Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2025 12:01 Þórir mun takast á við Valsmenn í dag, með titil í húfi. Vísir/Anton Brink Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður körfuboltaliðs KR, hefur verið í laser focus undanfarna daga, og ekki að ástæðulausu. Gríðarleg eftirvænting er fyrir bikarúrslitaleik dagsins við Val. KR og Valur mætast í bikarúrslitum klukkan 16:30 í Smáranum í Kópavogi. Reykjavíkurstórveldin eigast við í úrslitum í fyrsta sinn í rúm 40 ár, en þau mættust síðast á þessu sviði árið 1984. Spennan er eftir því, enda varð uppselt á mettíma. Líkt og aðrir bíður Þórir hreinlega bara þess að leikurinn fari af stað. „Það er bara spenningur. Það er voðalítið annað hægt að gera en að bíða eftir að leikurinn byrji,“ sagði Þórir þegar íþróttadeild náði á hann í morgunsárið. „Hún getur stundum verið svolítið löng. En maður þarf bara að nýta tímann og fara í gegnum sinn undirbúning. Vera viss um að stilla hausinn rétt,“ segir Þórir og bætir við um sitt plan í dag: „Ég mun bara taka því rólega, fá mér á borða áður en maður mætir upp í höll tveimur tímum fyrir leik. Svo er bara að bíða eftir að þetta byrji.“ Fyrsti úrslitaleikurinn í sjö ár Spennan er mikil í Vesturbæ enda liðið ekki farið í bikarúrslit í sjö ár. „Ég held það sé óhætt að segja að það sé von á veislu. Miðarnir voru fljótir að fara og ég veit það er búið að keyra upp alvöru stemningu KR-megin. Það hefur verið frábærlega staðið að þessari bikarhelgi hjá stjórninni og öllum KR-ingunum sem hafa komið og stutt okkur. Við erum mjög spenntir að spila fyrir framan okkar áhorfendur á eftir,“ segir Þórir. Stuðningsfólk KR ætlar að hefja upphitun strax í hádeginu í félagsheimili KR og ferja stuðningsfólk svo suður í Kópavog. Færri komast að en vilja og einhverjir munu sitja eftir í félagsheimilinu og horfa á leikinn þar. Orðinn vanur því að mæta Finni Þórir var hluti af liði KR sem vann bikarinn 2016 og 2017, auk þess að fara með liðinu í úrslitaleikinn 2018, sem tapaðist stórt fyrir Tindastóli. Í þessum þremur úrslitaleikjum var Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR-liðsins en hann mun stýra Valsmönnum gegn KR-liðinu í dag. „Ég hef mitt fyrsta ár í meistaraflokki fyrir Finn og hann er frábær þjálfari. En ég hef nú mætt honum nokkrum sinnum áður síðan hann tók við Völsurunum, þannig að þetta verður ekkert mikið öðruvísi, held ég,“ segir Þórir. Hver er lykilinn að sigri? „Við þurfum að vera óhræddir, eins og við vorum í Stjörnuleiknum. Það er að njóta þess að spila og keyra á þetta. Að vera óhræddir og skipulagðir,“ segir Þórir. Er hann bjartsýnn fyrir leik dagsins? „Ég er alltaf bjartsýnn.“ KR Valur VÍS-bikarinn Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira
KR og Valur mætast í bikarúrslitum klukkan 16:30 í Smáranum í Kópavogi. Reykjavíkurstórveldin eigast við í úrslitum í fyrsta sinn í rúm 40 ár, en þau mættust síðast á þessu sviði árið 1984. Spennan er eftir því, enda varð uppselt á mettíma. Líkt og aðrir bíður Þórir hreinlega bara þess að leikurinn fari af stað. „Það er bara spenningur. Það er voðalítið annað hægt að gera en að bíða eftir að leikurinn byrji,“ sagði Þórir þegar íþróttadeild náði á hann í morgunsárið. „Hún getur stundum verið svolítið löng. En maður þarf bara að nýta tímann og fara í gegnum sinn undirbúning. Vera viss um að stilla hausinn rétt,“ segir Þórir og bætir við um sitt plan í dag: „Ég mun bara taka því rólega, fá mér á borða áður en maður mætir upp í höll tveimur tímum fyrir leik. Svo er bara að bíða eftir að þetta byrji.“ Fyrsti úrslitaleikurinn í sjö ár Spennan er mikil í Vesturbæ enda liðið ekki farið í bikarúrslit í sjö ár. „Ég held það sé óhætt að segja að það sé von á veislu. Miðarnir voru fljótir að fara og ég veit það er búið að keyra upp alvöru stemningu KR-megin. Það hefur verið frábærlega staðið að þessari bikarhelgi hjá stjórninni og öllum KR-ingunum sem hafa komið og stutt okkur. Við erum mjög spenntir að spila fyrir framan okkar áhorfendur á eftir,“ segir Þórir. Stuðningsfólk KR ætlar að hefja upphitun strax í hádeginu í félagsheimili KR og ferja stuðningsfólk svo suður í Kópavog. Færri komast að en vilja og einhverjir munu sitja eftir í félagsheimilinu og horfa á leikinn þar. Orðinn vanur því að mæta Finni Þórir var hluti af liði KR sem vann bikarinn 2016 og 2017, auk þess að fara með liðinu í úrslitaleikinn 2018, sem tapaðist stórt fyrir Tindastóli. Í þessum þremur úrslitaleikjum var Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR-liðsins en hann mun stýra Valsmönnum gegn KR-liðinu í dag. „Ég hef mitt fyrsta ár í meistaraflokki fyrir Finn og hann er frábær þjálfari. En ég hef nú mætt honum nokkrum sinnum áður síðan hann tók við Völsurunum, þannig að þetta verður ekkert mikið öðruvísi, held ég,“ segir Þórir. Hver er lykilinn að sigri? „Við þurfum að vera óhræddir, eins og við vorum í Stjörnuleiknum. Það er að njóta þess að spila og keyra á þetta. Að vera óhræddir og skipulagðir,“ segir Þórir. Er hann bjartsýnn fyrir leik dagsins? „Ég er alltaf bjartsýnn.“
KR Valur VÍS-bikarinn Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira