Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2025 12:01 Þórir mun takast á við Valsmenn í dag, með titil í húfi. Vísir/Anton Brink Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður körfuboltaliðs KR, hefur verið í laser focus undanfarna daga, og ekki að ástæðulausu. Gríðarleg eftirvænting er fyrir bikarúrslitaleik dagsins við Val. KR og Valur mætast í bikarúrslitum klukkan 16:30 í Smáranum í Kópavogi. Reykjavíkurstórveldin eigast við í úrslitum í fyrsta sinn í rúm 40 ár, en þau mættust síðast á þessu sviði árið 1984. Spennan er eftir því, enda varð uppselt á mettíma. Líkt og aðrir bíður Þórir hreinlega bara þess að leikurinn fari af stað. „Það er bara spenningur. Það er voðalítið annað hægt að gera en að bíða eftir að leikurinn byrji,“ sagði Þórir þegar íþróttadeild náði á hann í morgunsárið. „Hún getur stundum verið svolítið löng. En maður þarf bara að nýta tímann og fara í gegnum sinn undirbúning. Vera viss um að stilla hausinn rétt,“ segir Þórir og bætir við um sitt plan í dag: „Ég mun bara taka því rólega, fá mér á borða áður en maður mætir upp í höll tveimur tímum fyrir leik. Svo er bara að bíða eftir að þetta byrji.“ Fyrsti úrslitaleikurinn í sjö ár Spennan er mikil í Vesturbæ enda liðið ekki farið í bikarúrslit í sjö ár. „Ég held það sé óhætt að segja að það sé von á veislu. Miðarnir voru fljótir að fara og ég veit það er búið að keyra upp alvöru stemningu KR-megin. Það hefur verið frábærlega staðið að þessari bikarhelgi hjá stjórninni og öllum KR-ingunum sem hafa komið og stutt okkur. Við erum mjög spenntir að spila fyrir framan okkar áhorfendur á eftir,“ segir Þórir. Stuðningsfólk KR ætlar að hefja upphitun strax í hádeginu í félagsheimili KR og ferja stuðningsfólk svo suður í Kópavog. Færri komast að en vilja og einhverjir munu sitja eftir í félagsheimilinu og horfa á leikinn þar. Orðinn vanur því að mæta Finni Þórir var hluti af liði KR sem vann bikarinn 2016 og 2017, auk þess að fara með liðinu í úrslitaleikinn 2018, sem tapaðist stórt fyrir Tindastóli. Í þessum þremur úrslitaleikjum var Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR-liðsins en hann mun stýra Valsmönnum gegn KR-liðinu í dag. „Ég hef mitt fyrsta ár í meistaraflokki fyrir Finn og hann er frábær þjálfari. En ég hef nú mætt honum nokkrum sinnum áður síðan hann tók við Völsurunum, þannig að þetta verður ekkert mikið öðruvísi, held ég,“ segir Þórir. Hver er lykilinn að sigri? „Við þurfum að vera óhræddir, eins og við vorum í Stjörnuleiknum. Það er að njóta þess að spila og keyra á þetta. Að vera óhræddir og skipulagðir,“ segir Þórir. Er hann bjartsýnn fyrir leik dagsins? „Ég er alltaf bjartsýnn.“ KR Valur VÍS-bikarinn Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira
KR og Valur mætast í bikarúrslitum klukkan 16:30 í Smáranum í Kópavogi. Reykjavíkurstórveldin eigast við í úrslitum í fyrsta sinn í rúm 40 ár, en þau mættust síðast á þessu sviði árið 1984. Spennan er eftir því, enda varð uppselt á mettíma. Líkt og aðrir bíður Þórir hreinlega bara þess að leikurinn fari af stað. „Það er bara spenningur. Það er voðalítið annað hægt að gera en að bíða eftir að leikurinn byrji,“ sagði Þórir þegar íþróttadeild náði á hann í morgunsárið. „Hún getur stundum verið svolítið löng. En maður þarf bara að nýta tímann og fara í gegnum sinn undirbúning. Vera viss um að stilla hausinn rétt,“ segir Þórir og bætir við um sitt plan í dag: „Ég mun bara taka því rólega, fá mér á borða áður en maður mætir upp í höll tveimur tímum fyrir leik. Svo er bara að bíða eftir að þetta byrji.“ Fyrsti úrslitaleikurinn í sjö ár Spennan er mikil í Vesturbæ enda liðið ekki farið í bikarúrslit í sjö ár. „Ég held það sé óhætt að segja að það sé von á veislu. Miðarnir voru fljótir að fara og ég veit það er búið að keyra upp alvöru stemningu KR-megin. Það hefur verið frábærlega staðið að þessari bikarhelgi hjá stjórninni og öllum KR-ingunum sem hafa komið og stutt okkur. Við erum mjög spenntir að spila fyrir framan okkar áhorfendur á eftir,“ segir Þórir. Stuðningsfólk KR ætlar að hefja upphitun strax í hádeginu í félagsheimili KR og ferja stuðningsfólk svo suður í Kópavog. Færri komast að en vilja og einhverjir munu sitja eftir í félagsheimilinu og horfa á leikinn þar. Orðinn vanur því að mæta Finni Þórir var hluti af liði KR sem vann bikarinn 2016 og 2017, auk þess að fara með liðinu í úrslitaleikinn 2018, sem tapaðist stórt fyrir Tindastóli. Í þessum þremur úrslitaleikjum var Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR-liðsins en hann mun stýra Valsmönnum gegn KR-liðinu í dag. „Ég hef mitt fyrsta ár í meistaraflokki fyrir Finn og hann er frábær þjálfari. En ég hef nú mætt honum nokkrum sinnum áður síðan hann tók við Völsurunum, þannig að þetta verður ekkert mikið öðruvísi, held ég,“ segir Þórir. Hver er lykilinn að sigri? „Við þurfum að vera óhræddir, eins og við vorum í Stjörnuleiknum. Það er að njóta þess að spila og keyra á þetta. Að vera óhræddir og skipulagðir,“ segir Þórir. Er hann bjartsýnn fyrir leik dagsins? „Ég er alltaf bjartsýnn.“
KR Valur VÍS-bikarinn Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira