„Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 13. mars 2025 22:16 Logi Gunnarsson hrósaði sigri gegn sínum gamla læriföður í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld þegar Njarðvíkingar báru sigurorð af Tindastól 101-90 í IceMar-höllinni í kvöld. „Léttir að vinna svona gott lið á heimavelli. Minn fyrsti leikur sem þjálfari og sérstakt fyrir mig, félagið sem ég ólst upp í og mitt uppeldisfélag. Eina liðið sem ég spilaði fyrir á Íslandi, að fá að taka þátt og vera þjálfari í einn leik og það skiptir miklu máli að fá þennan sigur,“ sagði Logi Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í kvöld eftir sigurinn. Logi Gunnarsson var þjálfari Njarðvíkinga í kvöld í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar sem tók út leikbann eftir að hafa verið vikið úr húsi í síðustu umferð. Þjálfaraferill Loga í efstu deild gat varla byrjað gegn erfiðari andstæðing en toppliði Tindastóls og talaði Logi um að Njarðvíkingar hefði verið betri í litlu hlutunum í kvöld. „Það eru miklar pælingar fyrir alla leiki og maður er að fara yfir hvernig við dekkum hitt og þetta hjá hinu liðinu og stundum gera bæði lið mjög vel og þá er það þetta aukalega. Þessi barátta, þessi auka kraftur, þessi ruðningur eins og hjá Snjólfi, það eru bara þessi litlu hlutir sem skipta máli. Mér fannst við vera ofan á þar. Oft er það bara það sem skiptir máli hver vinnur. Mér fannst krafturinn vera meiri í okkur í kvöld og stórt fyrir okkur að vinna besta liðið á heimavelli rétt fyrir úrslitakeppnina. Það er mjög sterkt fyrir okkur og mikilvægt,“ sagði Logi. Eftir vonbrigðin í síðustu umferð þar sem Njarðvíkingar töpuðu gegn Grindavík var gríðarlega sterkt að komast aftur á sigurbraut strax í næsta leik. „Það var bara mjög mikilvægt og skóli fyrir okkur að lenda í framlengdum leik, líka fyrir mig. Ég tók síðasta leikhlutann og framlenginguna og það gerði mig bara mögulega tilbúnari að taka við liðinu hérna í kvöld og hrós á Rúnar, hann er mjög duglegur að hafa mig með í öllum ákvörðunartökum í gegnum tímabilið og við ákveðum allt saman. Það er eitthvað sem hjálpar mér í kvöld. Ég er búin að vera innvinklaður í allt. Ég var mjög ánægður með undirbúningin og þetta skiptir bara miklu máli að hafa tapað síðasta leik og við lærðum mikið af því,“ Þegar stutt er í úrslitakeppni er gott að fá að máta sig við sterkustu liðin. „Það hefur verið þannig og hvort það var ekki þannig í fyrra að Njarðvík vann ekki bestu liðin í tímabilinu eða toppliðin. Í vetur höfum við verið að gera það. Við unnum sterkt lið í kvöld og við höfum verið að vinna Val, Grindavík og líka Tindastól og Keflavík í gengum tímabilið. Það er mjög mikilvægt að vinna þessi lið sem að eru uppi þarna og eru góð lið, vel mönnuð lið. Það er mjög mikilvægt fyrir framhaldið.“ Leikurinn í kvöld var sérstakur fyrir Loga sem stýrði sínum fyrsta leik. „Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna sem var minn þjálfari og tók mig að sér svona 13-14 ára gamlan. Við æfðum öllum stundum saman í íþróttahúsinu sem guttar og svo þjálfaði hann síðasta leikinn minn sem leikmaður og núna fæ ég að taka fyrsta leikinn sem þjálfari á móti honum. Það er sérstak fyrir mig,“ sagði Logi Gunnarsson. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
„Léttir að vinna svona gott lið á heimavelli. Minn fyrsti leikur sem þjálfari og sérstakt fyrir mig, félagið sem ég ólst upp í og mitt uppeldisfélag. Eina liðið sem ég spilaði fyrir á Íslandi, að fá að taka þátt og vera þjálfari í einn leik og það skiptir miklu máli að fá þennan sigur,“ sagði Logi Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í kvöld eftir sigurinn. Logi Gunnarsson var þjálfari Njarðvíkinga í kvöld í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar sem tók út leikbann eftir að hafa verið vikið úr húsi í síðustu umferð. Þjálfaraferill Loga í efstu deild gat varla byrjað gegn erfiðari andstæðing en toppliði Tindastóls og talaði Logi um að Njarðvíkingar hefði verið betri í litlu hlutunum í kvöld. „Það eru miklar pælingar fyrir alla leiki og maður er að fara yfir hvernig við dekkum hitt og þetta hjá hinu liðinu og stundum gera bæði lið mjög vel og þá er það þetta aukalega. Þessi barátta, þessi auka kraftur, þessi ruðningur eins og hjá Snjólfi, það eru bara þessi litlu hlutir sem skipta máli. Mér fannst við vera ofan á þar. Oft er það bara það sem skiptir máli hver vinnur. Mér fannst krafturinn vera meiri í okkur í kvöld og stórt fyrir okkur að vinna besta liðið á heimavelli rétt fyrir úrslitakeppnina. Það er mjög sterkt fyrir okkur og mikilvægt,“ sagði Logi. Eftir vonbrigðin í síðustu umferð þar sem Njarðvíkingar töpuðu gegn Grindavík var gríðarlega sterkt að komast aftur á sigurbraut strax í næsta leik. „Það var bara mjög mikilvægt og skóli fyrir okkur að lenda í framlengdum leik, líka fyrir mig. Ég tók síðasta leikhlutann og framlenginguna og það gerði mig bara mögulega tilbúnari að taka við liðinu hérna í kvöld og hrós á Rúnar, hann er mjög duglegur að hafa mig með í öllum ákvörðunartökum í gegnum tímabilið og við ákveðum allt saman. Það er eitthvað sem hjálpar mér í kvöld. Ég er búin að vera innvinklaður í allt. Ég var mjög ánægður með undirbúningin og þetta skiptir bara miklu máli að hafa tapað síðasta leik og við lærðum mikið af því,“ Þegar stutt er í úrslitakeppni er gott að fá að máta sig við sterkustu liðin. „Það hefur verið þannig og hvort það var ekki þannig í fyrra að Njarðvík vann ekki bestu liðin í tímabilinu eða toppliðin. Í vetur höfum við verið að gera það. Við unnum sterkt lið í kvöld og við höfum verið að vinna Val, Grindavík og líka Tindastól og Keflavík í gengum tímabilið. Það er mjög mikilvægt að vinna þessi lið sem að eru uppi þarna og eru góð lið, vel mönnuð lið. Það er mjög mikilvægt fyrir framhaldið.“ Leikurinn í kvöld var sérstakur fyrir Loga sem stýrði sínum fyrsta leik. „Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna sem var minn þjálfari og tók mig að sér svona 13-14 ára gamlan. Við æfðum öllum stundum saman í íþróttahúsinu sem guttar og svo þjálfaði hann síðasta leikinn minn sem leikmaður og núna fæ ég að taka fyrsta leikinn sem þjálfari á móti honum. Það er sérstak fyrir mig,“ sagði Logi Gunnarsson.
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40