![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/AD520ADC7F6C70D766D35AD68632872122DBA50ED0710036FDA0B3890D2C2BB8_308x200.jpg)
Einar Árni hættur hjá Hetti
Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara liðs Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, hefur ákveðið að láta af störfum.
Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara liðs Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, hefur ákveðið að láta af störfum.
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var hæfilega tapsár eftir 84-91 gegn Njarðvík í kvöld enda erfitt að vinna Njarðvík þrisvar í röð eins og hann benti réttilega á.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með sigur sinna manna þegar liðið sótti útisigur í Þorlákshöfn í kvöld, 84-91, og tryggði sér þar með oddaleik á fimmtudaginn.
Njarðvík sótti í kvöld sigur í Þorlákshöfn og tryggði sér þar með oddaleik um sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta.
Valur er kominn í undanúrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir sigur á Hetti í fjórða leik liðana á Egilsstöðum í kvöld. Valur virtist með unninn leik í höndunum en heimamenn knúðu fram framlengingu með frábærum fjórða leikhluta.
„Það er mikill missir að hann skuli missa af næstu þremur leikjum,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, um David Ramos sem nú er kominn í leikbann fyrir pungspark í leik gegn Val.
Aga- og úrskurðanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt David Guardia Ramos, leikmann Hattar í Subway deild karla, í þriggja leikja bann vegna háttsemi sinnar í þriðja leik Vals og Hattar í úrslitakeppni deildarinnar á dögunum. Frá þessu er greint á vef KKÍ núna í morgunsárið.
Þór vann Skallagrím 85-80 í oddaleik í 8-liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta.
Keflavík tók forystuna á ný í kvöld þegar þeir höfðu betur gegn Álftanes 88-84 í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum Subway-deild karla í körfubolta. Remy Martin var frábær í liði Keflavíkur og var ánægður með svar sinna manna eftir tap í leik tvö.
Svavar Atli Birgisson var stoltur af sínu liði eftir frammistöðu kvöldsins gegn Grindavík þó lið Tindastóls hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum. Hann viðurkenndi að tímabilið væri búið að vera erfitt.
Keflavík lagði Álftanes í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Keflavík leiðir nú einvígið 2-1 og þarf aðeins einn sigur til að komast í undanúrslit.
„Ég er bara mjög ánægður að við séum komnir í gegn. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2017 sem við förum í gegnum fyrstu umferðina,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir að hans menn sópuðu Íslandsmeisturum Tindastóls úr leik í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar.
Grindvíkingar urðu í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla. Þetta varð ljóst eftir að liðið vann Tindastól í þriðja sinn í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum.
Það er um fátt annað rætt í körfuboltaheiminum í dag en pungspark David Ramos, leikmanns Hattar, í leik Vals og Hattar í úrslitakeppni Subway-deildar karla í dag.
Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum í Subway-deild karla í kvöld. Liðin voru jöfn með sitthvorn sigurinn fyrir leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld en Þór Þ. tók forystu í einvíginu með 107-110 sigri hér í kvöld eftir framlengingu.
Frank Booker kenndi sér enn meins í klofinu þegar hann mætti í viðtal eftir 94-74 sigur Vals gegn Hetti.
Þór Þorlákshöfn er komið 2-1 yfir í einvígi sínu við Njarðvík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta eftir magnaðan sigur í framlengdum leik í Ljónagryfjunni.
Valur vann 94-74 gegn Hetti í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla.
David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Titilvörn Tindastóls hefur verið ein sú lélegasta í sögunni og aðeins algjör hugarfarsbreyting og söguleg endurkoma getur bjargað úrslitakeppninni hjá liðinu. Kannski væri góð byrjun að hlusta aðeins á sérfræðing Körfuboltakvölds.
Arnór Tristan Helgason átti heiðurinn að „Play leiksins“, það er að segja atvikinu sem stóð upp úr í sigri Grindavíkur gegn Tindastóli í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld.
Ólafur Ólafsson var frábær á Sauðárkróki í gær þegar Grindavík fór illa með Íslandsmeistara Tindastóls og komst í 2-0 í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta.
Álftnesingar settu nýtt met í úrslitakeppni karla í körfubolta í gær með því að vinna stærsta sigurinn í fyrsta heimaleik félags í sögu úrslitakeppninnar.
Íslandsmeistarar Tindastóls eru með bakið upp við vegg eftir annað tapið í röð gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Grindavík þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.
Pétur Ingvarson, þjálfari Keflavíkur, var með einfalda og beinskeytta skýringu á því hvað hefði klikkað í kvöld þegar liðið tapaði 77-56 gegn Álftanesi, en Keflvíkingar skoruðu aðeins sex stig í fyrsta leikhluta og níu í þeim fjórða.
Álftnesingar unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni efstu deildar í kvöld þegar liðið lagði Keflavík nokkuð örugglega, 77-56. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness var afskaplega stoltur í leikslok, bæði af sínu liði og körfuboltasamfélaginu á Álftanesi.
Álftnesingar léku sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppni efstu deildar karla í körfubolta í kvöld og voru greinilega mættir til að selja sig dýrt og verja heimavöllinn en Keflvíkingar skoruðu aðeins sex stig í fyrsta leikhluta.
Íslandsmeistarar Tindastóls þurfa að verja vígi sitt er liðið tekur á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir mæta til leiks eftir dapra frammistöðu í fyrsta leik. Á heimavelli sem hefur ekki reynst eins gjöfull og undanfarin tímabil.
Síkið hefur verið mörgum liðum erfitt yfirferðar undanfarin ár en í dag eru það aftur á móti heimamenn sem eru í vandræðum á sínum eigin heimavelli að skila kröfuhörðu stuðningsfólki sínu eitthvað í líkingu við það sem þeir hafa boðið upp á síðustu ár.
Tómas Valur Þrastarson svo gott sem tryggði Þór Þorlákshöfn sigur gegn Njarðvík í gærkvöld með sannkölluðum hetjuþristi á ögurstundu, í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta.