„Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. mars 2025 23:15 Rúnar Ingi var rekinn upp í stúku í leiknum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagðist þurfa að biðja sitt lið afsökunar eftir að hafa fengið tvær tæknivillur og verið rekinn upp í stúku í leik gegn Grindavík í Bónus-deildinni í kvöld. Rúnar Ingi hafði þó sitt að segja um samskipti sín við dómara leiksins. Grindavík vann 122-115 sigur á Njarðvík í Bónus-deild karla í kvöld. Sigur Grindvíkinga var heldur betur dramatískur því þeir knúðu fram framlengingu með ótrúlegum endaspretti og voru síðan sterkari á svellinum í framlengingunni. Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagði sína menn aðeins hafa tapað skynseminni undir lokin. „Við erum að falla aðeins of langt inn í teiginn og gefum þeim tvo þrista sem eru risastórir. Búnir að koma okkur í virkilega góða stöðu til að klára leikinn. Við vorum búnir að vera rosalega skynsamir sóknarlega, sækja vel á hringinn og búa til auðveldar körfur. Svo kannski fer þetta aðeins í að verja forystu, við vorum ekki jafn grimmir á hringinn og Grindavík setur stór skot, kemur sér inn í leikinn og jafnar þetta,“ sagði Rúnar Ingi. Bragi Guðmundsson jafnaði metin og gat tryggt Grindavík sigur þegar 0,4 sekúndur voru eftir á klukkunni en náði aðeins að setja annað af tveimur vítaskotum sínum niður. Vítin fékk hann eftir umdeildan dóm þegar Njarðvíkingar vildu fá ruðning. „Þetta hefði verið frábært „no call“ í lok fjórða leikhluta fyrir leiknum. Það er framlenging, Grindavík skarpari og við lærum af þessu.“ Njarðvík er í þeirri stöðu að vera með þriðja sæti Bónus-deildarinnar í sínum höndum og viðurkenndi Rúnar Ingi að Njarðvíkingar hefðu verið að prófa sig áfram gegn Grindavík í kvöld. „Við erum að spila á móti nýju Grindavíkurliði og fikra okkur áfram hvernig við viljum spila á móti því, það er alveg líklegt að við gætum mætt þeim í fyrstu umferð í úrslitakeppni. Við vorum að prófa ýmislegt, sumt gekk vel en annað ekki. Við fáum á okkur 60 stig í fyrri hálfleik. Það kom smá kafli þar sem við fundum takt en heilt yfir var það sóknarleikur sem var allsráðandi í dag.“ „Þeir bara ákveða að dæma ekki“ Undir lok þriðja leikhluta fékk Rúnar Ingi tvær tæknivillur með skömmu millibili og var rekinn upp í stúku. Hann var ekki ánægður með dómara leiksins í atvikinu sem varð til þess að hann fékk fyrri villuna og heldur ekki sáttur með samskiptin í kjölfarið. „Ég kalla „ha“ eða „villa“ og sveifla höndum. Það enda þrír leikmenn ofan á Khalil Shabazz eftir að hann setur skotið ofan í, ég held að það sé sjálfkrafa villa og ég er búinn að horfa á þetta aftur. Þeir dæma alveg eins villu seinna í leiknum og þeir geta ekki sagt að þeir sjái þetta ekki, þetta er það eina sem er í gangi í þessu hraðaupphlaupi. Þeir bara ákveða að dæma ekki.“ „Ég er að biðja um útskýringar, það er það eina sem ég bað um. Það er allt í góðu með þessa tæknivillu en endilega komdu og segðu mér af hverju þetta er ekki villa. Ég bað dómara leiksins um eðlileg samskipti, ég er alveg tilbúinn að tala við þá og þá get ég sagt leikmanni mínum af hverju hann á ekki að vera fúll því þeir koma með sín rök. Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti og henti mér út.“ Rúnar Ingi sagðist vera á leið inn í klefa að biðja sína menn afsökunar en var ekki viss um að hann ætti skilið að vera í þeirri stöðu. „Kane fær tæknivillu í fyrri hálfleik og er hér baðandi út höndum allan leikinn, blótandi. Ég vill að engum sé hent út, ég er ekki að biðja um að Kane sé hent út. Ég brást liðinu mínu í kvöld og þarf að taka það á mig. Ég þarf að fara inn í klefa og biðja mína menn afsökunar. Hversu mikið ég átti það skilið, ég ætla að leyfa mér að efast um það. Dómarar leiksins eru örugglega ekki sammála mér en fólk getur dæmt um það sjálft. Bónus-deild karla Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Grindavík vann 122-115 sigur á Njarðvík í Bónus-deild karla í kvöld. Sigur Grindvíkinga var heldur betur dramatískur því þeir knúðu fram framlengingu með ótrúlegum endaspretti og voru síðan sterkari á svellinum í framlengingunni. Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagði sína menn aðeins hafa tapað skynseminni undir lokin. „Við erum að falla aðeins of langt inn í teiginn og gefum þeim tvo þrista sem eru risastórir. Búnir að koma okkur í virkilega góða stöðu til að klára leikinn. Við vorum búnir að vera rosalega skynsamir sóknarlega, sækja vel á hringinn og búa til auðveldar körfur. Svo kannski fer þetta aðeins í að verja forystu, við vorum ekki jafn grimmir á hringinn og Grindavík setur stór skot, kemur sér inn í leikinn og jafnar þetta,“ sagði Rúnar Ingi. Bragi Guðmundsson jafnaði metin og gat tryggt Grindavík sigur þegar 0,4 sekúndur voru eftir á klukkunni en náði aðeins að setja annað af tveimur vítaskotum sínum niður. Vítin fékk hann eftir umdeildan dóm þegar Njarðvíkingar vildu fá ruðning. „Þetta hefði verið frábært „no call“ í lok fjórða leikhluta fyrir leiknum. Það er framlenging, Grindavík skarpari og við lærum af þessu.“ Njarðvík er í þeirri stöðu að vera með þriðja sæti Bónus-deildarinnar í sínum höndum og viðurkenndi Rúnar Ingi að Njarðvíkingar hefðu verið að prófa sig áfram gegn Grindavík í kvöld. „Við erum að spila á móti nýju Grindavíkurliði og fikra okkur áfram hvernig við viljum spila á móti því, það er alveg líklegt að við gætum mætt þeim í fyrstu umferð í úrslitakeppni. Við vorum að prófa ýmislegt, sumt gekk vel en annað ekki. Við fáum á okkur 60 stig í fyrri hálfleik. Það kom smá kafli þar sem við fundum takt en heilt yfir var það sóknarleikur sem var allsráðandi í dag.“ „Þeir bara ákveða að dæma ekki“ Undir lok þriðja leikhluta fékk Rúnar Ingi tvær tæknivillur með skömmu millibili og var rekinn upp í stúku. Hann var ekki ánægður með dómara leiksins í atvikinu sem varð til þess að hann fékk fyrri villuna og heldur ekki sáttur með samskiptin í kjölfarið. „Ég kalla „ha“ eða „villa“ og sveifla höndum. Það enda þrír leikmenn ofan á Khalil Shabazz eftir að hann setur skotið ofan í, ég held að það sé sjálfkrafa villa og ég er búinn að horfa á þetta aftur. Þeir dæma alveg eins villu seinna í leiknum og þeir geta ekki sagt að þeir sjái þetta ekki, þetta er það eina sem er í gangi í þessu hraðaupphlaupi. Þeir bara ákveða að dæma ekki.“ „Ég er að biðja um útskýringar, það er það eina sem ég bað um. Það er allt í góðu með þessa tæknivillu en endilega komdu og segðu mér af hverju þetta er ekki villa. Ég bað dómara leiksins um eðlileg samskipti, ég er alveg tilbúinn að tala við þá og þá get ég sagt leikmanni mínum af hverju hann á ekki að vera fúll því þeir koma með sín rök. Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti og henti mér út.“ Rúnar Ingi sagðist vera á leið inn í klefa að biðja sína menn afsökunar en var ekki viss um að hann ætti skilið að vera í þeirri stöðu. „Kane fær tæknivillu í fyrri hálfleik og er hér baðandi út höndum allan leikinn, blótandi. Ég vill að engum sé hent út, ég er ekki að biðja um að Kane sé hent út. Ég brást liðinu mínu í kvöld og þarf að taka það á mig. Ég þarf að fara inn í klefa og biðja mína menn afsökunar. Hversu mikið ég átti það skilið, ég ætla að leyfa mér að efast um það. Dómarar leiksins eru örugglega ekki sammála mér en fólk getur dæmt um það sjálft.
Bónus-deild karla Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti