Nik: Við gerðum nóg Stefán Snær Ágústsson skrifar 26. apríl 2023 22:45 Nik, þjálfari Þróttar. Vísir/Hulda Margrét Nik Chamberlain, Þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, var að vonum sáttur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs gegn FH í fyrsta deildarleik tímabilsins í sumarsnjóveðri í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. Eftir jafna byrjun fengu Þróttarar tvö víti sem var of hár tindur fyrir nýliðana FH að klífa og Þróttur sigldi heim sannfærandi sigri, lokatölur 4-1. „Leikurinn var smá sóðalegur (e. sloppy). Maður þekkir FH, þær munu koma með kraft og reyna skapa mistök sem gerðist á kafla í seinni hálfleik. Við gerðum nóg, þetta var ekki okkar besti leikur en það er mikilvægt að ná í þrjú stig, sérstaklega á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins.” Táningurinn Katla Tryggvadóttir, efnilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra, hóf nýja tímabilið með tvö örugg mörk frá vítapunktinum og glæsilega utanfótastoðsendingu til að gera endanlega út um leikinn í seinni hálfleik. „Hún getur bæði skapað og skorað, það er það besta við hana að hún hefur báða þessa hæfileika. Framtíðin hennar er mjög, mjög björt. Hún er góð að gera marga hluti með boltann og nú þarf bara að vinna í hvernig hún spilar án boltans. Hún er að læra en það sést hversu mikilvæg sköpunarkarftur og markaskorun hennar er.“ Annar unglingur, Freyja Karín Þorvarðardóttir, kom inn af bekknum í seinni hálfleik og lét svo sannarlega til sín taka, skoraði tvö og var nálægt þrennu. Þessi 19 ára famherji setti samtals tíu mörk í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í vetur og hefur nú opnað markareikninginn í Bestu fyrir sumarið. „Freyja er frábær (e. fantastic). Hún kemur inn á og maður veit að hún gefur alltaf hundrað og tíu prósent. Hún er alltaf á fullu og ef ég er hreinskilinn þá þurftum við það inn í leikinn, smá breytingu og hraða þarna frammi eftir smá meiðsli hjá Tanya.“ “Freyja kom inn á og tók tækifærin vel. Hún hefði kannski átt að skora eitt í viðbót en það góða er að hún komst í sambærilega stöðu seinna og var yfirvegaðri, en það er eitt sem hún hefur verið að vinna í að bæta í vetur svo hún átti skilið þessi tvö mörk.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Þróttur Reykjavík vann 4-1 sigur á nýliðum FH í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. apríl 2023 21:10 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Eftir jafna byrjun fengu Þróttarar tvö víti sem var of hár tindur fyrir nýliðana FH að klífa og Þróttur sigldi heim sannfærandi sigri, lokatölur 4-1. „Leikurinn var smá sóðalegur (e. sloppy). Maður þekkir FH, þær munu koma með kraft og reyna skapa mistök sem gerðist á kafla í seinni hálfleik. Við gerðum nóg, þetta var ekki okkar besti leikur en það er mikilvægt að ná í þrjú stig, sérstaklega á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins.” Táningurinn Katla Tryggvadóttir, efnilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra, hóf nýja tímabilið með tvö örugg mörk frá vítapunktinum og glæsilega utanfótastoðsendingu til að gera endanlega út um leikinn í seinni hálfleik. „Hún getur bæði skapað og skorað, það er það besta við hana að hún hefur báða þessa hæfileika. Framtíðin hennar er mjög, mjög björt. Hún er góð að gera marga hluti með boltann og nú þarf bara að vinna í hvernig hún spilar án boltans. Hún er að læra en það sést hversu mikilvæg sköpunarkarftur og markaskorun hennar er.“ Annar unglingur, Freyja Karín Þorvarðardóttir, kom inn af bekknum í seinni hálfleik og lét svo sannarlega til sín taka, skoraði tvö og var nálægt þrennu. Þessi 19 ára famherji setti samtals tíu mörk í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í vetur og hefur nú opnað markareikninginn í Bestu fyrir sumarið. „Freyja er frábær (e. fantastic). Hún kemur inn á og maður veit að hún gefur alltaf hundrað og tíu prósent. Hún er alltaf á fullu og ef ég er hreinskilinn þá þurftum við það inn í leikinn, smá breytingu og hraða þarna frammi eftir smá meiðsli hjá Tanya.“ “Freyja kom inn á og tók tækifærin vel. Hún hefði kannski átt að skora eitt í viðbót en það góða er að hún komst í sambærilega stöðu seinna og var yfirvegaðri, en það er eitt sem hún hefur verið að vinna í að bæta í vetur svo hún átti skilið þessi tvö mörk.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Þróttur Reykjavík vann 4-1 sigur á nýliðum FH í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. apríl 2023 21:10 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Leik lokið: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Þróttur Reykjavík vann 4-1 sigur á nýliðum FH í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. apríl 2023 21:10