
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 3-0 | Blikar aftur á beinu brautina
Breiðablik vann öruggan sigur á Stjörnunni, 3-0, þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í 3. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var mikilvægur fyrir Blika eftir óvænt tap í Keflavík í síðustu umferð. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Stjörnukvenna í sumar.