Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 1-0 | Eyjakonur unnu fyrsta sigur tímabilsins Einar Kárason skrifar 25. apríl 2023 21:14 ÍBV vann góðan 1-0 sigur gegn Selfyssingum í kvöld. Vísir/Bára ÍBV vann góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Selfyssingum í Suðurlandsslag í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Það var fremur vindasamt og grátt á Hásteinsvelli þegar ÍBV tók á móti Selfoss í dag í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. Gestirnir hófu leik með vindinn í bakið og fóru fyrstu mínútur leiksins nánast einungis fram á vallarhelmingi ÍBV en austurgolan hafði töluverð áhrif á gæði leiksins, sér í lagi í upphafi. Þrátt fyrir yfirburði Selfyssinga þá áttu þær erfitt með að skapa sér góð marktækifæri gegn þéttri vörn Eyjastúlkna. Stuttu eftir álitlega sókn gestanna gerði Kristín Erna Sigurlásdóttir vel á miðjum vellinum og þræddi frábæra sendingu í gegn á Holly Taylor Oneill, sem gerði vel í baráttunni gegn Jimenu Lopéz Fuentes og skaut boltanum hægra megin við Iduni Jörgensen marki Selfoss. Markið var fyrsta mark Holly í sínum fyrsta leik. Sekúndum síðar dró til tíðinda þegar Holly gerðist brotleg inni í eigin teig þegar hún tók Barbáru Sól Gísladóttur niður. Afar klaufalegt brot svo skömmu eftir að hafa komið ÍBV yfir. Jimena fór á punktinn en vinstri fótar skot hennar setti boltann víðsfjarri markrammanum. Staðan enn eitt núll. Kristín Erna var nálægt því að tvöfalda forustu ÍBV þegar Holly sendi hana í gegn. Kristín kláraði færið vel, en upp fór flaggið. Sendingin frá Holly sekúndubrotum of sein af stað. Gestirnir reyndu eins og þeir gátu að jafna leikinn fyrir hálfleik en áttu ekki erindi sem erfiði. ÍBV því marki yfir þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Eins og við var að búast snérist leikurinn á höfuð sér í síðari hálfleik. ÍBV sótti í sig veðrið, bókstaflega, og hleyptu gestunum takmarkað fram á völlinn. Eyjastúlkur hikuðu ekki við að láta vaða fyrir utan teig með vindinn í bakið en án árangurs. Selfoss gekk hinsvegar vel að spila boltanum meðfram jörðinni og áttu fínar rispur upp völlinn með stuttu, snyrtilegu spili. Marktilraunirnar hinsvegar ekki nægilega öflugar til að trufla Guðnýju Geirsdóttur í marki ÍBV. Selfyssingar sóttu stíft undir lokin og var mikil ókyrrð í vörn ÍBV sem hélt þó út. Niðurstaðan því 1-0 sigur ÍBV í hörkuleik milli tveggja góðra liða. Af hverju vann ÍBV? Eyjastúlkur nýttu eina færið sem þær sköpuðu í fyrri hálfleik, gegn vindi, á meðan Selfoss átti í stökustu vandræðum með að skapa sér færi þrátt fyrir að vera með boltann bróðurpart fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikurinn var eign ÍBV og voru þær líklegri til að bæta við. Hverjar stóðu upp úr? Kristín Erna og Holly voru góðar fram á við hjá ÍBV í dag og sáu til þess að vörn gestanna hafði í nægu að snúast. Selma Björt Sigursveinsdóttir spilaði bæði í vinstri og hægri bakverði í dag og skilaði góðu dagsverki. Thelma Sól Óðinsdóttir byrjaði á miðjunni ásamt Caeley Michael Lordimann og mynduðu þær öflugt tvíeyki. Sif Atladóttir var góð í vörn gestanna og stöðvaði aragrúa álitlegra sókna í síðari hálfleik. Engu gleymt. Heilt yfir var leikurinn vel leikinn og af nægum nöfnum að taka í þennan dálk. Hvað gekk illa? Selfoss náði engan veginn að nýta sér yfirburðina með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Jimena, þrátt fyrir prýðis leik, hefur líklega ekki mikinn áhuga á því að sjá vítaspyrnu sína endursýnda. Hvað gerist næst? ÍBV gerir sér ferð í Garðabæinn á þriðjudaginn eftir viku á meðan en degi fyrr taka Selfyssingar á móti Þrótturum. Todor: Todor Hristov, þjálfari ÍBV.Mynd/ÍBV „Það er frábært að byrja á þremur stigum,” sagði Todor Hristov eftir sigur í sínum fyrsta deildarleik sem þjálfari ÍBV. „Það er mjög mikilvægt að byrja vel. Hefðum við tapað þá væri ekkert drama en það er betra að byrja á sigri. Þetta er frábært.” „Ég held að fyrri hálfleikurinn var þannig að við þurftum að aðlagast veðri og við vitum hvernig er þetta er. Stundum er það völlurinn, stundum veðrið. Stelpurnar okkar stóðu sig mjög vel. Ég bjóst við að vera með aðeins meira með boltann í seinni hálfleik. Selfoss gerði vel að reyna að komast í sókn. Við vorum svolítið sniðugar að halda þessu í eitt núll svo í lokin.” Fjórir leikmenn úr öðrum flokki og nýjir leikmenn „Til að vera hreinskilinn, upp á tíu af tíu,” sagði Todor varðandi frammistöðu nýju leikmannana í liði ÍBV. „Þær eru að koma inn í nýtt lið og að gera sitt besta og gefa hundrað prósent er erfitt. Svo er ég ánægður með okkar stelpur. Fjórar stelpur úr öðrum flokki í byrjunarliði sem er ógeðslega gaman að sjá. Ég er að reyna að blanda þessu saman og fá það besta úr þeim.” „Við erum alveg róleg. Við gerum þetta step by step og hugsum um næsta leik. Ekkert meira en það,” sagði Todor. Björn: Með vindinn í bakið hefðum við átt að lúðra boltanum meira í áttina að markinu Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var súr eftir leik. „Þetta var súrt. Liðið fannst mér gera vel við erfiðar aðstæður. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og ef það er eitthvað lið sem kann að spila í svona veðri og aðstæðum þá er það ÍBV. Þær eru góðar í því.” „Ég er ekki nægilega ánægður með að við nýtum ekki skotsjénsa heldur endalaust verið að leita að betra færi. Með vindinn í bakið hefðum við átt að lúðra boltanum meira í áttina að markinu. Eða meira? Við gerðum eiginlega ekki neitt af því. Ég er svolítið pirraður yfir því,” sagði Björn og glotti. „Mér fannst við gera ágætlega í að leysa háa pressu ÍBV. Komum okkur fram á völlinn en það varð ekkert úr því. Við fáum víti í fyrri hálfleik sem við misnotum en þetta var baráttuleikur og þetta var erfitt.” „Við erum orðið vel spilandi lið og lögðum þennan leik upp þannig að þetta myndi ekki ráðast hvort liðið myndi spila betri fótbolta. Þetta yrði 50/50 augnablik sem myndi ráða úrslitum, við vorum meðvituð um það. Þetta er sama leikmynd og í fyrra þegar við mættumst snemma í maí. Þá féll þetta okkar megin. Nú fengu Vestmannaeyingar þetta með sér,” sagði Björn að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn UMF Selfoss ÍBV Besta deild kvenna
ÍBV vann góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Selfyssingum í Suðurlandsslag í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Það var fremur vindasamt og grátt á Hásteinsvelli þegar ÍBV tók á móti Selfoss í dag í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. Gestirnir hófu leik með vindinn í bakið og fóru fyrstu mínútur leiksins nánast einungis fram á vallarhelmingi ÍBV en austurgolan hafði töluverð áhrif á gæði leiksins, sér í lagi í upphafi. Þrátt fyrir yfirburði Selfyssinga þá áttu þær erfitt með að skapa sér góð marktækifæri gegn þéttri vörn Eyjastúlkna. Stuttu eftir álitlega sókn gestanna gerði Kristín Erna Sigurlásdóttir vel á miðjum vellinum og þræddi frábæra sendingu í gegn á Holly Taylor Oneill, sem gerði vel í baráttunni gegn Jimenu Lopéz Fuentes og skaut boltanum hægra megin við Iduni Jörgensen marki Selfoss. Markið var fyrsta mark Holly í sínum fyrsta leik. Sekúndum síðar dró til tíðinda þegar Holly gerðist brotleg inni í eigin teig þegar hún tók Barbáru Sól Gísladóttur niður. Afar klaufalegt brot svo skömmu eftir að hafa komið ÍBV yfir. Jimena fór á punktinn en vinstri fótar skot hennar setti boltann víðsfjarri markrammanum. Staðan enn eitt núll. Kristín Erna var nálægt því að tvöfalda forustu ÍBV þegar Holly sendi hana í gegn. Kristín kláraði færið vel, en upp fór flaggið. Sendingin frá Holly sekúndubrotum of sein af stað. Gestirnir reyndu eins og þeir gátu að jafna leikinn fyrir hálfleik en áttu ekki erindi sem erfiði. ÍBV því marki yfir þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Eins og við var að búast snérist leikurinn á höfuð sér í síðari hálfleik. ÍBV sótti í sig veðrið, bókstaflega, og hleyptu gestunum takmarkað fram á völlinn. Eyjastúlkur hikuðu ekki við að láta vaða fyrir utan teig með vindinn í bakið en án árangurs. Selfoss gekk hinsvegar vel að spila boltanum meðfram jörðinni og áttu fínar rispur upp völlinn með stuttu, snyrtilegu spili. Marktilraunirnar hinsvegar ekki nægilega öflugar til að trufla Guðnýju Geirsdóttur í marki ÍBV. Selfyssingar sóttu stíft undir lokin og var mikil ókyrrð í vörn ÍBV sem hélt þó út. Niðurstaðan því 1-0 sigur ÍBV í hörkuleik milli tveggja góðra liða. Af hverju vann ÍBV? Eyjastúlkur nýttu eina færið sem þær sköpuðu í fyrri hálfleik, gegn vindi, á meðan Selfoss átti í stökustu vandræðum með að skapa sér færi þrátt fyrir að vera með boltann bróðurpart fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikurinn var eign ÍBV og voru þær líklegri til að bæta við. Hverjar stóðu upp úr? Kristín Erna og Holly voru góðar fram á við hjá ÍBV í dag og sáu til þess að vörn gestanna hafði í nægu að snúast. Selma Björt Sigursveinsdóttir spilaði bæði í vinstri og hægri bakverði í dag og skilaði góðu dagsverki. Thelma Sól Óðinsdóttir byrjaði á miðjunni ásamt Caeley Michael Lordimann og mynduðu þær öflugt tvíeyki. Sif Atladóttir var góð í vörn gestanna og stöðvaði aragrúa álitlegra sókna í síðari hálfleik. Engu gleymt. Heilt yfir var leikurinn vel leikinn og af nægum nöfnum að taka í þennan dálk. Hvað gekk illa? Selfoss náði engan veginn að nýta sér yfirburðina með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Jimena, þrátt fyrir prýðis leik, hefur líklega ekki mikinn áhuga á því að sjá vítaspyrnu sína endursýnda. Hvað gerist næst? ÍBV gerir sér ferð í Garðabæinn á þriðjudaginn eftir viku á meðan en degi fyrr taka Selfyssingar á móti Þrótturum. Todor: Todor Hristov, þjálfari ÍBV.Mynd/ÍBV „Það er frábært að byrja á þremur stigum,” sagði Todor Hristov eftir sigur í sínum fyrsta deildarleik sem þjálfari ÍBV. „Það er mjög mikilvægt að byrja vel. Hefðum við tapað þá væri ekkert drama en það er betra að byrja á sigri. Þetta er frábært.” „Ég held að fyrri hálfleikurinn var þannig að við þurftum að aðlagast veðri og við vitum hvernig er þetta er. Stundum er það völlurinn, stundum veðrið. Stelpurnar okkar stóðu sig mjög vel. Ég bjóst við að vera með aðeins meira með boltann í seinni hálfleik. Selfoss gerði vel að reyna að komast í sókn. Við vorum svolítið sniðugar að halda þessu í eitt núll svo í lokin.” Fjórir leikmenn úr öðrum flokki og nýjir leikmenn „Til að vera hreinskilinn, upp á tíu af tíu,” sagði Todor varðandi frammistöðu nýju leikmannana í liði ÍBV. „Þær eru að koma inn í nýtt lið og að gera sitt besta og gefa hundrað prósent er erfitt. Svo er ég ánægður með okkar stelpur. Fjórar stelpur úr öðrum flokki í byrjunarliði sem er ógeðslega gaman að sjá. Ég er að reyna að blanda þessu saman og fá það besta úr þeim.” „Við erum alveg róleg. Við gerum þetta step by step og hugsum um næsta leik. Ekkert meira en það,” sagði Todor. Björn: Með vindinn í bakið hefðum við átt að lúðra boltanum meira í áttina að markinu Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var súr eftir leik. „Þetta var súrt. Liðið fannst mér gera vel við erfiðar aðstæður. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og ef það er eitthvað lið sem kann að spila í svona veðri og aðstæðum þá er það ÍBV. Þær eru góðar í því.” „Ég er ekki nægilega ánægður með að við nýtum ekki skotsjénsa heldur endalaust verið að leita að betra færi. Með vindinn í bakið hefðum við átt að lúðra boltanum meira í áttina að markinu. Eða meira? Við gerðum eiginlega ekki neitt af því. Ég er svolítið pirraður yfir því,” sagði Björn og glotti. „Mér fannst við gera ágætlega í að leysa háa pressu ÍBV. Komum okkur fram á völlinn en það varð ekkert úr því. Við fáum víti í fyrri hálfleik sem við misnotum en þetta var baráttuleikur og þetta var erfitt.” „Við erum orðið vel spilandi lið og lögðum þennan leik upp þannig að þetta myndi ekki ráðast hvort liðið myndi spila betri fótbolta. Þetta yrði 50/50 augnablik sem myndi ráða úrslitum, við vorum meðvituð um það. Þetta er sama leikmynd og í fyrra þegar við mættumst snemma í maí. Þá féll þetta okkar megin. Nú fengu Vestmannaeyingar þetta með sér,” sagði Björn að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti