„Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. mars 2025 23:15 Rúnar Ingi var rekinn upp í stúku í leiknum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagðist þurfa að biðja sitt lið afsökunar eftir að hafa fengið tvær tæknivillur og verið rekinn upp í stúku í leik gegn Grindavík í Bónus-deildinni í kvöld. Rúnar Ingi hafði þó sitt að segja um samskipti sín við dómara leiksins. Grindavík vann 122-115 sigur á Njarðvík í Bónus-deild karla í kvöld. Sigur Grindvíkinga var heldur betur dramatískur því þeir knúðu fram framlengingu með ótrúlegum endaspretti og voru síðan sterkari á svellinum í framlengingunni. Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagði sína menn aðeins hafa tapað skynseminni undir lokin. „Við erum að falla aðeins of langt inn í teiginn og gefum þeim tvo þrista sem eru risastórir. Búnir að koma okkur í virkilega góða stöðu til að klára leikinn. Við vorum búnir að vera rosalega skynsamir sóknarlega, sækja vel á hringinn og búa til auðveldar körfur. Svo kannski fer þetta aðeins í að verja forystu, við vorum ekki jafn grimmir á hringinn og Grindavík setur stór skot, kemur sér inn í leikinn og jafnar þetta,“ sagði Rúnar Ingi. Bragi Guðmundsson jafnaði metin og gat tryggt Grindavík sigur þegar 0,4 sekúndur voru eftir á klukkunni en náði aðeins að setja annað af tveimur vítaskotum sínum niður. Vítin fékk hann eftir umdeildan dóm þegar Njarðvíkingar vildu fá ruðning. „Þetta hefði verið frábært „no call“ í lok fjórða leikhluta fyrir leiknum. Það er framlenging, Grindavík skarpari og við lærum af þessu.“ Njarðvík er í þeirri stöðu að vera með þriðja sæti Bónus-deildarinnar í sínum höndum og viðurkenndi Rúnar Ingi að Njarðvíkingar hefðu verið að prófa sig áfram gegn Grindavík í kvöld. „Við erum að spila á móti nýju Grindavíkurliði og fikra okkur áfram hvernig við viljum spila á móti því, það er alveg líklegt að við gætum mætt þeim í fyrstu umferð í úrslitakeppni. Við vorum að prófa ýmislegt, sumt gekk vel en annað ekki. Við fáum á okkur 60 stig í fyrri hálfleik. Það kom smá kafli þar sem við fundum takt en heilt yfir var það sóknarleikur sem var allsráðandi í dag.“ „Þeir bara ákveða að dæma ekki“ Undir lok þriðja leikhluta fékk Rúnar Ingi tvær tæknivillur með skömmu millibili og var rekinn upp í stúku. Hann var ekki ánægður með dómara leiksins í atvikinu sem varð til þess að hann fékk fyrri villuna og heldur ekki sáttur með samskiptin í kjölfarið. „Ég kalla „ha“ eða „villa“ og sveifla höndum. Það enda þrír leikmenn ofan á Khalil Shabazz eftir að hann setur skotið ofan í, ég held að það sé sjálfkrafa villa og ég er búinn að horfa á þetta aftur. Þeir dæma alveg eins villu seinna í leiknum og þeir geta ekki sagt að þeir sjái þetta ekki, þetta er það eina sem er í gangi í þessu hraðaupphlaupi. Þeir bara ákveða að dæma ekki.“ „Ég er að biðja um útskýringar, það er það eina sem ég bað um. Það er allt í góðu með þessa tæknivillu en endilega komdu og segðu mér af hverju þetta er ekki villa. Ég bað dómara leiksins um eðlileg samskipti, ég er alveg tilbúinn að tala við þá og þá get ég sagt leikmanni mínum af hverju hann á ekki að vera fúll því þeir koma með sín rök. Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti og henti mér út.“ Rúnar Ingi sagðist vera á leið inn í klefa að biðja sína menn afsökunar en var ekki viss um að hann ætti skilið að vera í þeirri stöðu. „Kane fær tæknivillu í fyrri hálfleik og er hér baðandi út höndum allan leikinn, blótandi. Ég vill að engum sé hent út, ég er ekki að biðja um að Kane sé hent út. Ég brást liðinu mínu í kvöld og þarf að taka það á mig. Ég þarf að fara inn í klefa og biðja mína menn afsökunar. Hversu mikið ég átti það skilið, ég ætla að leyfa mér að efast um það. Dómarar leiksins eru örugglega ekki sammála mér en fólk getur dæmt um það sjálft. Bónus-deild karla Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Grindavík vann 122-115 sigur á Njarðvík í Bónus-deild karla í kvöld. Sigur Grindvíkinga var heldur betur dramatískur því þeir knúðu fram framlengingu með ótrúlegum endaspretti og voru síðan sterkari á svellinum í framlengingunni. Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagði sína menn aðeins hafa tapað skynseminni undir lokin. „Við erum að falla aðeins of langt inn í teiginn og gefum þeim tvo þrista sem eru risastórir. Búnir að koma okkur í virkilega góða stöðu til að klára leikinn. Við vorum búnir að vera rosalega skynsamir sóknarlega, sækja vel á hringinn og búa til auðveldar körfur. Svo kannski fer þetta aðeins í að verja forystu, við vorum ekki jafn grimmir á hringinn og Grindavík setur stór skot, kemur sér inn í leikinn og jafnar þetta,“ sagði Rúnar Ingi. Bragi Guðmundsson jafnaði metin og gat tryggt Grindavík sigur þegar 0,4 sekúndur voru eftir á klukkunni en náði aðeins að setja annað af tveimur vítaskotum sínum niður. Vítin fékk hann eftir umdeildan dóm þegar Njarðvíkingar vildu fá ruðning. „Þetta hefði verið frábært „no call“ í lok fjórða leikhluta fyrir leiknum. Það er framlenging, Grindavík skarpari og við lærum af þessu.“ Njarðvík er í þeirri stöðu að vera með þriðja sæti Bónus-deildarinnar í sínum höndum og viðurkenndi Rúnar Ingi að Njarðvíkingar hefðu verið að prófa sig áfram gegn Grindavík í kvöld. „Við erum að spila á móti nýju Grindavíkurliði og fikra okkur áfram hvernig við viljum spila á móti því, það er alveg líklegt að við gætum mætt þeim í fyrstu umferð í úrslitakeppni. Við vorum að prófa ýmislegt, sumt gekk vel en annað ekki. Við fáum á okkur 60 stig í fyrri hálfleik. Það kom smá kafli þar sem við fundum takt en heilt yfir var það sóknarleikur sem var allsráðandi í dag.“ „Þeir bara ákveða að dæma ekki“ Undir lok þriðja leikhluta fékk Rúnar Ingi tvær tæknivillur með skömmu millibili og var rekinn upp í stúku. Hann var ekki ánægður með dómara leiksins í atvikinu sem varð til þess að hann fékk fyrri villuna og heldur ekki sáttur með samskiptin í kjölfarið. „Ég kalla „ha“ eða „villa“ og sveifla höndum. Það enda þrír leikmenn ofan á Khalil Shabazz eftir að hann setur skotið ofan í, ég held að það sé sjálfkrafa villa og ég er búinn að horfa á þetta aftur. Þeir dæma alveg eins villu seinna í leiknum og þeir geta ekki sagt að þeir sjái þetta ekki, þetta er það eina sem er í gangi í þessu hraðaupphlaupi. Þeir bara ákveða að dæma ekki.“ „Ég er að biðja um útskýringar, það er það eina sem ég bað um. Það er allt í góðu með þessa tæknivillu en endilega komdu og segðu mér af hverju þetta er ekki villa. Ég bað dómara leiksins um eðlileg samskipti, ég er alveg tilbúinn að tala við þá og þá get ég sagt leikmanni mínum af hverju hann á ekki að vera fúll því þeir koma með sín rök. Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti og henti mér út.“ Rúnar Ingi sagðist vera á leið inn í klefa að biðja sína menn afsökunar en var ekki viss um að hann ætti skilið að vera í þeirri stöðu. „Kane fær tæknivillu í fyrri hálfleik og er hér baðandi út höndum allan leikinn, blótandi. Ég vill að engum sé hent út, ég er ekki að biðja um að Kane sé hent út. Ég brást liðinu mínu í kvöld og þarf að taka það á mig. Ég þarf að fara inn í klefa og biðja mína menn afsökunar. Hversu mikið ég átti það skilið, ég ætla að leyfa mér að efast um það. Dómarar leiksins eru örugglega ekki sammála mér en fólk getur dæmt um það sjálft.
Bónus-deild karla Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira