdi þá hvorn um sig til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Héraðsdómur Vesturlands segir ósannað að tveir veiðiþjófar sem gripnir voru í Kjarrá í fyrrasumar hafi valdið veiðileyfasalanum Stara ehf. tjóni. Veiðivörður kom auga á mennina með því að beita dróna. Mennirnir tveir, sem eru 61 árs og 49 ára gamlir og búa í Mosfellsbæ og Grafarvogi, voru ákærðir fyrir veiðiþjófnað af lögreglustjóranum á Vesturlandi. Þeir játuðu fyrir dómi að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa veitt án leyfis í veiðistaðnum Efra-Rauðabergi og að hafa veitt á maðk þrátt fyrir að fluga sé eina leyfilega agnið í Kjarrá. Veiðileyfisalinn gerði fyrir sitt leyti kröfu um að mennirnir greiddu hvor um sig bætur sem svaraði til þriggja daga veiðileyfis á þessu svæði í Kjarrá, 735 þúsund krónur. Í dómnum, sem kveðinn var upp í mars á þessu ári en hefur enn ekki verið birtur, segir að krafan sé byggð á því að veiðiþjófarnir „hafi valdið honum fjárhagslegu tjóni með því að taka þessa vöru hans ófrjálsri hendi án þess að greiða fyrir hana“. Þá segir veiðileyfasalinn mennina hafa valdið sérstöku tjóni með því að nota maðk og setja lífríki árinnar í mikla hættu. „Hafi þeir sáð fræjum óvissu og tortryggni um getu hans til að hafa eftirlit með þeim veiðiaðferðum sem viðhafðar séu í ánni og rýrt verðgildi og orðspor Kjarrár í augum viðskiptavina. Hafi þeir laskað gæði árinnar sem vöru og gert eitt besta veiðisvæði hennar tímabundið óhæft til frekari veiða,“ segir um málsrök Stara ehf. í dómnum. Þótt veiðiþjófarnir hafi játað brot sitt höfnuðu þeir bótakröfu Stara, meðal annars með vísan til þess að ekkert lægi fyrir um að félagið hefði orðið fyrir tjóni. Dómurinn tók undir þetta og sagði engin gögn liggja fyrir um að Starir hefðu orðið fyrir beinu fjártjóni, svo sem vegna afsláttar eða endurgreiðslu hans til kaupenda veiðileyfa Sömuleiðis hafnaði dómurinn því að dæma mennina til að borga Störum bætur fyrir „orðsporstjón“ eða „laskaða vöru“ eða að dæma einhverjar bætur vegna einhvers konar miska. „Að fenginni þessari niðurstöðu verður einnig að hafna kröfu bótakrefjanda um greiðslu lögmannskostnaðar við að halda kröfunni fram,“ segir í dómnum. Það þýðir að veiðileyfasalinn verður sjálfur að borga sinn lögmannskostnað vegna málsins. Dómurinn staðfesti hins vegar kröfu lögreglustjórans um að tvær veiðistangir mannanna og einn lax væru gerð upptæk og dæmdi þá hvorn um sig til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira